Kaupmáttarjöfnuður (KMJ) er aðferð til að reikna út annars konar gengi milli gjaldmiðla tveggja landa. Kaupmáttarjöfnuður mælir hversu mikið hægt er að kaupa af vörum og þjónustu miðað við alþjóðlegan mælikvarða (venjulega Bandaríkjadal eða alþjóðadal) þar sem verðlag getur verið mjög breytilegt frá einu landi til annars.
Kaupmáttarjöfnuður er notaður við samanburð á lífsgæðum milli landa. Verg landsframleiðsla (VLF) er upphaflega reiknuð í gjaldmiðli þess lands, sem leiðir af sér að allur samanburður felur í sér að umreikna þarf miðað við gengi. Notkun raungengis er álitin óraunhæf þar sem það endurspeglar ekki ólíkt verðlag í löndunum sem borin eru saman. Munurinn á kaupmáttarjöfnuði og raungengi getur verið umtalsverður.
Skilgreining
KMJ er gengi sem er reiknað út frá jöfnuði kaupmáttar tiltekins gjaldmiðils miðað við annan gjaldmiðil. KMJ tekur mið af því að sum vara eins og fasteignir, þjónusta (t.d. heilbrigðisþjónusta) og þungar verðlitlar vörur (möl, korn) eru ýmist ekki hluti af viðskiptum milli landa eða eru með flutningskostnað sem eykur endanlegt verð þeirra umtalsvert. Verðmunur þessara vara kemur því ekki fram í raungenginu. Ólíkt „raun“-gengi sem ræður verði gjaldmiðla á hinum opinbera markaði er KMJ reiknaður út frá hlutfallslegu virði gjaldmiðils byggt á verði „innkaupakörfu“ sem hægt er að kaupa fyrir gjaldmiðilinn í því landi þar sem hann er notaður. Venjulega er horft á verð á mörgum vöruflokkum sem eru vegnir miðað við mikilvægi þeirra í hagkerfinu. Algengast er að reikna KMJ miðað við vöruverð á einhverju VLF-svæði, miðað við verð sambærilegrar vöru í Bandaríkjunum og komast þannig að gengi miðað við bandaríkjadal. Þegar VLF er þannig umreiknuð fæst betri mælikvarði á lífsgæði á tilteknum svæðum.
Dæmi
Verg landsframleiðsla á mann í Kína um það bil 1.400 bandaríkjadalir, en um 6.200 dalir ef byggt er á kaupmáttarjöfnuði. Í Japan er VLF á mann um það bil 37.600 dalir, en aðeins 31.400 dalir ef miðað er við KMJ.
Tengt efni