Kapítalismi

Kauphöllin í New York árið 1963.

Kapítalismi eða auðvaldsskipulag er hagkerfi þar sem framleiðslutæki eru almennt í einkaeign og vinnandi fólk fær laun fyrir að selja vinnuafl sitt og vinna við þau. Verð á vörum og þjónustu, sparnaður, laun, fjárfestingar og framleiðsla ákvarðast oftast af markaðslögmálum. Þeir sem telja kapítalisma vera æskilegt hagkerfi eru oft kallaðir auðvaldssinnar eða auðhyggjumenn. Stundum eru þeir kallaðir kapítalistar, þótt það orð eigi strangt til tekið við fólk sem lifir á arðinum af eignum sínum, atvinnutækjum, fasteignum eða fjármagni.

Sumir fræðimenn telja að rétt sé að nefna mörg hagkerfi sem kenna sig við kapítalisma, t.d. hin norrænu velferðarríki, blönduð hagkerfi vegna þess hversu stórt hlutverk ríkið leikur í efnahagnum og eignarhald þess sé annars eðlis en einkaeignarhald. Aðrir álíta að í þjóðfélagi þar sem hagkerfið er á annað borð kapítalískt, sé ríkiseign eða ríkisrekstur ekki annars eðlis í sjálfu sér, heldur önnur útfærsla á kapítalískum rekstri.

Saga kapítalismans

Kapítalismi þróaðist upp úr viðskiptum kaupmanna og iðnaðarmanna í Vestur- og Mið-Evrópu á miðöldum, við það að efnaðir kaupmenn fóru að sniðganga iðngildi í borgum og fá í staðinn sveitafólk til að vinna vörur með t.d. vefnaði og spuna. Kaupmennirnir lögðu til verkfærin og hráefnin og sveitafólkið fékk peninga, sem það sá annars sjaldan, í skiptum fyrir vinnuafl sem var ódýrara en vinnuafl iðnaðarmannanna. Þessir framleiðsluhættir grófu undan iðngildunum, og með tímanum fóru efnamennirnir að safna verkfærum og hráefnum saman á einum stað, þangað sem verkamennirnir svo komu til að vinna við þau. Þannig náðist meiri hagkvæmni í framleiðslunni og stórir vinnustaðir urðu til. Mennirnir sem unnu á þessum verkstæðum voru aðfluttir sveitamenn, sem sóttu í atvinnu í borgunum. Brottflutningur þeirra frá sveitunum olli spennu í lénskerfinu, og gróf undan bændaánauð og kvaðavinnu sem það byggðist á. Þannig hrörnuðu efnahagslegar undirstöður lénskerfisins, og valdastaða aðalsins um leið, samhliða því sem ný stétt kapítalista, borgarastéttin, varð til og styrktist smám saman í sessi.

Iðnaðarkapítalismi

Með iðnbyltingunni á 18. öld og fram á þá 19., urðu vatnaskil í sögu kapítalismans. Gufuknúnar vélar: spunavélar, vefstólar, vatnsdælur, myllur, eimreiðar, valsar, físibelgir, o.fl., juku framleiðni verkamanna til muna. Þessi nýja tækni gerði það kleift að hanna betri framleiðslutæki en áður höfðu þekkst. Efnaðir iðjuhöldar gátu frekar fjárfest í tækninýjungum, og þannig stuðlaði kapítalisminn að frekari þróun framleiðslutækja, og gerir enn.

Fjármálakapítalismi

Við fjárfestingar sínar nutu kapítalistar góðs af bankakerfinu, sem var að taka á sig mynd um svipað leyti og iðnaðarkapítalisminn, en þar gátu þeir fengið fjármagn lánað til að koma sér upp framleiðslutækjum. Bankakerfið þróaðist yfir í að verða sjálfstæð grein af kapítalismanum, fjármálaauðvald (e. finance capital). Sérgrein þess er að taka hærri vexti af útlánum sem það veitir heldur en það gefur af innlánum sem það tekur við. Í bankakerfinu og á fjármálamörkuðum er meðal annars verslað með gjaldmiðla, verðbréf, afleiður og önnur flókin fjármálatæki, sem flest grundvallast á væntingar um framtíðargróða af fjárfestingum.

Einkenni og tilbrigði við þau

Kapítalískt hagkerfi hefur nokkur sterk einkenni: Einkaeignarhald á framleiðslutækjum og auðlindum; markaðshagkerfi; arðrán; samþjöppun eigna og kreppu.

