Einar Olgeirsson

Einar Olgeirsson

Einar Baldvin Olgeirsson (14. ágúst 19023. febrúar 1993) var sonur Olgeirs Júlíussonar bakara og Solveigar Gísladóttur. Einar var stjórnmálamaður og var m.a. þingmaður Reykvíkinga. Hann var einn umdeildasti og um leið einhver áhrifamesti stjórnmálamaður síðustu aldar á Íslandi. Hann var annálaður mælskumaður og átti mikinn þátt í að fylgi sósíalista var lengi mun meira á Íslandi en í nágrannalöndunum. Einar kynntist kenningum marxista á námsárum sínum í Þýskalandi og var tryggur þeim kenningum alla sína stjórnmálatíð. En hann var um leið bæði mikill þjóðfrelsismaður og sá nauðsyn þess að vinna náið með öðrum stjórnmálaöflum. Átti Einar mestan þátt í sameiningu sósíalista og vinstri jafnaðarmanna í Sósíalistaflokknum á sínum tíma og seinna í Alþýðubandalaginu. Nýsköpunarstjórnin svo nefnda var einnig að miklu verk Einars. Þetta féll ekki alltaf í góða jörð hjá harðlínumönnum í röðum kommúnista og sósíalista, m.a. stóð til að reka Einar úr Kommúnistaflokknum fyrir „hægrivillu“ í upphafi fjórða áratugarins.

Fjölskylda

Einar kvæntist Sigríði Þorvarðsdóttur (fædd 31. júlí 1903, dáin 4. desember 1994). Þau áttu saman börnin Solveigu Kristínu (fædd 1939) og Ólaf Rafn (fæddan 1943).

Menntun

Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1921 og lagði stund á þýskar og enskar bókmenntir og tungu við Friedrich-Wilhelm Universität á árunum 1921 til 1924 en lauk ekki prófi.

Stjórnmál

Hann var kjörinn bæjarfulltrúi á Akureyri fyrir lista jafnaðarmanna í bæjarstjórnarkosningunum 1929. Varð síðar alþingismaður Reykvíkinga frá 1937-1967, sat á þingi 1937-1938 fyrir Kommúnistaflokkinn, Sósíalistaflokkinn 1938-1956 og og eftir það Alþýðubandalagið. Hann var einn stofnenda Kommúnistaflokks Íslands árið 1930 og var formaður Sósíalistaflokksins 1939-1968 og formaður þingflokks hans árin 1939 til 1962. Hann var og ritstjóri ýmissa blaða og tímarita, þar á meðal Þjóðviljans 1936 til 1941.

Stjórnun

Einar var forstjóri Síldareinkasölu Íslands 19281931 og forstjóri Íslensk-rússneska verslunarfélagsins hf. 19311935.

Hann var forseti Framtíðarinnar 1920[1], formaður Verkamannafélags Akureyrar 19281931, var í bæjarstjórn Akureyrar 19291931, var kosinn 1942 í málþingsnefnd um stjórnarskrármálið, í útvarpsráði 19431947 og í landsbankanefnd 19441955, í skilnaðarnefnd 1944, í þjóðhátíðarnefnd lýðveldisstofnunar 1944, í nýbyggingarráði 19441947, í raforkuráði, síðar orkuráði 19491953 og síðan 19581975. Kosinn 1955 í atvinnumálanefnd. Í Norðurlandaráði 19571963, í bankaráði Landsbankans 19571981, formaður þess 19731976 og í Rannsóknaráði ríkisins 19651967. Formaður Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn 19391968. Sat Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna 1967.

Ritstörf

Einar samdi nokkur rit:

Hann var einnig ritstjóri ritanna og dagblaðanna:

Tilvísanir

  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.


Fyrirrennari:
Gísli Bjarnason
Forseti Framtíðarinnar
(19201920)
Eftirmaður:
Thor Thors


Heimildir