1992
Árið 1992 (MCMXCII í rómverskum tölum ) var 92. ár 20. aldar og hlaupár sem hófst á miðvikudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu.
Atburðir
Janúar
Ratsjárstöðin á Bolafjalli.
Febrúar
Sjúkrabílar flytja lík íbúa Khojaly.
Mars
Stimpill sem staðfestir þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslunni í Suður-Afríku.
Apríl
Umsátrið um Sarajevó: Vedran Smailović leikur á selló í rústum hluta landsbókasafnsins.
1. apríl - Blóðbaðið í Bijeljina hófst þegar vopnaðir serbneskir hópar hófu að myrða óbreytta borgara í Bijeljina í Bosníu.
2. apríl - John Gotti var dæmdur í ævilangt fangelsi í New York-borg, fyrir morð og skipulagða glæpastarfsemi.
5. apríl - Bosnía-Hersegóvína lýsti yfir sjálfstæði eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.
5. apríl - Bosníustríðið : Serbneskar hersveitir settust um Sarajevó .
5. apríl - Alberto Fujimori , forseti Perú, leysti upp þing Perú með tilskipun, kom á ritskoðun og lét handtaka stjórnarandstöðuþingmenn.
6. apríl - Stríð hófst í Bosníu og Hersegóvínu .
6. apríl - Barnaþátturinn Barney and Friends hóf göngu sína á PBS .
9. apríl - Manuel Noriega fyrrum einræðisherra í Panama var dæmdur fyrir margvíslega glæpi, s.s. fíkniefnasmygl og peningaþvætti.
10. apríl - Írski lýðveldisherinn stóð fyrir sprengjutilræði í Baltic Exchange í London. 3 létust og 91 særðust.
12. apríl - Eurodisney-skemmtigarðurinn var opnaður. Síðar var nafni hans breytt í Disneyland Paris .
14. apríl - Ráðhús Reykjavíkur var tekið í notkun. Bygging þess kostaði á fjórða milljarð króna.
16. apríl - Olíuflutningaskipið Katina P sigldi í strand skammt frá Mapútó í Mósambík með þeim afleiðingum að sextíu þúsund lítrar af olíu fóru í sjóinn.
16. apríl - Uppreisnarmenn steyptu forseta Afganistan, Mohammad Najibullah , af stóli og tóku hann höndum sem leiddi til borgarastyrjaldar .
20. apríl - Heimssýningin í Sevilla var opnuð.
21. apríl - Í Danmörku komst ræningi undan með 7,5 milljónir danskra króna eftir að hafa látið til skarar skríða gegn peningaflutningabíl Danske Bank við Bilka í Árósum .
22. apríl - Sprenging varð í Guadalajara í Mexíkó eftir að eldsneyti lak ofan í niðurfall. 215 létust og 1.500 særðust.
23. apríl - Halldór Laxness varð níræður og af því tilefni var farin blysför að Gljúfrasteini og efnt til leiksýninga .
27. apríl - Stuttmyndadagar í Reykjavík voru haldnir í fyrsta skipti á Hótel Borg .
28. apríl - Einu tvö Júgóslavíulýðveldin sem eftir voru, Svartfjallaland og Serbía , mynduðu Sambandslýðveldið Júgóslavíu sem síðar var kallað Serbía og Svartfjallaland .
29. apríl - Uppþotin í Los Angeles 1992 hófust eftir að tveir lögreglumenn sem gengu í skrokk á Rodney King voru sýknaðir fyrir rétti.
Maí
Mótmæli í Dúsjanbe í Tadsíkistan 3. maí.
2. maí - Jón Baldvin Hannibalsson , utanríkisráðherra, undirritaði samninginn um Evrópska efnahagssvæðið . Samningurinn er um tuttugu þúsund blaðsíður.
3. maí - Miðflokkurinn var stofnaður í Færeyjum.
5. maí - Rússneskir leiðtogar á Krímskaga lýstu yfir aðskilnaði frá Úkraínu en drógu yfirlýsinguna til baka fimm dögum síðar.
