13. september
13. september er 256. dagur ársins (257. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 109 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 604 - Sabiníanus varð páfi.
- 1502 - Orrustan við Smolinavatn í Líflandi: Þýska riddarareglan sigraði her Rússa undir stjórn Ívans 3. og stöðvaði útþenslu Rússlands við Eystrasalt.
- 1598 - Filippus 3. varð konungur Spánar og Portúgals.
- 1645 - Skoskir sáttmálamenn unnu sigur á her James Graham af Montrose í orrustunni við Philiphaugh.
- 1731 - Mesti mannfjöldi í 200 ár var samankominn á Þingvöllum þegar æðstu embættismenn landsins sóru Kristjáni konungi 6. hollustueiða. Voru það um 600 manns.
- 1791 - Loðvík 16. samþykkti lokagerð stjórnarskrár Frakklands.
- 1891 - Guðfinna Jónsdóttir var myrt við Svartárvatn á Norðaustur-Íslandi.
- 1894 - Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í Reykjavík, en var síðar færður fram í ágústbyrjun.
- 1923 - Spænski herinn framdi valdarán. Miguel Primo de Rivera varð einræðisherra.
- 1934 - Rotaryklúbbur Reykjavíkur, sá fyrsti hér á landi, var stofnaður.
- 1938 - Súdetaþjóðverjar hófu uppreisn gegn stjórn Tékka. Uppreisnin var kæfð niður en Neville Chamberlain, forsætisráðherra Bretlands, sendi Adolf Hitler símskeyti og fór fram á fund um Súdetaland.
- 1971 - Attica-óeirðirnar í New York: Lögregla og fangaverðir hófu skothríð á Attica-fangelsið með þeim afleiðingum að 9 gíslar og 29 fangar létu lífið.
- 1974 - Japanski rauði herinn hertók franska sendiráðið í Haag, Hollandi.
- 1980 - Norðvesturhlíð Skessuhorns var klifin en hafði fram til þessa verið talin ókleif. Tveir ungir menn unnu afrekið.
- 1980 - Rokk gegn her, tónleikar Samtaka herstöðvaandstæðinga, voru haldnir í Laugardalshöll.
- 1981 - Borgarfjarðarbrúin var vígð, næstlengsta brú á Íslandi, 520 metra löng.
- 1981 - Fjölbrautaskóli Suðurlands var settur í fyrsta sinn.
- 1982 - Grace Kelly fékk heilablóðfall meðan hún ók bifreið sinni. Bíllinn hrapaði niður fjallshlíð. Hún lést á sjúkrahúsi daginn eftir.
- 1985 - Bandaríska kvikmyndin Eftir miðnætti var frumsýnd.
- 1985 - Japanski tölvuleikurinn Super Mario Bros. var gefinn út.
- 1985 - Steve Jobs sagði af sér stjórnarsetu hjá Apple og stofnaði NeXT.
- 1986 - Jarðskjálfti lagði fimmtung grísku borgarinnar Kalamata í rúst. 20 létust.
- 1987 - Skransafnarar fundu geislavirk efni í yfirgefnum spítala í Goiânia í Brasilíu. Í kjölfarið létust fjórir vegna geislaeitrunar og hundruð reyndust hafa orðið fyrir geislun.
- 1992 - Guðrún Helgadóttir hlaut Norrænu barnabókaverðlaunin fyrir bók sína, Undan illgresinu.
- 1993 - Oslóarsamkomulagið var formlega undirritað í Washington D.C. af Yasser Arafat og Yitzhak Rabin.
- 1994 - Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru veitt í fyrsta sinn og hlaut þau Helgi Ingólfsson.
- 1996 - Alija Izetbegović var kjörinn forseti Bosníu og Hersegóvínu.
- 1996 - Bandaríska kvikmyndin Feeling Minnesota var frumsýnd.