Einkaeign

Einkaeign er langalgengasta form eignarhalds í kapítalisma. Þá á kapítalistinn framleiðslutæki og hráefni og ræður fólk til þess að vinna við framleiðslutækin og framleiða verðmæti úr hráefnum með vinnu sinni. Einkaeignin er gjarnan í formi fyrirtækja sem geta verið í eigu margra kapítalista. Tilbrigði við einkaeign geta m.a. verið ríkiskapítalismi, þar sem ríkið rekur fyrirtæki á sama hátt og einkaaðilar, eða samvinnurekstur, þar sem hópur fólks rekur fyrirtæki í sameiningu og vinnur við það sjálft, en hefur samskipti við önnur fyrirtæki á markaðsgrundvelli.

Segja má að einkaeignin nái jafnframt til launafólksins. Öfugt við eldra hagskipulag býr það hvorki við beint þrælahald, bændaánauð, vistarbandátthagafjötra, og á sig því sjálft. Á þessu eru til undantekningar, til dæmis þrælahald í Suðurríkjum Bandaríkjanna á öndverðri 19. öld og þrælkunarbúðir í Þriðja ríkinu.

Markaður

Algengasta fyrirkomulag kapítalista til þess að skiptast á verðmætum — hráefnum, tækjum, unnum vörum eða vinnuafli — er að gera það á markaði. Á markaði reynir hver og einn að fá eins mikið og hann getur í skiptum fyrir eins lítið og hann getur, og þar gilda lögmál framboðs og eftirspurnar. Markaðsfyrirkomulag er þó ekki algilt; til dæmis þekktist hjá fasistum í Evrópu 20. aldar að grípa til kapítalísks hálf-ríkisrekins áætlunarbúskapar með korporatískum aðferðum.[heimild vantar]

Hagnaður

Í kapítalísku hagkerfi lifa flestir á því að selja kapítalistum vinnu sína í formi tíma, erfiðis, orku og hugvits, en þiggja í staðinn laun fyrir. Kapítalistinn sækist eftir að fá meira í sinn hlut en hann lætur af hendi, þ.e. hagnað (arð) og því heldur hann eftir hluta af verðmætunum sem launamaðurinn býr til með vinnu sinni. Kapítalisti réttlætir slíkt fyrirkomulag með vísan til þess að hann á eða ræður yfir framleiðslutækjum og ber því fjárhagslega ábyrgð á þeim og tekur áhættu með því að reka þau. Í marxískum fræðum er talað um arðrán og að launafólk sé arðrænt þegar það gangi að þessum kostum, enda sé því nauðugur einn kostur í kapítalísku samfélagi.

Samþjöppun eigna

Innan kapítalískra framleiðsluhátta gætir sterkrar tilhneigingar til þess að eignir safnist á fáar hendur. Annars vegar veldur því arðránið, sem er fjallað um að ofan, að menn græða peninga á því að eiga framleiðslutæki og ráða sér launafólk, og gróðanum geta þeir varið í ný framleiðslutæki eða önnur verðmæti. Hins vegar keppa kapítalistar hverjir við aðra í ódýrri framleiðslu: Hagkvæmari framleiðsluhættir keppa þá óhagkvæmari út af markaðnum með því að geta boðið lægra verð fyrir vörur og þjónustu. Þetta nefnast hlutfallsyfirburðir, eiginleikar sem breski hagfræðingurinn David Ricardo bar kennsl á í áhrifamikilli bók sem kom út 1817. Þegar tvö fyrirtæki keppa á sama markaði og annað nær forskoti sem hitt vinnur ekki upp, þá verður það gjarnan gjaldþrota sem verr gengur, eða þá að það sem betur gengur kaupir það. Í báðum tilfellum stækkar það fyrirtæki sem er rekið á hagkvæmari hátt markaðshlutdeild sína og eigendurnir hagnast.

Kreppa

Kapítalísk hagkerfi ganga reglubundið í gegn um kreppur. Þær eru af ýmsu tagi, en meðal þeirra helstu eru fjármálakreppa og offramleiðslukreppa. Fjármálakreppur verða þegar hagnaður af fjárfestingum og verðbréfaviðskiptum minnkar, og ávöxtunartækifærum fækkar. Þá halda fjárfestar að sér höndum, eftirspurn eftir eignum minnkar vegna minnkandi gróðavonar, verðið fellur og fleiri fjárfestar draga fé sitt út af markaðnum. Offramleiðslukreppur verða þannig að framleiðslan mettar markaðinn og framboðið fer fram úr eftirspurninni. Til þess að reyna að halda sínum hlut óskertum reynir hvert fyrirtæki að framleiða sig út úr vandanum eða hagræða hjá sér til að bæta stöðu sína. Hagræðingin getur falist í einföldum uppsögnum eða fjárfestingu í betri framleiðslutækjum, sem minnka þörfina fyrir vinnuafl. Eftir því sem fleiri missa vinnuna, minnkar kaupmáttur neytenda til að kaupa vörur og þar með minnkar eftirspurnin, rekstur fyrirtækjanna verður erfiðari og sum verða gjaldþrota. Í hagkerfi þar sem hver er öðrum háður veldur þetta keðjuverkun sem leiðir til almennrar kreppu.

