28. mars - Ítalska strandgæsluskipið Sibilla sigldi á albanska vélskipið Katër i Radës með 120 flóttamenn um borð með þeim afleiðingum að 80 þeirra drukknuðu.
27. maí - Ný lög um fjárreiðuríslenska ríkisins voru samþykkt. Þau færðu reikningsskil ríkisstofnana og ríkisins í heild nær því sem tíðkast hjá fyrirtækjum. Sama ár skilaði ríkissjóður afgangi í fyrsta sinn í mörg ár.
27. maí - Skýstrokkur gekk yfir bæinn Jarrell í Texas með þeim afleiðingum að 27 íbúar bæjarins fórust.
7. júní - Tölvunotandi með notandanafnið _eci gaf út kóða hugbúnaðar sem var síðar þekktur sem WinNuke.
10. júní - Leiðtogi rauðu kmeranna, Pol Pot, fyrirskipaði aftöku varnarmálaráðherra síns, Son Sen, og 11 fjölskyldumeðlima rétt áður en hann flúði sjálfur úr fylgsni sínu í norðurhluta Kambódíu.
7. ágúst - Sprengja sprakk á Stokkhólmsleikvanginum en enginn slasaðist. Hópur sem mótmælti umsókn Svía um að halda Ólympíuleikana 2004 stóð á bak við sprenginguna.
25. ágúst - Síðasti leiðtogi Austur-Þýskalands, Egon Krenz, var dæmdur í 6 og hálfs árs fangelsi vegna morða á fólki sem reyndi að komast yfir Berlínarmúrinn á tímum Kalda stríðsins.
2. október - Mikið hneykslismál kom upp þegar í ljós kom að þéttiefni sem notað var í Hallandsås-göngunum í Svíþjóð gaf frá sér eiturefni sem barst í grunnvatn.