- 1999 - Íbúðasprengjurnar í Rússlandi: 119 létust þegar sprengja sprakk í fjölbýlishúsi við Kasjirskoje-hraðbrautina í Moskvu.
Fædd
- 1087 - Jóhannes 2. Komnenos, Býsanskeisari (d. 1143).
- 1630 - Olof Rudbeck, sænskur vísindamaður (d. 1702).
- 1689 - Johan Fredrik Peringskiöld, sænskur fornfræðingur (d. 1725).
- 1819 - Clara Schumann, píanisti og tónskáld (d. 1896).
- 1853 - Hans Christian Gram, danskur örverufræðingur (d. 1938).
- 1860 - John J. Pershing, bandarískur hershöfðingi (d. 1948).
- 1863 - Arthur Henderson, breskur stjórnmálamaður og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1935).
- 1874 - Arnold Schoenberg, austurrískt tónskáld (d. 1951).
- 1908 - Carlos Peucelle, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1990).
- 1913 - Tadao Horie, japanskur knattspyrnumaður (d. 2003).
- 1916 - Roald Dahl, breskur rithöfundur (d. 1990).
- 1917 - Jón Þórarinsson, íslenskt tónskáld (d. 2012).
- 1928 - Robert Indiana, bandarískur myndlistarmaður.
- 1935 - Vilborg Harðardóttir, íslensk blaðakona (d. 2002).
- 1940 - Óscar Arias Sánchez, forseti Kosta Ríka og Nóbelsverðlaunahafi.
- 1941 - Ahmet Necdet Sezer, fyrrverandi forseti Tyrklands.
- 1944 - Jacqueline Bisset, bresk leikkona.
- 1945 - Andres Küng, sænskur blaðamaður (d. 2002).
- 1952 - Edda Björgvinsdóttir, íslensk leikkona.
- 1954 - Shigeharu Ueki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1959 - Sólveig Pálsdóttir, íslensk leikkona.
- 1959 - Chris Hansen, bandarískur blaðamaður.
- 1964 - Mladen Mladenović, króatískur knattspyrnumaður.
- 1970 - Louise Lombard, bresk leikkona.
- 1971 - Goran Ivanisevic, króatískur tennisleikari.
- 1971 - Helgi Kolviðsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1980 - Gilberto Ribeiro Gonçalves, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1989 - Thomas Müller, þýskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Vera Illugadóttir, íslensk dagskrárgerðarkona.
- 1994 - Yngvi Ásgeirsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1956 - Guðmundur Ásgeir Geirsson framreiðslumaður
Dáin
- 81 - Títus, rómverskur keisari (f. 39).
- 1260 - Skarðs-Snorri Narfason, íslenskur höfðingi (f. um 1175).
- 1321 - Dante Alighieri, ítalskt skáld (f. 1265).
- 1409 - Ísabella af Valois, Englandsdrottning (f. 1389).
- 1488 - Karl 2., hertogi af Bourbon (f. 1434).
- 1506 - Andrea Mantegna, ítalskur listmálari (f. 1431).
- 1592 - Michel de Montaigne, franskur heimspekingur (f. 1533).
- 1598 - Filippus 2. Spánarkonungur (f. 1526).
- 1741 - Charles Rollin, franskur sagnfræðingur (f. 1661).
- 1870 - Orla Lehmann, danskur stjórnmálamaður (f. 1810).
- 1872 - Ludwig Andreas Feuerbach, þýskur heimspekingur (f. 1804).
- 1928 - Italo Svevo, ítalskur rithöfundur (f. 1861).
- 1931 - Lili Elbe, dönsk myndlistarkona (f. 1882).
- 1996 - Tupac Amaru Shakur, bandarískur rappari, leikari og skáld.
- 1998 - George Wallace, bandarískur stjórnmálamaður (f. 1919).
- 1999 - Benjamin S. Bloom, bandarískur uppeldisfræðingur (f. 1913).
- 2012 - Steindór Hjörleifsson, íslenskur leikari (f. 1926).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|