Gagnrýni á kapítalisma

Margir hafa orðið til þess að gagnrýna kapítalisma. Þeirra frægastur er líklega Karl Marx, sem skilgreindi og greindi hann í grundvallarriti sínu Auðmagninu, og fleiri ritum. Auk einfaldrar greiningar, rakti hann marga þá meinbugi sem hann sá á hagkerfi kapítalismans og spáði því að það yrði á endanum sjálfu sér verst, hvað sem réttlæti og ranglæti liði. Hann áleit að innbyggðar mótsetningar mundu á endanum knésetja kerfið og að samkvæmt lögmálum sögunnar hlyti vinnandi fólk (öreigastéttin) að taka völdin í sínar hendur. Þrátt fyrir margar tilraunir hefur þetta hvergi heppnast fram til þessa.

Aðrir hafa einkum gagnrýnt kapítalismann fyrir ranglæti, misrétti og rányrkju. Sumir telja að hægt sé að setja lög og reglugerðir sem haldi óæskilegum hliðum kapítalismans í skefjum. Aðrir telja að lög og reglugerðir haldi ekki slæmu hliðunum heldur þeim góðu í skefjum. Þá eru þeir til sem telja að ekkert dugi annað en allsherjar afnám kapítalismans, og loks þeir sem telja að hægt sé að láta kraftinn í hagkerfi kapítalismans „draga áfram“ velferðarkerfi og aðra samneyslu og vera þannig öllu samfélaginu til blessunar.

Breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes sagði að kapítalismi væri „sú ótrúlega trú að ótrúlegustu menn myndu gera ótrúlegustu hluti á stórkostlega betri hátt öllum til góða.“[heimild vantar]

Tengt efni

Read other articles:

PripyatПри́п'ять (bahasa Ukraina), При́пять (bahasa Rusia) Lambang kebesaranNegara UkrainaOblast KievRaionKota di bawah oblastDidirikan1970Diresmikan1979Pemerintahan • AdministrasiZona alienasiPopulasi (2001) • Total2.000Zona waktuUTC+2 (EET) • Musim panas (DST)UTC+3 (EEST)Kode pos-Kode area telepon+380 4499[1] Pripyat ([При́п'ять, Pryp'yat’] Error: {{Lang-xx}}: text has italic markup (help); [При́пять, Pr...

 

Bagian dalam sebuah kantor pos. Gedung Pos Ibukota dengan patung pak pos beserta sepedanya di kantor pos Pasar Baru. Kantor pos adalah fasilitas fisik tidak bergerak untuk melayani penerimaan, pengumpulan, penyortiran, transmisi, dan pengantaran surat dan paket pos. Kantor pos menjual benda-benda pos dan filateli, seperti prangko, kartu pos, amplop, dan perlengkapan untuk membungkus paket. Di beberapa negara, kantor pos berfungsi sebagai tempat penerimaan aplikasi paspor, pengiriman wesel pos...

 

Astronomical theory about the Solar System Star formation Object classes Interstellar medium Molecular cloud Bok globule Dark nebula Young stellar object Protostar Pre-main-sequence star T Tauri star Herbig Ae/Be star Herbig–Haro object Theoretical concepts Accretion Initial mass function Jeans instability Kelvin–Helmholtz mechanism Nebular hypothesis Planetary migration vte The nebular hypothesis is the most widely accepted model in the field of cosmogony to explain the formation and evo...

Demi Lovato Summer Tour 2012Tur {{{type}}} oleh Demi LovatoPoster Konser Tur Demi Lovato Summer Tour 2012UnbrokenMulai12 Juni 2012Berakhir30 September 2012Putaran2Penampilan25Kronologi konser Demi Lovato A Special Night With Demi Lovato(2011-13) Demi Lovato Summer Tour 2012(2012) The Neon Lights Tour(2014) Demi Lovato Summer Tour 2012 adalah konser tur artis Amerika Serikat, Demi Lovato. Tur dimulai dari tanggal 12 Juni 2012 sampai 1 September 2012 Latar Belakang Demi Lovato Summer Tour 2012 ...

