12. júní
12. júní er 163. dagur ársins (164. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 202 dagar eru eftir af árinu.
Helstu atburðir
- 1302 - Borgin Rakvere í Eistlandi var stofnuð.
- 1458 - Ólafur Rögnvaldsson prestur á Breiðabólstað í Vesturhópi var valinn Hólabiskup á prestastefnu á Víðivöllum í Skagafirði.
- 1653 - Fyrsta stríð Englands og Hollands: Orrustan við Nýhöfn.
- 1665 - Englendingar skipuðu bæjarstjórn í New York.
- 1683 - Upp komst um Rúghússamsærið um að myrða Karl 2. Englandskonung.
- 1838 - Jarðskjálfti olli bjarghruni í Grímsey og í Málmey og beið einn maður bana. Einnig hrundu hús í Eyjafirði og Skagafirði.
- 1897 - Fyrsta fingrafaramiðstöð heims hóf störf í Kolkata á Indlandi.
- 1898 - Filippseyjar lýstu yfir sjálfstæði frá Spáni.
- 1911 - Melavöllurinn í Reykjavík var vígður.
- 1913 - Fánamálið: Áhöfn dansks varðskips tók bláhvítan fána af báti á Reykjavíkurhöfn. Þessi atburður ýtti mjög undir kröfur um íslenskan fána.
- 1923 - Kaþólska kirkjan á Íslandi var endurreist með stofnun biskupsdæmis Reykjavíkur.
- 1926 - Kristján 10. kom í heimsókn til Íslands ásamt Alexandrínu drottningu og fylgdarliði. Þau fóru hringferð um landið.
- 1926 - Kexverksmiðjan Frón hóf starfsemi við Njálsgötu í Reykjavík.
- 1931 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1942 - Anna Frank fékk dagbók í afmælisgjöf.
- 1946 - Úmbertó 2. Ítalíukonungur samþykkti að segja af sér og hélt úr landi.
- 1964 - Nelson Mandela var dæmdur í lífstíðarfangelsi í Suður-Afríku.
- 1967 - Björg Kofoed Hansen stökk fyrst íslenskra kvenna fallhlífarstökk, þá 18 ára. Faðir hennar, Agnar Kofoed Hansen, stökk fallhlífarstökk fyrstur Íslendinga tveimur árum áður.
- 1974 - Jarðskjálfti, 6,3 stig varð í Borgarfirði. Var þetta sterkasti kippurinn í tveggja mánaða jarðskjálftahrinu.
- 1975 - Dómstóll á Indlandi komst að þeirri niðurstöðu að forsætisráðherra landsins, Indira Gandhi, hefði komist á þing vegna spillingar og mætti því ekki gegna opinberu embætti.
- 1977 - The Supremes héldu sína síðustu tónleika á Drury Lane í London.
- 1978 - Bandaríski fjöldamorðinginn David Berkowitz („sonur Sams“) var dæmdur í 365 ára fangelsi.
- 1981 - Bandaríska kvikmyndin Leitin að týndu örkinni var frumsýnd.
- 1982 - Um 750.000 manns mótmæltu kjarnavopnum í Central Park í New York-borg. Meðal tónlistarmanna sem komu fram voru Jackson Browne, James Taylor, Bruce Springsteen og Linda Ronstadt.
- 1986 - Neyðarástandi var lýst yfir í Suður-Afríku.
- 1987 - Margrét Harðardóttir og Steve Christer, arkitektar, hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun ráðhúss fyrir Reykjavík.
- 1987 - Ronald Reagan hélt fræga ræðu í Vestur-Berlín þar sem hann sagði meðal annars „Herra Gorbatsjev, rífðu þennan vegg niður“.
- 1987 - Norska stórþingið samþykkti lög um Samaþingið.
- 1989 - Umdeild sýning á verkum Robert Mapplethorpe var tekin niður í Corcoran Gallery of Art í Washington D.C.
- 1990 - Fyrstu fjölflokkakosningarnar voru haldnar í Alsír frá 1962. Íslamska frelsisfylkingin náði völdum í meirihluta sveitarstjórna.
- 1991 - Rússar kusu Boris Jeltsín forseta.
- 1991 - Borgarastyrjöldin á Srí Lanka: Stjórnarhermenn drápu 152 Tamíla í þorpinu Kokkadichcholai.
- 1994 - Nicole Brown Simpson og Ronald Lyle Goldman voru myrt í húsi Nicole og O. J. Simpson í Los Angeles.
- 1999 - Friðargæslulið Kosóvó hélt inn í héraðið.
- 1999 - George W. Bush, fylkisstjóri Texas, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins.
- 1999 - Bandaríska teiknimyndin Tarsan var frumsýnd.
- 2002 - Mótmæli vegna framkomu íslenskra stjórnvalda við meðlimi Falun Gong-hreyfingarinnar fóru fram víða í Reykjavík.
- 2008 - Írar höfnuðu Lissabonsáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- 2009 – Mahmoud Ahmadinejad var endurkjörinn forseti Írans. Fjölmenn mótmæli stóðu yfir í nokkrar vikur eftir kosningarnar, þrátt fyrir tilraunir yfirvalda til að brjóta þau á bak aftur.
Fædd
- 1161 - Konstansa, hertogaynja af Bretagne (d. 1201).
- 1844 - Klaus Berntsen, danskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 1927).
- 1850 - Þórunn Jónassen, íslenskur stjórnmálamaður (d. 1922).
- 1897 - Anthony Eden, enskur stjórnmálamaður (d. 1977).
- 1899 - Weegee, austurrískur ljósmyndari (d. 1968).
- 1914 - John Seymour, enskur búfræðingur (d. 2004).
- 1915 - David Rockefeller, bandarískur bankamaður (d. 2017).
- 1924 - George H. W. Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti (d. 2018).
- 1929 - Anna Frank, þýskur dagbókarhöfundur og fórnarlamb helfarar gyðinga (d. 1945).
- 1929 - Friedwardt Winterberg, þýskur eðlisfræðingur.
- 1931 - Helgi Hallvarðsson, íslenskur skipherra (d. 2008).
- 1948 - István Sándorfi, ungverskur myndlistarmaður (d. 2007).
- 1953 - Árni Steinar Jóhannsson, íslenskur garðyrkjufræðingur og stjórnmálamaður (d. 2015).
- 1958 - Olivier Weber, franskur rithöfundur.
- 1968 - Birgir Ármannsson, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1981 - Adriana Lima, brasilísk fyrirsæta.
- 1981 - Klemen Lavrič, slóvenskur knattspyrnumaður.
- 1983 - Anja Rubik, pólsk fyrirsæta.
- 1985 - Kendra Wilkinson, bandarísk fyrirsæta.
- 1992 - Philippe Coutinho, brasilískur knattspyrnumaður.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|