Rory Cochrane (fæddur 28. febrúar1972) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í Dazed and Confused, Empire Records og CSI: Miami.
Einkalíf
Cochrane fæddist í Syracuse, New York en er alinn upp á Englandi. Cochrane flutti aftur til Bandaríkjanna til þess að stunda nám í New York borg og lærði við dramadeildina við Fiorello H. LaGuardia High School of Music & Art and Performing Arts.
Ferill
Fyrsta hlutverk hans var í heimildarmynd um eiturlyf í Saturday Night með Connie Chung (1989) og í þætti af H.E.L.P. (1990).
A Kiss Before Dying er fyrsta kvikmynd hans, þar sem hann kom fram í aðeins 15 sekúndur og eftir það kom hlutverk hans sem sonur Jeff Goldblums í Fathers and Sons.
Cochrane lék stórt hlutverk í kvikmyndinni Empire Records og Dazed and Confused, og kom fram í Hart's War með Bruce Willis og Colin Farrell.
Árið 2002 fékk hann hlutverk sem Tim Speedle í CSI: Miami en hann yfirgaf þáttinn í þriðju þáttaröð. Cochrane endurtók hlutverk sitt sem Tim Speedle í CSI: Miami þættinum „Bang, Bang, Your Debt“, sem ímyndun hjá Eric Delko.
Lék hann persónuna Greg Seaton í sjöundu þáttaröð af 24 með Jon Voight.[1]