9. janúar
9. janúar er 9. dagur ársins samkvæmt gregoríska tímatalinu. 356 dagar (357 á hlaupári) eru eftir af árinu.
Atburðir
- 400 - Arkadíus keisari gaf eiginkonu sinni, Aílíu Evdoxíu, titilinn Augusta.
- 475 - Zenon keisari Austrómverska ríkisins var þvingaður til þess að segja af sér þegar Basiliscus tók af honum völdin. Zenon flúði til Isauríu.
- 1317 - Filippus hávaxni var krýndur konungur Frakklands ásamt Jóhönnu, eiginkonu sinni.
- 1431 - Réttarhöld yfir Jóhönnu af Örk hófust í Rouen.
- 1522 - Adriaan Florenszoon Boeyens varð Hadríanus 6. páfi.
- 1570 - Ívan grimmi hóf slátrunina í Novgorod.
- 1626 - Peter Minuit lagði upp frá hollensku eyjunni Texel og sigldi til Nýja Hollands með tvö skip.
- 1636 - Síðustu sænsku hermennirnir fóru frá borginni Mainz.
- 1788 - Connecticut varð fimmta fylki Bandaríkjanna.
- 1793 - Jean-Pierre Blanchard varð fyrstur til að fljúga yfir Bandaríkin í loftbelg.
- 1799 - Básendaflóðið olli stórtjóni um öll Suðurnes. Básenda á Miðnesi tók af.
- 1857 - Jarðskjálfti, sem talinn er hafa verið 7,9 stig á Richter-kvarða, varð í Kaliforníu.
- 1863 - Rekstur Neðanjarðarlestakerfis Lundúna hófst.
- 1879 - Úmbertó 1. var krýndur konungur Ítalíu.
- 1900 - Íþróttafélagið Società Sportiva Lazio var stofnað.
- 1935 - Lög um aldurshámark opinberra starfsmanna og embættismanna voru sett.
- 1957 - Anthony Eden sagði af sér sem forsætisráðherra Bretlands og Harold Macmillan tók við daginn eftir.
- 1964 - Tunnuverksmiðjan á Siglufirði eyðilagðist í bruna og urðu 40 manns atvinnulausir.
- 1972 - Stærsta farþegaskip heims, Queen Elizabeth, brann og sökk í höfninni í Hong Kong.
- 1976 - Marokkóskir hermenn héldu inn í borgina Dakhla í Vestur-Sahara.
- 1979 - Sænska hljómsveitin ABBA flutti lagið „Chiquitita“ á góðgerðartónleikunum Music for UNICEF í tilefni af ári barnsins í New York-borg.
- 1982 - Fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar í Gamla bíói, Sígaunabaróninn, var frumsýnd.
- 1986 - Hafliði Hallgrímsson hlaut tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir verk sitt, Poemi.
- 1990 - Aðskilnaðardómurinn svokallaði féll í Hæstarétti Íslands.
- 1990 - Mikið stormflóð olli stórskemmdum á Stokkseyri, Eyrarbakka og í Grindavík.
- 1992 - Bosníuserbar lýstu yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis í Bosníu-Hersegóvínu.
- 1995 - Valeríj Poljakov setti met í dvöl í geimnum eftir að hafa verið 366 daga í geimstöðinni Mír.
- 1996 - Harðir bardagar milli rússneska hersins og skæruliða Téténa hófust.
Fædd
- 1554 - Gregoríus 15. páfi (d. 1623).
- 1590 - Simon Vouet, franskur listmálari (d. 1649).
- 1617 - Hólmfríður Sigurðardóttir, prófastfrú í Vatnsfirði (d. 1692).
- 1624 - Meishō, japönsk keisaraynja (d. 1696).
- 1868 - S. P. L. Sørensen, danskur efnafræðingur (d. 1939).
- 1872 - Gunnþórunn Halldórsdóttir, íslensk leikkona (d. 1959).
- 1890 - Karel Čapek, tékkneskur rithöfundur (d. 1938).
- 1908 - Simone de Beauvoir, franskur rithöfundur og heimspekingur (d. 1986).
- 1913 - Richard Nixon, 37. forseti Bandaríkjanna (d. 1994).
- 1925 - Valdimar Indriðason, íslenskur þingmaður.
- 1928 - Domenico Modugno, ítalskur lagahöfundur (d. 1994).
- 1938 - Baltasar Samper, íslenskur myndlistarmaður.
- 1939 - Böðvar Guðmundsson, íslenskt ljóðskáld.
- 1941 - Joan Baez, bandarísk söngkona.
- 1941 - Robert D. Putnam, bandarískur stjórnmálafræðingur.
- 1944 - Jimmy Page, enskur gítarleikari (Led Zeppelin).
- 1955 - J. K. Simmons, bandarískur leikari.
- 1956 - Imelda Staunton, bresk leikkona.
- 1958 - Mehmet Ali Agca, tyrkneskur launmorðingi.
- 1958 - Stephen Neale, bandarískur heimspekingur.
- 1959 - Rigoberta Menchú Tum, gvatemalskur aðgerðasinni og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1960 - Haukur Tómasson, íslenskt tónskáld.
- 1967 - Teitur Örlygsson, íslenskur körfuknattleiksmaður.
- 1967 - Steven Harwell, bandarískur söngvari og tónlistarmaður (Smash Mouth).
- 1967 - Dave Matthews, suðurafrískur söngvari og tónlistarmaður.
- 1968 - Cameron Todd Willingham, bandarískur morðingi (d. 2004).
- 1970 - Axel Rodrigues de Arruda, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1973 - Sean Paul, bandarískur tónlistarmaður.
- 1978 - AJ McLean, bandarískur söngvari (Backstreet Boys).
- 1980 - Sergio García, spænskur kylfingur.
- 1982 - Katrín, hertogaynja af Cambridge
- 1990 - Minna Sundberg, finnskur teiknari.
Dáin
- 1514 - Anna af Bretagne, drottning Frakklands (f. 1477).
- 1569 - Ólafur Hjaltason, Hólabiskup (f. 1491(?)).
- 1873 - Napóleon 3. Frakkakeisari (f. 1808).
- 1878 - Viktor Emmanúel 2. konungur Sardiníu og Ítalíu (f. 1820).
- 1905 - Louise Michel, franskur stjórnleysingi (f. 1830).
- 1924 - Basil Lanneau Gildersleeve, bandarískur fornfræðingur (f. 1831).
- 1953 - Robert Knud Friedrich Pilger, þýskur grasafræðingur (f. 1876).
- 1961 - Emily Greene Balch, bandarískur hagfræðingur (f. 1867).
- 1974 - Sigfús M. Johnsen, íslenskur lögfræðingur (f. 1886).
- 1977 - Barbara Árnason, íslensk myndlistarkona (f. 1911).
- 1986 - Michel de Certeau, franskur sagnfræðingur (f. 1925).
- 1995 - Souphanouvong, forseti Laos (f. 1909).
- 1995 - Valdimar Indriðason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1925).
- 2010 - Sigurður Guðmundsson, íslenskur vígslubiskup (f. 1920).
- 2013 - James M. Buchanan, bandarískur hagfræðingur (f. 1919).
- 2014 - Dale Mortensen, bandarískur hagfræðingur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1939).
- 2017 - Zygmunt Bauman, pólsk-breskur félagsfræðingur (f. 1925).
- 2022 - Bob Saget, bandarískur leikari (f. 1956).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|