20. janúar - Francis Joyon setti heimsmet í því að sigla einsamall á seglbát umhverfis jörðina eftir 57 daga siglingu og bætti fyrra met um fjórtán daga.
2. mars - Her Kólumbíu elti skæruliða FARC inn í Ekvador og drap einn foringja þeirra, Raúl Reyes. Í kjölfarið slitu Ekvador og Venesúela stjórnmálasamband við Kólumbíu.
6. mars - Palestínumaður hóf skothríð í skóla í Jerúsalem og myrti 8 nemendur.
6. mars - Heimsmarkaðsverð á olíu náði hápunkti, 105,96 dalir fatið, á bandaríska hrávörumarkaðnum.
6. mars - 54 létu lífið í bílasprengjuárás í Bagdad.
24. ágúst - Ísland vann silfurverðlaun í handknattleik karla á Ólympíuleikunum í Peking. Þetta var talinn einn stærsti íþróttaviðburður í íslenskri íþróttasögu.
22. nóvember - Búsáhaldabyltingin: Eftir að á bilinu 9-11.000 manns mótmæltu ríkisstjórninni friðsamlega á Austurvelli, mótmælti nokkur hundruð manna hópur því fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu, að mótmælandi hafði verið tekinn fastur kvöldið áður. Mótmælin fóru úr böndunum, mótmælendur reyndu að ryðja sér leið inn í lögreglustöðina en voru stöðvaðir með piparúða. Fimm þurftu að leita sér aðhlynningar á slysavarðstofu og erlendis var fjallað um atburðinn eins og óeirðir.
10. desember - Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar voru haldnar á krúnunýlendunni Sark sem varð þar með síðasta svæðið í Evrópu þar sem lénskerfi var lagt niður.