26. maí
26. maí er 146. dagur ársins (147. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 219 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 1056 - Ísleifur Gissurarson vígður biskup til Skálholts, þá um fimmtugt. Hann var fyrsti íslenski biskupinn.
- 1421 - Mehmet 1. soldán dó og sonur hans Múrat 2. tók við.
- 1607 - Um 200 indíánar réðust á Jamestown í Virginíu, drápu tvo landnema og særðu tíu.
- 1636 - Soldáninn í Golkonda gekkst Mógúlkeisaranum Shah Jahan á hönd.
- 1652 - Þriðja enska borgarastyrjöldin: Dunnottar-kastali, síðasta vígi konungssina í Skotlandi, féll í hendur George Monck.
- 1670 - Karl 2. Englandskonungur og Loðvík 14. Frakkakonungur gerðu með sér leynilegan friðarsamning þar sem Loðvík lofaði að greiða Karli 200.000 pund árlega en Karl á móti lofaði að létta á andkaþólskri löggjöf í Englandi, styðja Frakka gegn Hollendingum og snúast sjálfur til kaþólskrar trúar.
- 1805 - Napoléon Bonaparte var krýndur járnkórónu Langbarða í Mílanó.
- 1828 - Kaspar Hauser fannst í Nürnberg í Þýskalandi.
- 1885 - Garðyrkjufélag Íslands var stofnað.
- 1892 - Kristján konungur níundi og drottning hans, Louise af Hessen-Kassel, áttu gullbrúðkaup, sem haldið var upp á með hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni.
- 1896 - Dow Jones-vísitalan var gefin út í fyrsta skipti.
- 1897 - Skáldsagan Drakúla eftir írska rithöfundinn Bram Stoker kom fyrst út.
- 1918 - Georgía lýsti yfir sjálfstæði frá Rússneska keisaradæminu.
- 1923 - Íbúar í Þykkvabæ hófust handa við að reista 400 metra langa stíflu við Djúpós í Hólsá.
- 1929 - Björgunarbáturinn Þorsteinn, sá fyrsti sem Slysavarnafélag Íslands eignaðist, var vígður í Reykjavík. Bátnum var síðar komið fyrir í Sandgerði sem björgunarbátur. Báturinn er enn til og er geymdur þar.
- 1940 - Orrustan um Dunkerque hófst.
- 1945 - Íþróttamenn fögnuðu 100 ára dánarafmæli Jónasar Hallgrímssonar, en eitt af því sem hann þýddi á íslensku fyrstur manna voru sundreglur.
- 1966 - Gvæjana fékk sjálfstæði frá Bretum.
- 1968 - Hægri umferð gekk í gildi á Íslandi, en ekið hafði verið vinstra megin frá upphafi bílaaldar þar. Áður hafði staðið til að breyta í hægri umferð árið 1940, en því hafði verið frestað vegna hernáms Breta.
- 1970 - Sovéska flugvélin Tupolev Tu-144 varð fyrsta farþegaflugvél heims sem náði yfir Mach 2.
- 1972 - Richard Nixon og Leoníd Bresnjev undirrituðu Samning um fækkun langdrægra kjarnaflauga (SALT I) og Samning gegn kjarnaskotflaugum (ABM).
- 1973 - Varðskipið Ægir skaut föstum skotum á togarann Everton, sem var að veiðum 20 sjómílur innan 50 mílna markanna. Mikill leki kom að togaranum, en ekki urðu slys á mönnum.
- 1974 - Sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.
- 1978 - Fyrsta löglega spilavítið á austurströnd Bandaríkjanna var opnað í Atlantic City.
- 1979 - Ísrael lét Egyptalandi aftur eftir borgina Arish á Sínaískaga í samræmi við Camp David-samkomulagið.
- 1980 - Áhangendur farmtrúar réðust á stjórnarsetur á eyjunni Tanna á Vanúatú.
- 1983 - Fyrsta ráðuneyti Steingríms Hermannssonar tók til starfa.
- 1983 - 104 biðu bana í öflugum jarðskjálfta á norðurhluta Honshū í Japan.
- 1984 - Sextán létust í metangassprengingu í vatnshreinsistöð í Abbeystead í Lancashire á Englandi.
- 1989 - Vändåtberget-þjóðgarðurinn var stofnaður í Svíþjóð.
