18. ágúst
18. ágúst er 230. dagur ársins (231. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 135 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 684 - Orrustan um Marj Rahit: Múslimar unnu sigur á Abd Allah ibn al-Zubayr og tryggðu þannig yfirráð Úmajada yfir Sýrlandi.
- 1477 - María af Búrgund giftist Maximilían 1., síðar keisara hins Heilaga rómverska ríkis.
- 1685 - Loðvík 14. gaf út Fontainebleu-tilskipunina þar sem hann lýsti mótmælendatrú ólöglega og afnam þannig þau réttindi sem húgenottar höfðu fengið með Nantes-tilskipuninni 1598.
- 1786 - Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi ásamt Grundarfirði, Ísafirði, Akureyri, Seyðisfirði og Vestmannaeyjum. Þetta ár voru Íslendingar 38 þúsund, en Reykvíkingar töldust 167.
- 1786 - Konungleg auglýsing um afnám einokunarverslunar á Íslandi gefin út. Einokuninni lauk þó ekki fyrr en um áramótin 1787-1788.
- 1877 - Bandaríkjamaðurinn Asaph Hall uppgötvaði tunglið Fóbos.
- 1886 - Haldið var upp á afmæli Reykjavíkurkaupstaðar með samkomu á Austurvelli og samsæti á Hótel Íslandi. Bæjarbúar töldust vera 3540 og því var spáð að þeir yrðu tífalt fleiri árið 1986, en sá fjöldi náðist fyrir 1940.
- 1906 - Sambandsflokkurinn var stofnaður í Færeyjum.
- 1920 - Konur í Bandaríkjunum fengu kosningarétt.
- 1945 - Svavar Guðnason, listmálari, sýndi verk sín í Listamannaskálanum og var þetta fyrsta sýning á Íslandi þar sem öll verkin voru abstrakt.
- 1954 - Minnismerki um Skúla Magnússon landfógeta var afhjúpað í gamla kirkjugarðinum við Aðalstræti í Reykjavík. Guðmundur Einarsson frá Miðdal er höfundur verksins, sem Verslunarmannafélag Reykjavíkur gaf.
- 1957 - Á frjálsíþróttamóti í Reykjavík voru sett tvö Íslandsmet, sem bæði stóðu lengi. Hilmar Þorbjörnsson hljóp 100 metra á 10,3 sekúndum og Pétur Rögnvaldsson hljóp 110 metra grindahlaup á 14,6 sekúndum.
- 1960 - Fæðingarheimili Reykjavíkur tók til starfa.
- 1961 - Grasagarður Reykjavíkur var formlega opnaður.
- 1962 - Nýtt dagblað, Mynd, dagblað, óháð, ofar flokkum, hóf göngu sína í Reykjavík. Það kom út þar til 28. september sama ár.
- 1966 - Tekin var fyrsta skóflustunga að myndlistarhúsi á Miklatúni. Það gerði Jóhannes S. Kjarval og var húsið síðar nefnt Kjarvalsstaðir honum til heiðurs.
- 1971 - Ástralía og Nýja Sjáland hættu þátttöku í Víetnamstríðinu og drógu herlið sitt til baka.
- 1978 - Á eyjunni Cavallo hleypti Viktor Emmanúel af Savoja af skotum á eftir gúmmíbátaþjófum. Eitt skot hafnaði í 19 ára syni þýska auðkýfingsins Ryke Geerd Hamer sem svaf í bát þar nærri með þeim afleiðingum að hann lést. Viktor Emmanúel var síðar sýknaður af ákæru fyrir morð en dæmdur fyrir ólöglegan vopnaburð.
- 1983 - Fellibylurinn Alicia gekk yfir Texas. 22 létust og eignatjón var metið á 3,8 milljarða dala (á verðlagi ársins 2005).
- 1983 - Fimm létust og 18 særðust þegar Douglas Crabbe ók vörubíl inn á bar vegahótels við Uluru í Ástralíu.
- 1986 - Haldið var upp á 200 ára kaupstaðarafmæli Reykjavíkur. Talið var að 70 - 80 þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var. Þar var í boði stærsta terta, sem sögur fara af á Íslandi, 200 metra löng. Íslenska ríkið gaf Reykjavíkurborg Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju í afmælisgjöf. Flugeldasýning var rétt fyrir miðnættið.
- 1988 - Endurbótum lauk á Viðeyjarstofu og Viðeyjarkirkju.
- 1989 - Kólumbíski forsetaframbjóðandinn Luis Carlos Galán var myrtur í Bogotá.
