Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarnans 10.392.693 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 12.326.518.
Wuhan gerðist vinabær Kópavogs í tengslum við kínverska menningarhátíð 2007.
Heitið - Wuhan - er svipað og Búdapest leitt af tveim borgum, sitt hvorum megin við fljótið Yangtze sem uxu saman:"Wu" (Wuchang; 武昌) sunnan meginn og "Han" (Hankou; 汉口), norðan meginn.