25. janúar
25. janúar er 25. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 340 dagar (341 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
- 817 - Paskalis 1. varð páfi.
- 1308 - Játvarður 2. Englandskonungur gekk að eiga Ísabellu af Frakklandi. Þau voru krýnd réttum mánuði síðar.
- 1320 - Kristófer 2. varð konungur Danmerkur eftir Eirík menved bróður sinn, sem dó í nóvember 1319.
- 1327 - Játvarður 3. varð konungur Englands.
- 1494 - Alfons 2. varð konungur Napólí.
- 1533 - Hinrik 8. giftist Önnu Boleyn.
- 1551 - Norðlenskir vermenn á Suðurnesjum drápu Kristján skrifara og þrettán aðra menn á Kirkjubóli á Miðnesi.
- 1559 - Píus 4. (Giovanni Angelo Medici) var kjörinn páfi.
- 1564 - Portúgalir stofnuðu borgina São Paulo í Brasilíu.
- 1732 - Níu manns fórust og níu komust af úr snjóflóði, sem féll á bæinn Brimnes við Seyðisfjörð.
- 1755 - Moskvuháskóli var stofnaður.
- 1831 - Pólska þingið lýsti yfir sjálfstæði landsins. Það leiddi til stríðs við Rússa, sem höfðu ráðið landinu. Í október vann rússneski herinn sigur á liði Pólverja og landið varð aftur hluti af Rússaveldi.
- 1924 - Fyrstu vetrarólympíuleikar sögunnar voru settir í Chamonix í Frakklandi.
- 1937 - Framhaldsþátturinn Leiðarljós hóf göngu sína í útvarpi í Bandaríkjunum.
- 1942 - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1949 - Fyrstu ísraelsku kosningarnar fóru fram. David Ben-Gurion varð forsætisráðherra Ísraels.
- 1958 - Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi
- 1971 - Idi Amin steypti Milton Obote af stóli og varð forseti Úganda.
- 1974 - Geirfinnsmálið: Guðmundur Einarsson hvarf sporlaust.
- 1975 - Sheikh Mujibur Rahman lýsti yfir neyðarástandi í Bangladess. Skömmu síðar voru allir stjórnmálaflokkar, aðrir en Awami-bandalagið, bannaðir.
- 1978 - Stórhríð gekk yfir í Ohio-dal og við Vötnin miklu.
- 1978 - Fyrrverandi borgarstjóri Barselóna, Joaquín Viola, var myrtur.
- 1980 - Kvikmyndin Land og synir var frumsýnd á Íslandi.
- 1981 - Bruninn í Kötlufelli: Kona kveikti í rúmi þar sem eiginmaður hennar lá með þeim afleiðingum að hann lést.
- 1981 - Jiang Qing var dæmd til dauða í Alþýðulýðveldinu Kína.
- 1983 - Geimskoðunarstöðinni IRAS var skotið á loft.
- 1986 - Uppreisnarher Yoweri Museveni náði völdum í Úganda eftir fimm ára borgarastyrjöld.
- 1987 - Sænski tennisleikarinn Stefan Edberg sigraði Opna ástralska meistaramótið.
- 1988 - Varaforseti Bandaríkjanna, George H. W. Bush, reiddist sýnilega í sjónvarpsviðtali við Dan Rather á CBS um Íran-Kontrahneykslið.
- 1990 - Skógrækt ríkisins var flutt til Egilsstaða, fyrsta ríkisstofnunin, sem var flutt út á land.
- 1990 - Stefán Hörður Grímsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin, sem veitt voru í fyrsta sinn.
- 1990 - Avianca flug 52 hrapaði á Long Island í New York með þeim afleiðingum að 73 fórust.
- 1990 - 97 létust þegar Burnsdagsstormurinn gekk yfir norðvesturhluta Evrópu.
- 1990 - Jóhannes Páll 2. páfi hóf opinbera heimsókn sína til Grænhöfðaeyja, Gíneu-Bissá, Malí, Búrkína Fasó og Tsjad.
- 1992 - Þorgeir Þorgeirson gegn íslenska ríkinu: Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi Þorgeiri í vil.
- 1993 - Sósíaldemókratinn Poul Nyrup Rasmussen varð forsætisráðherra Danmerkur.
- 1995 - Norðmenn sendu upp tilraunaeldflaug til að rannsaka Norðurljósin með þeim afleiðingum að varnarkerfi Rússlands fór í gang og varaði við kjarnorkuárás.
- 1995 - Ítalski stjórnmálaflokkurinn Alleanza nazionale var stofnaður á grunni nýfasistaflokksins MSI.
Fædd
- 1477 - Anna, hertogaynja af Bretagne og drottning Frakklands (d. 1514).
- 1615 - Govert Flinck, hollenskur listmálari (d. 1660).
- 1627 - Robert Boyle, írskur efnafræðingur (d. 1691).
- 1736 - Joseph Louis Lagrange, franskur stærðfræðingur (d. 1813).
- 1759 - Robert Burns, skoskt skáld (d. 1796).
- 1859 - Sighvatur Bjarnason, íslenskur bankastjóri og bæjarfulltrúi (d. 1929).
- 1882 - Virginia Woolf, enskur rithöfundur (d. 1941).
- 1888 - Kristín Jónsdóttir, íslensk myndlistarkona (d. 1959).
- 1899 - Paul-Henri Spaak, belgískur stjórnmálamaður (d. 1972).
- 1915 - Ewan MacColl, enskur þjóðlagasöngvari (d. 1989).
- 1928 - Eduard Sjevardnadse, forseti Georgíu (d. 2014).
- 1932 - Yukio Shimomura, japanskur knattspyrnumaður.
- 1933 - Corazon Aquino, forseti Filippseyja (d. 2009).
- 1938 - Vladimír Vísotskí, rússneskur söngvari (d. 1980)
- 1942 - Eusébio, portúgalskur knattspyrnumaður (d. 2014).
- 1950 - Ásgeir Þór Davíðsson, íslenskur athafnamaður (d. 2012).
- 1960 - Nobuyo Fujishiro, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Halldór Þorgeirsson, íslenskur kvikmyndaframleiðandi.
- 1962 - Steinunn Ólafsdóttir, íslensk leikkona.
- 1965 - Harpa Árnadóttir, íslensk myndlistarkona.
- 1967 - David Ginola, franskur knattspyrnuleikari.
- 1974 - Nuno Espírito Santo, portúgalskur knattspyrnumaður.
- 1975 - Tim Montgomery, bandarískur frjálsíþróttamaður.
- 1978 - Volodymyr Zelenskyj, forseti Úkraínu.
- 1980 - Xavi, spænskur knattspyrnumaður.
- 1981 - Alicia Keys, bandarísk söngkona.
- 1982 - Noemi, ítölsk söngkona.
- 1983 - Yasuyuki Konno, japanskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Robinho, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1987 - Pavel Ermolinskij, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1993 - Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, íslenskur kraftlyftingamaður.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|