10. janúar – Stjórnarkreppa hófst í Venesúela þegar Juan Guaidó, forseti venesúelska þingsins, lýsti yfir að stjórn Nicolásar Maduro forseta væri ólögmæt og lýsti sjálfan sig forseta til bráðabirgða.
6. febrúar – Bandarísku samtökin Freedom House breyttu stöðu Ungverjalands í „frjálst að hluta“, sem var í fyrsta sinn sem Evrópusambandsland fékk ekki stöðuna „frjálst“. Serbía fékk sömu stöðu.
27. febrúar – Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu funduðu í Hanoi í Víetnam um hugsanlega afvopnun Norður-Kóreu. Fundinum var slitið næsta dag án samnings.
Omar al-Bashir, forseta Súdans til 30 ára, var steypt af stóli af súdanska hernum eftir langa mótmælaöldu.
Julian Assange var úthýst úr sendiráði Ekvadors í London eftir sjö ára dvöl þar. Lögreglan í London handtók hann síðan.
15. apríl – Eldsvoði hófst í Notre Dame í París. Þak og turnspíra dómkirkjunnar hrundu í eldinum en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga burðarvirki og klukkuturnum hennar frá gereyðileggingu.
12. maí – Ómanflóaatvikið 2019: Fjögur flutningaskip voru skemmd nærri höfninni í Fujairah í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Bandaríkjastjórn sakaði Íran um að standa á bak við árásirnar.
Þingkosningar fóru fram í Ástralíu. Ríkisstjórn Frjálslynda flokksins undir forsæti Scotts Morrison vann sigur gegn stjórnarandstöðunni, þvert á væntingar.
24. maí – Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti að hún hygðist segja af sér eftir að Brexit-samningum hennar við Evrópusambandið hafði þrisvar verið hafnað af breska þinginu.
29. maí – 29 drukknuðu þegar ferðamannaferja lenti í árekstri og sökk í Dóná við Búdapest.
9. júní – Mótmælin í Hong Kong: Rúmlega milljón manns í Hong Kong mótmæltu fyrirhugaðri löggjöf um framsal glæpamanna til Kína í stærstu mótmælum Hong Kong frá árinu 1997.
9. júní – Sprengigos varð í Sinabung-fjalli á Indónesíu. 7 km hár gosmökkur barst frá eldfjallinu.
14. ágúst – Greta Thunberg sigldi af stað yfir Atlantshafið á skútunni Malizia II til að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í New York. Hún kom þangað 2 vikum síðar.
4. september – Mótmælin í Hong Kong: Carrie Lam, stjórnarformaður Hong Kong, lýsti yfir að umdeilt frumvarp um framsal brotafólks frá Hong Kong til meginlands Kína hefði verið dregið til baka.
Her Tyrklands hóf innrás á yfirráðasvæði Rojava í Norður-Sýrlandi í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að Bandaríkjaher myndi ekki skipta sér að hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu.
30. desember – Yfirvöld í Kína tilkynntu að vísindamaðurinn He Jiankui, sem sagðist hafa skapað fyrstu erfðabreyttu börn heims, hefði verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.