Alain Robbe-Grillet (18. ágúst1922 – 18. febrúar2008) var franskurrithöfundur og kvikmyndagerðarmaður. Hann er, ásamt Nathalie Sarraute, Michel Butor og Claude Simon, einn af upphafsmönnum nýju skáldsögunnar sem gerði uppreisn gegn lögmálum hinnar hefðbundnu skáldsögu sem þau töldu að tilheyrði 19. öldinni. Robbe-Grillet skrifaði skáldsögur þar sem frásögnin var ekki til staðar og sagan byggð á hreinum yfirborðslýsingum á bæði persónum og umhverfi. Hann byggir upp spennu í verkunum með því að lýsa sömu aðstæðum eða sama umhverfi aftur og aftur með litlum breytingum. Í gegnum lýsingarnar fær lesandinn tilfinningu fyrir einhvers konar rofi, t.d. vísbendingu um glæp.