Palestínuríki

Palestínuríki
دولة فلسطين‎
Dawlat Filastin
Fáni Palestínuríkis Skjaldarmerki Palestínuríkis
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Fida'i
Staðsetning Palestínuríkis
Höfuðborg Jerúsalem (yfirlýst)
Ramallah
Opinbert tungumál arabíska
Stjórnarfar Þingræði

Forseti Mahmúd Abbas (محمود عباس)
Forsætisráðherra Mohammad Mustafa (محمد مصطفى)
Stofnun
 • Yfirlýst 15. nóvember 1988 
 • Áheyrnaraðild að Sþ 29. nóvember 2012 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
163. sæti
6.020 km²
3,5
Mannfjöldi
 • Samtals (2020)
 • Þéttleiki byggðar
121. sæti
5.159.076
731/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 26,479 millj. dala
 • Á mann 5.795 dalir
VÞL (2019) 0.708 (115. sæti)
Gjaldmiðill jórdanskur dínar
egypskt pund
ísraelskur sjekel
Tímabelti UTC+2 (+3 á sumrin)
Þjóðarlén .ps
Landsnúmer +970

Palestínuríki (arabíska: دولة فلسطين‎, Dawlat Filastin) er ríki sem var stofnað árið 1988 í útlegð af tveimur samtökum Palestínumanna, Frelsissamtökum Palestínu (PLO) og Þjóðarráði Palestínumanna (PNC) með Sjálfstæðisyfirlýsingu Palestínu. Á þeim tíma réði PLO ekki yfir neinu landsvæði í Palestínu. Nú gera samtökin tilkall til Heimastjórnarsvæða Palestínumanna (Vesturbakkinn og Gasaströndin) og vilja gera Jerúsalem að höfuðborg. Öll þessi svæði hafa verið hernumin af Ísraelsher frá því í Sex daga stríðinu 1967.

Á fundi Arababandalagsins 1974 var því lýst yfir að PLO væri eini lögmæti fulltrúi Palestínumanna sem ættu rétt á stofnun sjálfstæðs ríkis með hraði. Sama ár varð PLO áheyrnarfulltrúi á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Eftir sjálfstæðisyfirlýsinguna 1988 féllust Sameinuðu þjóðirnar á að nota heitið „Palestína“ í stað PLO. Þetta jafngilti þó ekki viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu eða stjórn PLO. Í Oslóarsamkomulaginu 1993 féllst Ísrael á að PLO kæmu fram fyrir hönd Palestínumanna gegn því að PLO hafnaði hryðjuverkum og viðurkenndi tilverurétt Ísraelsríkis. Í kjölfarið myndaði PLO Heimastjórn Palestínumanna sem réði sumum málum á Gasaströndinni og Vesturbakkanum. Þegar Hamassamtökin tóku yfir stjórn Gasastrandarinnar klofnaði þetta ríki í tvennt.

Flest ríki heims, utan Vesturlanda, hafa viðurkennt Palestínuríki opinberlega. Ísland varð fyrsta land í Norður-Evrópu að viðurkenna Palestínuríki 29. nóvember 2011.[1] Þann 29. nóvember 2012 samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að gera Palestínu að áheyrnarríki í stað áheyrnarfulltrúa. Þar með er staða Palestínu innan Sameinuðu þjóðanna jafngild stöðu Vatíkansins. Sama ár var ákveðið að heiti ríkisins innan Sameinuðu þjóðanna skyldi vera „Palestínuríki“. Mörg ríki sem ekki hafa viðurkennt Palestínuríki viðurkenna samt PLO sem fulltrúa „Palestínumanna“ eða palestínsku þjóðarinnar.

Heitið

Nafnið Palestína er heiti sem Rómverjar notuðu yfir skattlönd sín við botn Miðjarðarhafs. Nafnið kemur frá Filisteum. Bæði fyrr og síðar bar þetta svæði og hlutar þess ýmis önnur nöfn eins og Kanansland, Stór-Ísrael, Júdea, Landið helga, Stór-Sýrland, Retjenu og Síon. Þegar Bretar unnu þetta landsvæði af Tyrkjaveldi 1918 fengu þeir umboð Þjóðabandalagsins til að stjórna Bresku Palestínu. Heitið Palestína náði þannig yfir núverandi Ísrael, Vesturbakkann og Gasaströndina.

