23. apríl - Corinne Hermès sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fyrir Lúxemborg með laginu „Si la vie est cadeau“.
25. apríl - Júríj Andropov bauð bandarísku stúlkunni Samantha Smith til Sovétríkjanna eftir að hún hafði sent honum bréf og lýst áhyggjum sínum af kjarnorkustyrjöld.
Maí
6. maí - Tímaritið Stern birti „dagbækur Hitlers“ sem reyndust vera falsanir.
7. maí - Sverð í kletti, minnismerki um Hafursfjarðarorrustu, var afhjúpað í Noregi.
27. maí - Ólögleg flugeldaverksmiðja í Benton í Tennessee, sprakk í loft upp með þeim afleiðingum að ellefu létust.
28. maí - Eldgos hófst í Grímsvötnum í Vatnajökli en stóð stutt. Norræn dagblöð létu í ljós ótta um að Vatnajökull myndi bráðna og að suðausturland Íslands færi í kaf.
13. júní - Pioneer 10 varð fyrsti manngerði hluturinn sem fór út fyrir sporbauga helstu reikistjarna sólkerfisins þegar hann fór út fyrir sporbaug Neptúnusar.
17. júní - 856 handtökuskipanir voru gefnar út á hendur stjórnmálamönnum, athafnamönnum og öðrum sem taldir voru tengjast glæpasamtökum Raffaele Cutolo í Napólí.
4. október - Breski athafnamaðurinn Richard Noble setti hraðamet á landi þegar hann ók eldflaugarknúna bílnum Thrust2 1.019,468 km/klst í Nevadaeyðimörkinni.