5. maí - Þrívíddartölvuleikurinn Wolfenstein 3D kom út fyrir MS-DOS .
5. maí - Borgarastyrjöldin í Tadsíkistan hófst.
7. maí - Geimskutlan Endavour fór í jómfrúarflug sitt.
9. maí - Áætlunarflugi með Fokker F27-flugvélum lauk á Íslandi, en það hafði staðið í nærfellt 3 áratugi. Við tóku Fokker 50-flugvélar .
9. maí - Linda Martin sigraði Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 1992 fyrir Írland.
9. maí - Rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar var tekinn upp á fundi Sameinuðu þjóðanna í New York-borg.
13. maí - Li Hongzhi kynnti hreyfinguna Falun Gong í Kína.
15. maí - Heimssýningin í Genúa var opnuð.
16. maí - Skútan America³ sigraði áskorandann, Il Moro di Venezia , í keppninni um Ameríkubikarinn .
16. maí - Bosníustríðið : Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna hörfuðu frá Sarajevó.
17. maí - Taílandsher barði niður mótmæli gegn herforingjastjórn Suchinda Kraprayoon af mikilli hörku
22. maí - Bosnía-Hersegóvína , Króatía og Slóvenía urðu aðilar að Sameinuðu þjóðunum.
23. maí - Giovanni Falcone , dómari, var myrtur ásamt eiginkonu sinni og þremur öryggisvörðum með sprengju í Palermó .
26. maí - Charles Geschke , forstjóra Adobe Systems , var rænt. Ræningjarnir náðust fjórum dögum síðar.
30. maí - Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti efnahagsþvinganir gegn Júgóslavíu vegna Bosníustríðsins.
Júní
Málverkið sem boðið var upp í Reykjavík 4. júní.
Júlí
Sumarólympíuleikarnir í Barselóna.
Ágúst
Gjemnesbrúin er hluti af Krifast-vegtengingunni í Noregi.
3.- 4. ágúst - Milljónir Suður-Afríkubúa fóru í verkfall að undirlagi Afríska þjóðarflokksins til að mótmæla stjórn F. W. de Klerk .
5. ágúst - Eiríkur Kristófersson , fyrrverandi skipherra á skipum Landhelgisgæslunnar, varð 100 ára. Hann varð þjóðhetja í fyrsta þorskastríðinu vegna framgöngu sinnar.
8. ágúst - Á Ólympíuleikunum í Barcelona á Spáni náði Ísland fjórða sæti í handknattleik . Einnig varð Sigurður Einarsson í fimmta sæti í spjótkasti á þessum sömu leikum.
10. ágúst - Ríkisstjórn Ítalíu hóf harðar aðgerðir gegn sikileysku mafíunni með því að senda 7000 hermenn til Sikileyjar og flytja 100 mafíuforingja í öryggisfangelsi á sardinísku eyjunni Asinara .
10. ágúst - Ríkisstjórn Bretlands bannaði vopnaða sambandssinnahópinn Ulster Defence Association sem hafði starfað löglega í 10 ár.
12. ágúst - Kanada, Bandaríkin og Mexíkó tilkynntu að samkomulag hefði náðst um Fríverslunarsamning Norður-Ameríku .
13. ágúst - Fyrsta útibíó á Íslandi var í Borgarnesi , þar sem sýnd var kvikmyndin Grease . Áhorfendur voru um 600 talsins.
16. ágúst - Íslendingar unnu Norðurlandameistaratitil í golfi .
18. ágúst - Maður grunaður um fíkniefnasölu var handtekinn í Mosfellsbæ og fundust 1,2 kílógrömm af kókaíni í bíl hans. Í aðgerð lögreglunnar varð lögreglumaður fyrir mjög alvarlegu slysi.
18. ágúst - Forsætisráðherra Bretlands, John Major , tilkynnti um flugbannsvæðin yfir Írak til verndar Kúrdum.