Landfræði

Heimastjórnarsvæði Palestínumanna eru hluti Botnalanda. Gasaströndin á strönd að Miðjarðarhafi í vestri, Egyptalandi í suðri og Ísrael í norðri og austri. Vesturbakkinn á landamæri að Jórdaníu í austri og Ísrael í norðri, suðri og vestri. Hólmlendurnar tvær snertast því hvergi þar sem Ísrael skilur á milli þeirra. Þetta land er í 163. sæti yfir lönd eftir stærð.[2][3][4]

Palestínuríki stendur frammi fyrir mörgum umhverfisáskorunum. Á Gasaströndinni glímir fólk við eyðimerkurmyndun, saltmengun ferskvatns, meðferð skólps og vatnsborna sjúkdóma, jarðvegseyðingu og eyðingu og mengun vatnsforðabúra neðanjarðar. Vesturbakkinn glímir við mörg svipuð vandamál. Þótt ferskvatn sé þar til í miklu meira mæli er aðgangur að því takmarkaður vegna deilna um yfirráð yfir landinu.

Stjórnmál

Stjórnsýslueiningar

Palestínuríki er skipt í 16 landstjóraumdæmi.

Nafn Stærð (km2)[5] Íbúar Íbúar á km2) Muhafazah (höfuðstaður)
Jenin 583 311.231 533,8 Jenin
Tubas 402 64.719 161,0 Tubas
Tulkarm 246 182.053 740,0 Tulkarm
Nablus 605 380.961 629,7 Nablus
Qalqiliya 166 110.800 667,5 Qalqilya
Salfit 204 70.727 346,7 Salfit
Ramallah & Al-Bireh 855 348.110 407,1 Ramallah
Jeríkó & Al Aghwar 593 52.154 87,9 Jeríkó
Jerúsalem 345 419.108a 1214,8a Jerúsalem (de jure)
Betlehem 659 216.114 927,9 Betlehem
Hebron 997 706.508 708,6 Hebron
Norður-Gasa 61 362.772 5947,1 Jabalya
Gasa 74 625.824 8457,1 Gasaborg
Deir Al-Balah 58 264.455 4559,6 Deir al-Balah
Khan Yunis 108 341.393 3161,0 Khan Yunis
Rafah 64 225.538 3524,0 Rafah

a. Tölurnar um Jerúsalem innihalda hina hernumdu Austur-Jerúsalem með ísraelskum íbúum þar.

Kort af ísraelskum landnemabyggðum á Vesturbakkanum.

Landstjóraumdæmin á Vesturbakkanum eru flokkuð í þrjú svæði samkvæmt Oslóarsamkomulaginu. Svæði A er 18% af Vesturbakkanum og heyrir undir heimastjórn Palestínumanna.[6][7] Svæði B er 22% af Vesturbakkanum og heyrir undir borgaralega stjórn Palestínumanna og sameiginlega öryggisstjórn Ísraels og Palestínuríkis.[6][7] Svæði C, fyrir utan Austur-Jerúsalem, er 60% af Vesturbakkanum og heyrir undir borgaralega stjórn Ísraels, nema hvað stjórn Palestínuríkis sér 150.000 Palestínumönnum á svæðinu fyrir menntun og heilbrigðisþjónustu.[6] Meira en 99% af Svæði C er lokað Palestínumönnum.[8] Um 330.000 Ísraelsmenn búa í landnemabyggðum á Svæði C.[9] Þótt herlög gildi á Svæði C eru Ísraelar sem þar búa dæmdir af borgaralegum dómstólum.[10]

Austur-Jerúsalem er hluti af Jerúsalemumdæmi í Ísrael. Palestínuríki gerir tilkall til svæðisins sem Jerúsalemumdæmis í Palestínu. Ísrael lagði Austur-Jerúsalem undir sig og innlimaði árið 1967 með því að setja hana undir ísraelska lögsögu samkvæmt lögum frá 1948. Þessi innlimun hefur verið staðfest með breytingu á grunnlögum Ísraels árið 1980,[6] en hún hefur ekki verið viðurkennd af neinu öðru landi.[11] Árið 2010 voru um 60% af 456.000 íbúum Austur-Jerúsalem Palestínumenn og um 40% Ísraelsmenn.[6][12] Síðustu ár hefur öryggisgirðingin á Vesturbakkanum í reynd innlimað tugþúsundir Palestínumanna með ísraelsk nafnspjöld inn í Vesturbakkann, þannig að Ísraelsmenn í Austur-Jerúsalem innan girðingar eru orðnir að litlum minnihluta.[heimild vantar]