 

Artikel ini perlu diwikifikasi agar memenuhi standar kualitas Wikipedia. Anda dapat memberikan bantuan berupa penambahan pranala dalam, atau dengan merapikan tata letak dari artikel ini. Untuk keterangan lebih lanjut, klik [tampil] di bagian kanan. Mengganti markah HTML dengan markah wiki bila dimungkinkan. Tambahkan pranala wiki. Bila dirasa perlu, buatlah pautan ke artikel wiki lainnya dengan cara menambahkan [[ dan ]] pada kata yang bersangkutan (lihat WP:LINK untuk keterangan lebih lanjut...

 

Questa voce sull'argomento calciatori brasiliani è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Segui i suggerimenti del progetto di riferimento. Alexandre Negri Nazionalità  Brasile Altezza 183 cm Peso 78 kg Calcio Ruolo Portiere Termine carriera 2018 Carriera Squadre di club1 2000-2004 Ponte Preta? (-?)2004 Ajaccio? (-?)2004-2005 FCU Craiova? (-?)2005-2006 Fortaleza? (-?)2006-2007 Arīs Salonicco1 (-2)2007-2009 A...

OUP-16 Names IUPAC name 1-cyano-3-[[(2R,5R)-5-(1H-imidazol-5-yl)oxolan-2-yl]methyl]-2-methylguanidine Identifiers CAS Number 1038917-11-1 N 3D model (JSmol) Interactive image ChEMBL ChEMBL321860 Y ChemSpider 24817698 Y PubChem CID 10106063 InChI InChI=1S/C11H16N6O/c1-13-11(16-6-12)15-4-8-2-3-10(18-8)9-5-14-7-17-9/h5,7-8,10H,2-4H2,1H3,(H,14,17)(H2,13,15,16)/t8-,10-/m1/s1Key: CCOQWVUQXNRKKP-PSASIEDQSA-N SMILES CN=C(NC[C@H]1CC[C@@H](O1)C2=CN=CN2)NC#N Properties Chemical form...

 

Association football club in England Football clubLeek County School Old BoysFull nameLeek County School Old Boys Football ClubNickname(s)The Old BoysFounded1945GroundPointon Park, LeekChairmanSteve RutterManagerDan HydeLeagueStaffordshire County Senior League Premier Division2022–23Staffordshire County Senior League Premier Division, 4th of 18 Home colours Away colours Leek County School Old Boys Football Club (usually shortened to Leek CSOB) is a football club based in Leek, Staffordshire...

 

Wood panel product made from solid-sawn lumber This article may be too technical for most readers to understand. Please help improve it to make it understandable to non-experts, without removing the technical details. (April 2023) (Learn how and when to remove this message) CLT-plate with three layers made from spruce Cross-laminated timber (CLT) is a subcategory of engineered wood[1] with panel product made from gluing together at least three layers[2] of solid-sawn lumber (i...

Chronologies Données clés 2017 2018 2019  2020  2021 2022 2023Décennies :1990 2000 2010  2020  2030 2040 2050Siècles :XIXe XXe  XXIe  XXIIe XXIIIeMillénaires :Ier IIe  IIIe  Chronologies géographiques Afrique Afrique du Sud, Algérie, Angola, Bénin, Botswana, Burkina Faso, Burundi, Cameroun, Cap-Vert, République centrafricaine, Comores, République du Congo, République démocratique du Congo, Côte d'Ivoire, Djibouti, Égypte, �...

 

Questa voce o sezione sull'argomento centri abitati della Spagna non cita le fonti necessarie o quelle presenti sono insufficienti. Puoi migliorare questa voce aggiungendo citazioni da fonti attendibili secondo le linee guida sull'uso delle fonti. Segui i suggerimenti del progetto di riferimento. Calzada de Oropesacomune Calzada de Oropesa – Veduta LocalizzazioneStato Spagna Comunità autonoma Castiglia-La Mancia Provincia Toledo TerritorioCoordinate39°53′53.16″N 5°...

 

Sebuah ilustrasi dari buku masak abad pertengahan Keledai dan Babi adalah salah satu Fabel Aesop (Perry Index 526) yang tak pernah diadopsi di Dunia Barat namun memiliki varian-varian Timur yang masih populer. Pengajaran umumnya adalah bahwa hidup gambang dan mencari nasib baik dari pihak lain menimbulkan ancaman bagi kesejahteraan mereka. Variasi Timur dan Barat Versi Latin terawal dari kisah tersebut adalah sebuah puisi karya Faedrus dan berkisah tentang seekor babi yang makan jelai sampai ...