20. ágúst - Krifast-vegtengingin milli Kristansund og meginlandsins í Noregi var opnuð.
21. ágúst - Umsátrið um Ruby Ridge hófst í Idaho í Bandaríkjunum.
22. ágúst - Á Egilsstöðum lauk vestnorrænu kvennaþingi með því að hlaðin var varða úr grjóti frá Grænlandi , Færeyjum og Íslandi .
29. ágúst - Kvikmyndin Svo á jörðu sem á himni eftir Kristínu Jóhannesdóttur var frumsýnd.
29. ágúst - Tugþúsundir mótmæltu árásum nýnasista á flóttamenn og innflytjendur í Rostock í Þýskalandi.
30. ágúst - Umsátrinu um Ruby Ridge lauk þegar Randy Weaver gafst upp. Þá voru eiginkona hans, 14 ára sonur og einn lögreglufulltrúi látin.
31. ágúst - Stærsta og íburðarmesta skemmtiferðaskip , sem lagst hafði við bryggju í Reykjavík var bundið í Sundahöfn . Þetta var Crystal Harmony , 240 metra langt skip.
September
Fernando Collor yfirgefur forsetahöllina í Brasilíuborg.
Október
Ummerki eftir flug 1862 í Amsterdam.
Nóvember
Stuðningsfólk Clintons og Bush fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.
Desember
Bandarískir landgönguliðar í Sómalíu.
Ódagsettir atburðir
Fædd
18. janúar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir , íslensk knattspyrnukona.
5. febrúar - Neymar da Silva Santos Júnior , brasilískur knattspyrnumaður.
11. febrúar - Taylor Lautner , bandarískur leikari.
10. mars - Emily Osment , bandarísk leik- og söngkona.
15. apríl - Amy Diamond , sænsk söngkona.
5. maí - Sighvatur Magnús Helgason , íslenskur glímukappi.
11. maí - Thibaut Courtois , belgískur knattspyrnumaður.
25. maí - Jón Daði Böðvarsson , íslenskur knattspyrnumaður.
14. júní - Daryl Sabara , bandarískur leikari.
15. júní - Mohamed Salah , egypskur knattspyrnumaður.
Ásgeir Trausti
Dáin
Friedrich von Hayek
23. mars - Friedrich A. von Hayek , austurrísk-breskur hagfræðingur, stjórnmálaheimspekingur og nóbelsverðlaunahafi (f. 1899 ).
6. apríl - Isaac Asimov , rithöfundur (f. 1920 ).
19. apríl – Benny Hill , enskur gamanleikari (f. 1924 ).
23. apríl - Satyajit Ray , bengalskur kvikmyndagerðarmaður (f. 1921 ).
28. apríl - Francis Bacon , írskur myndlistarmaður (f. 1909 ).
6. maí - Marlene Dietrich , þýsk söngkona (f. 1901 ).
21. júní - Joan Fuster , katalónskur rithöfundur (f. 1922 ).
28. júní – Mikhail Tal , litháískur skákmaður (f. 1936 ).
9. júlí - Óli Kr. Sigurðsson , forstjóri Olís .
15. júlí - Hammer DeRoburt , fyrsti forseti Nárú (f. 1922 ).
1. september - Árni Böðvarsson , íslenskur málfræðingur (f. 1924 ).
16. september - Larbi Benbarek , marokkóskur knattspyrnumaður (f. 1917 ).
8. október - Willy Brandt , kanslari Þýskalands (f. 1913 ).
13. október - Haukur Morthens , íslenskur söngvari (f. 1924 ).
28. nóvember - Sidney Nolan , ástralskur listamaður (f. 1917 ).
13. desember - Aleksandar Tirnanić , júgóslavneskur knattspyrnumaður og -þjálfari (f. 1910 ).
24. desember - Peyo , belgískur myndasöguhöfundur (f. 1928 ).
26. desember - Sigríður Hagalín , íslensk leikkona (f. 1926 )