- 1990 - Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar á Íslandi.
- 1992 - Charles Geschke, forstjóra Adobe Systems, var rænt. Ræningjarnir náðust fjórum dögum síðar.
- 1998 - Bear Grylls varð yngstur Breta til að komast á tind Everestfjalls.
- 1998 - National Sorry Day var haldinn í fyrsta sinn í Ástralíu til að minnast ranginda sem frumbyggjar Ástralíu voru beittir.
- 1999 - Manchester United sigruðu Meistaradeild Evrópu með 2-1 sigri á Bayern München.
- 1999 - Fyrsta þing Wales í yfir 600 ár kom saman í Cardiff.
- 1999 - Indverski flugherinn gerði árásir á uppreisnarmenn og pakistanska hermenn í Kasmírhéraði.
Fædd
- 1478 - Klemens 7., páfi (d. 1534).
- 1556 - Mehmet 3. Tyrkjasoldán (d. 1603).
- 1602 - Philippe de Champaigne, franskur listmálari (d. 1674).
- 1810 - Christen Købke, danskur listmálari (d. 1848).
- 1886 - Þórarinn Kr. Eldjárn, íslenskur bóndi (d. 1968).
- 1892 - Héðinn Valdimarsson, íslenskur verkalýðsforingi (d. 1948).
- 1898 - Brynjólfur Bjarnason, íslenskur heimspekingur (d. 1989).
- 1907 - John Wayne, bandarískur kvikmyndaleikari (d. 1979).
- 1912 - János Kádár, ungverskur stjórnmálamaður (d. 1989).
- 1921 - Hermann Pálsson, íslenskur fræðimaður og þýðandi (d. 2002).
- 1923 - Horst Tappert, þýskur leikari (d. 2008).
- 1924 - Peter Foote, enskur textafræðingur (d. 2009).
- 1928 - Jack Kevorkian, bandarískur læknir (d. 2011).
- 1930 - Ragnhildur Helgadóttir, íslenskur stjórnmálamaður (d. 2016).
- 1936 - Hiroshi Saeki, japanskur knattspyrnumaður.
- 1941 - Kenji Tochio, japanskur knattspyrnumaður.
- 1949 - Jeremy Corbyn, breskur stjórnmálamaður.
- 1951 - Sally Ride, bandarískur geimfari (d. 2012).
- 1954 - Alan Hollinghurst, breskur rithöfundur.
- 1957 - Sigurlaugur Elíasson, íslenskt skáld og myndlistarmaður.
- 1968 - Friðrik 10. Danakonungur.
- 1971 - Matt Stone, einn höfunda South Park.
- 1971 - Gunnar Hansson, íslenskur leikari.
- 1975 - Nicki Lynn Aycox, bandarísk leikkona.
- 1979 - Elisabeth Harnois, bandarísk leikkona.
Dáin
- 735 - Beda prestur, engilsaxneskur sagnaritari.
- 946 - Játmundur stórfenglegi, Englandskonungur (f. um 921).
- 1264 - Brandur Jónsson Hólabiskup.
- 1381 - Guttormur Ormsson, faðir Lofts Guttormssonar, var veginn í Snóksdal.
- 1635 - Jón Sigurðsson, íslenskur lögmaður (f. um 1565).
- 1703 - Samuel Pepys, enskur dagbókarhöfundur (f. 1633).
- 1845 - Jónas Hallgrímsson, náttúrufræðingur, skáld og einn Fjölnismanna (f. 1807).
- 1928 - John Burnet, skoskur fornfræðingur (f. 1863).
- 1950 - Sigurjón Friðjónsson, íslenskt skáld (f. 1867).
- 1950 - Vigfús Sigurðsson, íslenskur leiðsögumaður (f. 1875).
- 1962 - Ásta Magnúsdóttir, ríkisféhirðir á Íslandi (f. 1888).
- 1976 - Martin Heidegger, þýskur heimspekingur (f. 1889).
- 1989 - Don Revie, enskur knattspyrnuþjálfari (f. 1927).
- 2000 - Jón Kr. Gunnarsson, íslenskur skipstjóri og rithöfundur (f. 1929).
- 2001 - Anne Haney, bandarískur leikari (f. 1934).
- 2019 - Prem Tinsulanonda, taílenskur herforingi (f. 1920).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|