Tilvísanir

  1. „Samþykktu að viðurkenna fullveldi Palestínu“. Sótt 2011.
  2. „Table 3, Population by sex, annual rate of population increase, surface area and density“ (PDF). Demographic Yearbook. United Nations Statistics Division. 2012. Afrit af uppruna á 15. október 2017. Sótt 28. janúar 2018.
  3. „UNdata | country profile | State of Palestine“. data.un.org.
  4. „State of Palestine Population (2020) – Worldometer“. www.worldometers.info.
  5. „Palestine“. GeoHive. Johan van der Heyden. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júlí 2014. Sótt 3. október 2015.
  6. 6,0 6,1 6,2 6,3 6,4 Zahriyeh, Ehab (4. júlí 2014). „Maps: The occupation of the West Bank“. Al Jazeera America. Al Jazeera Media Network. Afrit af uppruna á 16. júlí 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
  7. 7,0 7,1 Gvirtzman, Haim. „Maps of Israeli Interests in Judea and Samaria“. Bar-Ilan University. Afrit af uppruna á 11. janúar 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
  8. „West Bank and Gaza – Area C and the future of the Palestinian economy“. World Bank Group. 2. október 2013. bls. 4. Afrit (PDF) af uppruna á 1. ágúst 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
  9. „Group: Israel Controls 42% of West Bank“. CBS News. CBS Interactive. Associated Press. 6. júlí 2010. Afrit af uppruna á 8. ágúst 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
  10. „Consideration of reports submitted by States parties under article 9 of the Convention“ (PDF). UN Committee on the Elimination of Racial Discrimination. 9. mars 2012. bls. 6. Afrit (PDF) af uppruna á 18. júlí 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
  11. Kelly, Tobias (maí 2009). Von Benda-Beckmann, Franz; Von Benda-Beckmann, Keebet; Eckert, Julia M. (ritstjórar). Laws of Suspicion:Legal Status, Space and the Impossibility of Separation in the Israeli-occupied West Bank. bls. 91. ISBN 978-0-7546-7239-5.
  12. „Jerusalem, Facts and Trends 2009/2010“ (PDF). Jerusalem Institute for Israel Studies. 2010. bls. 11. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. júlí 2014. Sótt 8. ágúst 2014.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Read other articles:

Gempa bumi Hokkaidō 2003 平成15年(2003年)十勝沖地震Kebakaran di TomakomaiKushiro Map showing the epicenter of the mainshockTampilkan peta HokkaidoGempa bumi Hokkaido 2003 (Jepang)Tampilkan peta JepangWaktu UTC2003-09-25 19:50:06ISC7134409USGS-ANSSComCatTanggal setempat26 September 2003Waktu setempat04:50Kekuatan8.3 Mw[1]Kedalaman27 km (17 mi)Episentrum41°47′N 143°52′E / 41.78°N 143.86°E / 41.78; 143.86Koordinat: 41°47′N 1...

 

Duta Besar Indonesia untuk EkuadorLambang Kementerian Luar Negeri Republik IndonesiaPetahanaAgung Kurniadisejak 14 September 2020KantorQuito, EkuadorDitunjuk olehPresiden IndonesiaPejabat perdanaSaut Maruli Tua GultomDibentuk2010[1]Situs webkemlu.go.id/quito/id Berikut adalah daftar diplomat Indonesia yang pernah menjabat Duta Besar Republik Indonesia untuk Ekuador: No. Foto Nama Mulai menjabat Selesai menjabat Diangkat oleh Ref. 1 Saut Maruli Tua Gultom 21 Desember 2011   S...

 

Halaman ini berisi artikel tentang filsafat sosial dan politik. Untuk partai politik Amerika Serikat, lihat Partai Republik (Amerika Serikat). Untuk ideologi dari partai tersebut, lihat Posisi politik Partai Republik. Amerika Serikat Artikel ini adalah bagian dari seri: Politik dan KetatanegaraanAmerika Serikat Pemerintah federal Konstitusi Pajak Parlemen Kongres DPR Ketua Pemimpin partai Distrik kongres Senat Presiden pro tempore Pemimpin partai Lembaga Kepresidenan Presiden Wakil Presiden K...

