30. júní
30. júní er 181. dagur ársins (182. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 184 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 296 - Marsellínus varð páfi.
- 1073 - Gregoríus 7. varð páfi.
- 1232 - Antoníus frá Padúa, verndardýrlingur týndra hluta, var tekinn í heilagra manna tölu.
- 1498 - Maximilian 1. stofnaði Vínardrengjakórinn.
- 1559 - Hinrik 2. Frakkakonungur særðist í burtreiðum og dró sárið hann til dauða tíu dögum síðar.
- 1564 - Stóridómur var lögtekinn á Alþingi.
- 1579 - Erlendir hvalveiðimenn rændu Eggerti Hannessyni í Saurbæ á Rauðasandi, héldu honum föngnum á skipi í mánuð og slepptu honum síðan gegn háu lausnargjaldi.
- 1594 - Morðbréfamálið: Fjögur bréf sem hermdu morð upp á Jón Sigmundsson lögmann voru dæmd fölsuð á Alþingi.
- 1605 - Falsdimítríj var krýndur keisari Rússlands sem Dimítríj 1.
- 1643 - Enska borgarastyrjöldin: Konungssinnar unnu sigur í orrustunni við Adwalton Moor og náðu yfirráðum í Yorkshire.
- 1688 - Nokkrir háttsettir Englendingar buðu Vilhjálmi af Óraníu og Maríu konu hans aðstoð við að setja föður hennar Jakob 2. frá völdum.
- 1742 - Sunnefumál: Hans Wium sýslumaður dæmdi systkinin Sunnefu Jónsdóttur og Jón Jónsson Sunnefubróður til dauða fyrir sifjaspell.
- 1856 - Jerome Napóleon prins, bróðursonur Napóleons Frakkakeisara, kom til Íslands á herskipi með fylgdarliði. Frakkar voru að reyna að fá heimild til verslunar, fiskvinnslu og útgerðar á Dýrafirði.
- 1862 - Eldgos hófst vestan Vatnajökuls og stóð í tvö ár. Eldstöðin heitir Toppgígar og hraunið sem rann heitir Tröllahraun.
- 1874 - Skólapiltar Lærða skólans mótmæltu atneskum stílum með því að halda brennu vestur á Melum.
- 1894 - Tower-brúin í London var vígð.
- 1908 - Gífurleg sprenging varð nærri Tunguskafljóti í Síberíu. Talið er að loftsteinn hafi hrapað þar til jarðar.
- 1910 - Laufey Valdimarsdóttir varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka stúdentsprófi frá Lærða skólanum í Reykjavík.
- 1934 - Nótt hinna löngu hnífa: Blóðugar hreinsanir fóru fram innan nasistaflokksins í Þýskalandi.
- 1946 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1952 - Sápuóperan Leiðarljós var fyrst sýnd í sjónvarpi.
- 1954 - Almyrkvi varð á sólu og sást best við suðurströnd Íslands. Varð þar myrkur í nokkrar mínútur og skinu stjörnur á himni sem um nótt. Næst mun almyrkvi sjást á Íslandi við vesturströndina þann 12. ágúst 2026.
- 1960 - Austur-Kongó fékk sjálfstæði frá Belgíu.
- 1964 - Norðurlandameistaramóti í handknattleik kvenna, sem haldið var í Reykjavík, lauk með sigri íslenska liðsins.
- 1968 - Kristján Eldjárn var kjörinn forseti Íslands.
- 1971 - Öll áhöfn geimfarsins Sojús 11 lést þegar loft lak út um gallaðan ventil.
- 1972 - Fyrstu hlaupasekúndunni var bætt við alheimstímann (UTC).
- 1974 - Alþingiskosningar voru haldnar. Þennan dag hófu fyrstu kvenlögregluþjónar á Íslandi störf í Reykjavík.
- 1974 - Alberta Williams King, móðir Martin Luther King, var myrt.
- 1977 - Suðaustur-Asíubandalagið (SEATO) var formlega lagt niður.
- 1984 - Elton John hélt hina frægu tónleika Night and Day Concert á Wembley.
- 1984 - John Turner varð forsætisráðherra Kanada.
- 1987 - Kanada tók upp eins dals mynt með mynd af himbrima.
- 1988 - Kaþólski erkibiskupinn Marcel Lefebvre skipaði fjóra biskupa í Écône í Sviss gegn vilja páfa.
- 1989 - Omar al-Bashir steypti Sadiq al-Mahdi af stóli í Súdan.
- 1990 - Efnahagskerfi Austur- og Vestur-Þýskalands voru sameinuð.
- 1990 - Kvennahlaup ÍSÍ var haldið í fyrsta sinn og var hlaupið á sex stöðum.
- 1990 - Keiludeild KR var stofnuð í Reykjavík.
- 1992 - Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, tók sæti í lávarðadeildinni með titilinn „barónessa af Kesteven“.
- 1993 - Heydər Əliyev varð forseti Aserbaísjan eftir valdarán.
- 1994 - Kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar, Bíódagar, var frumsýnd.
- 1996 - Radovan Karadžić sagði af sér sem forseti Bosníuserba og Biljana Plavšić tók við.
- 1997 - Bretar létu yfirráð yfir Hong Kong í hendur Kínverja.
- 1998 - Joseph Estrada varð forseti Filippseyja.
- 2000 - Edda - miðlun og útgáfa var stofnuð með samruna Máls og menningar og Vöku-Helgafells.
- 2000 - 9 létust og 26 slösuðust í troðningi á tónleikum Pearl Jam á Hróarskelduhátíðinni.
- 2002 - Brasilía sigraði Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla 2002 með 2-0 sigri á Þýskalandi. Ronaldo skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum.
Fædd
- 904 - Guo Wei, sem síðar varð keisari síðara Zhou-veldisins (d. 954).
- 1470 - Karl 8. Frakkakonungur (d. 1498).
- 1503 - Jóhann Friðrik, kjörfursti Saxlands (d. 1554).
- 1641 - Meinhard von Schomberg, þýskur herforingi (d. 1719).
- 1836 - Georg Berna, þýskur náttúrufræðingur (d. 1865).
- 1881 - Peter Petersen (Bíó-Petersen), danskur ljósmyndari sem var einn af upphafsmönnum kvikmyndasýninga á Íslandi.
- 1893 - Walter Ulbricht, þýskur stjórnmálamaður (d. 1973).
- 1899 - Jón Helgason, íslenskur prófessor, skáld og fræðimaður (d. 1986).
- 1911 - Sigurbjörn Einarsson, biskup Íslands (d. 2008).
- 1911 - Czesław Miłosz, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 2004).
- 1948 - Gunnlaugur M. Sigmundsson, íslenskur stjórnmálamaður og athafnamaður.
- 1955 - Egils Levits, lettneskur stjórnmálamaður.
- 1963 - Óskar Jónasson, íslenskur kvikmyndagerðarmaður.
- 1966 - Mike Tyson, bandarískur hnefaleikakappi.
- 1972 - Ramon Menezes, brasilískur knattspyrnumaður.
- 1973 - Jóhannes Loftsson, íslenskur aðgerðasinni.
- 1977 - Jóhann Gunnar Baldvinsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1984 - Johnny Leoni, svissneskur knattspyrnumaður.
- 1985 - Michael Phelps, bandarískur sundmaður.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|