- 1990 - Listaverkið Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason var afhjúpað við Sæbraut í Reykjavík.
- 1991 - Valdaránstilraunin í Sovétríkjunum 1991 hófst á því að valdaránsmenn hnepptu Mikhaíl Gorbatsjev í stofufangelsi á Krímskaga.
- 1992 - Maður grunaður um fíkniefnasölu var handtekinn í Mosfellsbæ og fundust 1,2 kílógrömm af kókaíni í bíl hans. Í aðgerð lögreglunnar varð lögreglumaður fyrir mjög alvarlegu slysi.
- 1992 - Forsætisráðherra Bretlands, John Major, tilkynnti um flugbannsvæðin yfir Írak til verndar Kúrdum.
- 1993 - Kapellbrücke, viðarbrú frá 14. öld í Luzern í Sviss, eyðilagðist í eldi.
- 1994 - Írski glæpaforinginn Martin Cahill var myrtur í Dublin.
- 1995 - Bandaríska kvikmyndin Mortal Kombat var frumsýnd.
- 1996 - Menningarnótt var haldin í fyrsta sinn í Reykjavík.
- 1996 - Bandaríski blaðamaðurinn Gary Webb gaf út fyrstu greinina af þremur í San Jose Mercury News þar sem hann sýndi fram á tengsl milli krakkverslunar í Los Angeles og Kontraskæruliða í Níkaragva.
Fædd
- 1685 - Brook Taylor, enskur stærðfræðingur (d. 1731).
- 1692 - Loðvík-Hinrik af Bourbon-Condé, forsætisráðherra Frakklands (d. 1740).
- 1750 - Antonio Salieri, ítalskt tónskáld (d. 1825).
- 1792 - John Russell, jarl af Russell, breskur stjórnmálamaður (d. 1878).
- 1822 - Bogi Thorarensen, amtmaður á Íslandi (d. 1867).
- 1830 - Franz Jósef 1. Austurríkiskeisari (d. 1916).
- 1840 - Jónas Jónassen, landlæknir á Íslandi (d. 1910).
- 1892 - Loftur Guðmundsson, íslenskur ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður (d. 1952).
- 1892 - Hal Foster, kanadískur myndasöguhöfundur (d. 1982).
- 1922 - Alain Robbe-Grillet, franskur rithöfundur (d. 2008)
- 1927 - Rosalynn Carter, bandarísk forsetafrú (d. 2023).
- 1933 - Roman Polanski, pólskur kvikmyndaleikstjóri.
- 1936 - Robert Redford, bandarískur leikari.
- 1939 - Johnny Preston, bandarískur söngvari (d. 2011).
- 1952 - Patrick Swayze, bandarískur leikari (d. 2009).
- 1954 - Rustem Khamitov, rússneskur stjórnmálamaður.
- 1969 - Christian Slater, bandarískur leikari.
- 1969 - Edward Norton, bandarískur leikari.
- 1971 - Aphex Twin, breskur raftónlistarmaður.
- 1983 - Mika, líbanskur söngvari.
- 1987 - Haraldur Leví Gunnarsson, íslenskur trommuleikari.
- 1988 - Ásgeir Erlendsson, íslenskur sjónvarpsmaður.
- 1994 - Arnar Freyr Ársælsson, íslenskur handknattleiksmaður.
Dáin
- 472 - Ricimer, yfirmaður Vestrómverska hersins og raunverulegur stjórnandi ríkisins.
- 1095 - Ólafur hungur, Danakonungur (f. um 1050).
- 1227 - Djengis Khan, höfðingi Mongólaveldisins.
- 1276 - Hadríanus 5. páfi.
- 1503 – Alexander 6. páfi (f. 1431).
- 1559 – Páll 4. páfi (f. 1476).
- 1613 - Giovanni Artusi, ítalskt tónskáld (f. um 1540).
- 1620 - Wanli, keisari Kína (f. 1563).
- 1642 - Guido Reni, ítalskur listmálari (f. 1575).
- 1850 - Honoré de Balzac, franskur rithöfundur (f. 1799).
- 1940 - Walter P. Chrysler, bandarískur bílasmiður (f. 1875).
- 1990 - Burrhus Frederic Skinner, bandarískur atferlisfræðingur (f. 1904).
- 2004 - Gylfi Þ. Gíslason, íslenskur stjórnmálamaður (f. 1917).
- 2009 - Kim Dae-jung, forseti Suður-Kóreu (f. 1924).
- 2011 - Jean Tabary, franskur myndasöguhöfundur (f. 1930)
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|