Xerxes I tentara Ionia sekitar tahun 470 SM Suku Ionia (Yunani: Ἴωνες, Íōnes) adalah satu dari empat suku utama yang merupakan leluhur bangsa Yunani,[1] tiga suku lainnya adalah suku Doria, suku Aiolia, dan suku Akhaia. dialek Ionia sendiri menjadi salah satu dari tiga dialek utama dalam bahasa Yunani di Yunani kuno, bersama dengan dialek Doria dan dialek Aiolia. Di Yunani Klasik, suku Ionia dapat merujuk pada beberapa pengertian. Dalam arti sempit, suku Ionia adalah pengh...

 

List of events ← 1863 1862 1861 1864 in Japan → 1865 1866 1867 Decades: 1840s 1850s 1860s 1870s 1880s See also:Other events of 1864History of Japan  • Timeline  • Years Events from the year 1864 in Japan. Incumbents Emperor: Kōmei Events August 20 - Kinmon incident Births October 8 – Kikunae Ikeda, chemist (d. 1936)[1] Deaths vteYears in Japan (538–present)Asuka period (538–710) 646 660 684 703 Nara period (710–794) 721 729 737 ...

 

Series of demonstrations in Chicago in 1965–1966 Chicago Freedom MovementPart of the Civil Rights MovementDate1965–1966 (2 years)LocationChicago, IllinoisCaused by De facto racial segregation in education, housing, and employment SCLC's establishment of a campaign in the Northern United States Resulted in Freedom Sunday rally and Chicago City Hall march led by Martin Luther King Jr. in 1966 Chicago branch of Operation Breadbasket established in 1966 Summit Agreement produced on August 26,...

Lake in the state of South Dakota, United States Lake Andes National Wildlife RefugeIUCN category IV (habitat/species management area)Show map of South DakotaShow map of the United StatesLocationCharles Mix County, South Dakota, United StatesNearest cityLake Andes, SDCoordinates43°10′58″N 98°26′49″W / 43.18278°N 98.44694°W / 43.18278; -98.44694Area5,638 acres (22.81 km2)Established1936Governing bodyU.S. Fish and Wildlife ServiceWebsiteLake Andes ...

 

2011–2020 insurgency in southern Sudan Sudanese conflict in South Kordofan and Blue NilePart of Sudanese Civil WarsJustice and Equality Movement fighters, 2011Date5 June 2011 (2011-06-05) – 31 August 2020 (8 years, 8 months, 2 weeks and 3 days)LocationSouth Kordofan and Blue Nile in SudanSpillover into South Sudan[3]Result Stalemate Comprehensive peace agreement signed between rebel groups and the transitional governmentBelligerents  Sudan S...

 

Canadian politician James Henthorne ArgueMember of the Legislative Assembly of Manitoba for AvondaleIn office1899–1914 Personal detailsBorn(1848-06-02)June 2, 1848IrelandDiedMarch 4, 1927(1927-03-04) (aged 78)Vancouver, British ColumbiaChildrenJames O. Argue James Henthorne Argue (2 June 1848 – 4 March 1927[1]) was a politician in Manitoba, Canada. He served in the Legislative Assembly of Manitoba from 1899 to 1914, as a member of the Conservative Party. Argue was born in...

Cooperative in NY, United StatesCleburne BuildingEastern end, on BroadwayAlternative names924 West End AvenueGeneral informationTypeCooperativeArchitectural styleArts and Crafts MovementAddressWest End Avenue and 105th StreetTown or cityNew York, NYCountryUnited StatesCoordinates40°48′04″N 73°58′08″W / 40.8011°N 73.9688°W / 40.8011; -73.9688Construction started1912Completed1913OwnerHarry SchiffTechnical detailsStructural systemSkyscraperFloor count13Design...

 

Peta wilayah Komune Costacciaro (merah) di Provinsi Perugia (emas), Umbria, Italia. Costacciaro komune di Italia Costacciaro (it) Tempat Negara berdaulatItaliaDaerah di ItaliaUmbraProvinsi di ItaliaProvinsi Perugia NegaraItalia Ibu kotaCostacciaro PendudukTotal1.058  (2023 )GeografiLuas wilayah41,06 km² [convert: unit tak dikenal]Ketinggian567 m Berbatasan denganFabriano (en) Sassoferrato (en) Scheggia e Pascelupo Sigillo Gubbio Informasi tambahanKode pos06021 Zona waktuUTC+1 UTC+2...