28. febrúar - Bandarísk yfirvöld réðust inn á búgarð í Waco, Texas til að handtaka David Koresh. Fjórir opinberir starfsmenn og sex fylgismenn Koresh dóu í átökunum sem fylgdu. 51 dags langt umsátur um búgarðinn hófst.
21. apríl - Hæstiréttur í La Paz dæmdi Luis Garcia Meza, fyrrum einræðisherra Bólivíu, í 30 ára fangelsi fyrir morð, þjófnað, svik og stjórnarskrárbrot.
10. júní - Steinboginn yfir Ófærufoss í Eldgjá, sem lengi hefur gert garðinn frægan, var fallinn þegar ferðamannahópur kom að honum. Allt virtist í lagi með hann tveimur vikum áður.
11. júlí - Plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Debut, fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans er hún kom út, en Björk varð með þessu fyrst íslenskra listamanna til að komast inn á topp tíu.
5. nóvember - Fjöldi fólks beið án árangurs eftir því að geimverur myndu lenda við Snæfellsjökul klukkan 21:07, en þeim þóknaðist ekki að láta sjá sig.
20. nóvember - Greidd voru atkvæði um sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Tillögur voru um fækkun þeirra úr 196 í 43. Af 32 tillögum var aðeins ein samþykkt.
21. nóvember - Endurvarp hófst frá nokkrum erlendum sjónvarpsstöðvum í samvinnu við Stöð 2 undir heitinu Fjölvarp.
23. desember - Stærsti vinningur í sögu Lottósins fram að því var greiddur út til sjö manna fjölskyldu á Seltjarnarnesi og var fjárhæðin 61,9 milljónir króna.