1. júlí - Seglskútan Greenpeace III (Vega) sigldi á franska tundurduflaslæðarann La Paimpolaise við Mururóaeyjar til að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka í Suður-Kyrrahafi.
16. júlí - Þrír áhugakafarar fundu flakið af hollenska skipinu Akerendam úti fyrir Runde í Noregi. Stór fjársjóður var í skipinu.
1. september - Fiskveiðilögsaga Íslands var færð úr tólf mílum í fimmtíu og mótmæltu Bretar á sama veg og fyrr og reyndu fiskveiðar undir herskipavernd.
23. desember - Eftirlifendur Andesflugslyssins fundust. Liðnir voru 73 dagar frá atvikinu. Sextán manns lifðu af með því að leggja aðra farþega sér til munns.
23. desember - Jarðskjálfti sem mældist 6,25 á Richter skók Managva í Níkaragva; 5-12.000 manns fórust.
24. desember - Sænski forsætisráðherrann, Olof Palme, gagnrýndi Bandaríkin harðlega fyrir loftárásirnar á Norður-Víetnam. Í kjölfarið slitu Bandaríkjamenn stjórnmálasambandi við Svíþjóð.