Vísitalan um þróun lífsgæða (VÞL) ber saman tekjur, heilsu, lífslíkur, læsi, menntun og lífsgæði landa um allan heim. Hún er notuð sem mælikvarði á velferð, sérstaklega velferð barna, og þróun landa. Hún er líka notuð til að mæla þau áhrif sem efnahagsstefna hefur á lífsgæði fólks. Vísitalan var þróuð árið 1990 af pakistanska hagfræðingnum Mahbub ul Haq og indverska hagfræðingnum Amartya Sen. Hugmyndin var að taka tillit til fleiri þátta en vergrar landsframleiðslu þegar lönd og tímabil eru borin saman. Hún hefur verið gagnrýnd fyrir að taka ekki tillit til ójöfnuðar innan landa.