Suðaustur-Asíubandalagið (enska: Southeast Asia Treaty Organization eða SEATO) voru alþjóðasamtök og varnarbandalag ríkja í Suðaustur-Asíu og bandalagsríkja þeirra sem varð til við undirritun Manilasáttmálans 8. september1954. Hugmyndin á bak við bandalagið var að skapa eins konar Atlantshafsbandalag í Suðaustur-Asíu gegn útbreiðslu kommúnisma á tímum Kalda stríðsins, en bandalagið var þó aldrei með sameiginegan herafla. Bandalagið var formlega lagt niður 30. júní1977.
Allar ákvarðanir SEATO þurftu einróma samþykki aðildarríkjanna. Bandaríkjamenn reyndu að virkja SEATO í Kambódíu og Víetnam en höfðu ekki erindi sem erfiði vegna andstöðu Frakka og Filippseyinga. Fljótlega eftir það leystist bandalagið upp.