Un'incisione ritraente Jean-Jacques Burlamaqui. Jean-Jacques Burlamaqui (Ginevra, 24 giugno 1694 – Ginevra, 3 aprile 1748) è stato un filosofo, giurista e scrittore svizzero di lingua francese, noto per aver divulgato numerose idee di altri pensatori nel campo della filosofia del diritto naturale.[1] Indice 1 Biografia 2 Opere 2.1 Edizioni 3 Note 4 Bibliografia 5 Voci correlate 6 Altri progetti 7 Collegamenti esterni Biografia Jean-Jacques Burlamaqui nacque a Ginevra il 24 giugno 1...

 

Physical quantity of interest in chemistry and electrodynamics Beam of electrons moving in a circle in a Teltron tube, due to the presence of a magnetic field. Purple light is emitted along the electron path, due to the electrons colliding with gas molecules in the bulb. Mass-to-charge ratio of the electron can be measured in this apparatus by comparing the radius of the purple circle, the strength of the magnetic field, and the voltage on the electron gun. The mass and charge cannot be separ...

 

Bayanqoluᠪᠠᠶᠠᠨᠴᠢᠯᠠᠭᠤ巴音朝鲁 Sekretaris Partai Komunis JilinMasa jabatan31 Agustus 2014 – 20 November 2020WakilJing Junhai (Gubernur)PendahuluWang RulinPenggantiJing JunhaiGubernur JilinMasa jabatanDesember 2012 – September 2014PendahuluWang RulinPenggantiJiang Chaoliang Informasi pribadiLahirOktober 1955 (umur 68)Panji Depan Otog, Mongolia Dalam, TiongkokKebangsaanTiongkokPartai politikPartai Komunis TiongkokAnak2 putri[1]Alma...

Professional ice hockey team Cincinnati CyclonesCityCincinnati, OhioLeagueECHLConferenceWesternDivisionCentralFounded1995 (Current ECHL franchise)1992 (IHL franchise) 1990 (First ECHL franchise)Home arenaHeritage Bank CenterColorsRed, black, gray, white[1]       Owner(s)Nederlander EntertainmentGeneral managerKristin RoppHead coachJason PayneMediaDana GreyAffiliatesNew York Rangers (NHL)Hartford Wolf Pack (AHL)Websitecycloneshockey.comFranchise historyFirst EC...

 

此條目之中立性有争议。其內容、語調可能帶有明顯的個人觀點或地方色彩。 (2011年6月)加上此模板的編輯者需在討論頁說明此文中立性有爭議的原因,以便讓各編輯者討論和改善。在編輯之前請務必察看讨论页。 格奥尔基·季米特洛夫保加利亚共产党中央委员会总书记任期1948年8月—1949年7月2日前任自己(第一书记)继任维尔科·契尔文科夫保加利亚共产党中央委员会第一�...

 

2016年美國總統選舉 ← 2012 2016年11月8日 2020 → 538個選舉人團席位獲勝需270票民意調查投票率55.7%[1][2] ▲ 0.8 %   获提名人 唐納·川普 希拉莉·克林頓 政党 共和黨 民主党 家鄉州 紐約州 紐約州 竞选搭档 迈克·彭斯 蒂姆·凱恩 选举人票 304[3][4][註 1] 227[5] 胜出州/省 30 + 緬-2 20 + DC 民選得票 62,984,828[6] 65,853,514[6]...

Video game developer, part of Square Enix Luminous Productions Co., Ltd.Native name株式会社ルミナス・プロダクションRomanized nameKabushiki gaisha Ruminasu PurodakushonCompany typeSubsidiaryIndustryVideo gamesPredecessorSquare Enix Business Division 2FoundedMarch 27, 2018 (2018-03-27)FounderHajime TabataDefunctMay 1, 2023 (2023-05-01)FateMerged into Square EnixHeadquartersJapanKey peopleYosuke Matsuda (Studio Head)[1]Takeshi Aramaki (Vice P...

 

Wiring scheme for multiple devices For connecting computers, see Daisy chain (network topology). For other uses, see Daisy chain (disambiguation). A graphic representation of a daisy chain A daisy garland, a chain of daisy flowers A series of devices connected in a daisy chain layout In electrical and electronic engineering, a daisy chain is a wiring scheme in which multiple devices are wired together in sequence or in a ring,[1] similar to a garland of daisy flowers. Daisy chains may...

 

First Book of Samuel chapter 1 Samuel 4← chapter 3chapter 5 →The pages containing the Books of Samuel (1 & 2 Samuel) in Leningrad Codex (1008 CE).BookFirst book of SamuelHebrew Bible partNevi'imOrder in the Hebrew part3CategoryFormer ProphetsChristian Bible partOld TestamentOrder in the Christian part9 1 Samuel 4 is the fourth chapter of the First Book of Samuel in the Old Testament of the Christian Bible or the first part of the Books of Samuel in the Hebrew Bible.[1 ...

