Fasteign

Fasteign er afmarkaður hluti lands og þau mannvirki sem varanlega eru við landið skeytt. Fasteign getur einnig verið afmarkaður eignarhluti í fjöleignarhúsi. Fasteign felur einnig í sér alla hluta hins afmarkaða lands, bæði lífræna og ólífræna.[1] Í eignarrétti er hugtakið lausafé notað fyrir allar þær eignir sem ekki teljast fasteignir. Í flestum löndum er gilda sérstakar reglur um opinbera skráningu á eignarhaldi fasteigna, t.d. með þinglýsingu, og einnig um kaup og sölu á fasteignum.

Meginreglan er sú að eigandi fasteignar hafi umráða- og hagnýtingarrétt yfir eign sinni svo lengi sem réttarreglur eða réttindi þriðja aðila setji honum ekki skorður.[2]

Vísanir

  1. 2. gr. laga um fasteignakaup nr. 40/2020
  2. Gaukur Jörundsson (1983). Eignarréttur I. Reykjavík. bls. 32.
  Þessi lögfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.