7-ма група сил спеціальних операцій армії США7th Special Forces Group (United States) Емблема 7-ї групи на беретНа службі 9 липня 1942 — 19451960 — по т.ч.Країна  СШАНалежність Сили спеціальних операцій СШАВид армія СШАТип Сили спеціальних операцій СШАРоль ведення спеціальних операційЧи...

 

Ismet HarmainiKebangsaan IndonesiaAlmamaterUniversitas AndalasPekerjaanProfesionalDikenal atas- Direktur Utama PT Tambang Batubara Bukit Asam- Komisaris PT Semen Padang Drs. Ismet Harmaini adalah seorang tokoh profesional Indonesia. Ia pernah menjabat sebagai Direktur Utama PT Bukit Asam (Persero) Tbk, sebuah perusahaan BUMN yang bergerak di bidang pertambangan batu bara di Tanjung Enim, Muara Enim, Sumatera Selatan[1] Ia juga pernah dipercaya sebagai Komisaris di PT Semen Padang, se...

 

Peta infrastruktur dan tata guna lahan di Komune Boulaincourt.  = Kawasan perkotaan  = Lahan subur  = Padang rumput  = Lahan pertanaman campuran  = Hutan  = Vegetasi perdu  = Lahan basah  = Anak sungaiBoulaincourt merupakan sebuah komune di departemen Vosges yang terletak pada sebelah timur laut Prancis. Lihat pula Komune di departemen Vosges Referensi INSEE lbsKomune di departemen Vosges Les Ableuvenettes Ahéville Aingeville Ainvelle Allarmont Ambacou...

Cycling exercise For the indoor bicycle sport with a format similar to ballet or gymnastics, see Artistic cycling. For the indoor bicycle sport with a format similar to football, see Cycle ball. For bicycle racing on banked indoor circuits, see Track cycling and Velodrome. Indoor cycling, often called spinning, is a form of exercise with classes focusing on endurance, strength, intervals, high intensity (race days) and recovery, and involves using a special stationary exercise bicycle with a ...

 

The EqualizerPoster rilis teatrikalSutradaraAntoine FuquaProduserTodd BlackJason BlumenthalDenzel WashingtonAlex SiskinSteve TischMace NeufeldTony EldridgeMichael SloanSkenarioRichard WenkBerdasarkanThe Equalizeroleh Michael SloanRichard LindheimPemeranDenzel WashingtonMarton CsokasChloë Grace MoretzDavid HarbourBill PullmanMelissa LeoPenata musikHarry Gregson-WilliamsSinematograferMauro FiorePenyuntingJohn RefouaPerusahaanproduksiVillage Roadshow PicturesEscape ArtistsDistributorColu...

 

طولة كلا طوله كلا  - قرية -  تقسيم إداري البلد إيران  [1] الدولة  إيران المحافظة مازندران المقاطعة مقاطعة آمل الناحية ناحية دابودشت القسم الريفي قسم دابوي الجنوبی الريفي إحداثيات 36°29′21″N 52°24′07″E / 36.48917°N 52.40194°E / 36.48917; 52.40194 السكان التعداد الس�...

Verlauf Der Migrationstreck von Zentralamerika bis zur Grenze zwischen Mexiko und den Vereinigten Staaten war ab Oktober 2018 ein Zug von mehreren tausend Migranten – vorwiegend Menschen aus der landlosen, vielfach indigenen Landbevölkerung – aus zentralamerikanischen Ländern wie El Salvador, Guatemala oder Honduras, die sich in Fußmärschen über bis zu 2000 km weit durch Mexiko in Richtung der US-amerikanischen Außengrenze bewegten zwecks Einwanderung in die Vereinigten Staaten...

 

1974 single by ABBAI've Been Waiting for YouSingle by ABBAfrom the album ABBA B-sideKing Kong SongReleased18 November 1974Recorded15 September 1974StudioGlen Studio, StockholmLength3:41LabelPolar MusicSongwriter(s)Benny AnderssonBjörn UlvaeusStig AndersonProducer(s)Benny AnderssonBjörn UlvaeusABBA singles chronology So Long (1974) I've Been Waiting for You (1974) I Do, I Do, I Do, I Do, I Do (1975) AudioI've Been Waiting For You on YouTube I've Been Waiting for You is a song recorded in 197...