1. janúar - RCEP-samningurinn, stærsti fríverslunarsamningur heims, tók gildi í Ástralíu, Brúnei, Japan, Kambódíu, Kína, Laos, Nýja-Sjálandi, Singapúr, Taílandi og Víetnam.
8. mars - Bandaríkin og Bretland tilkynntu viðskiptabann á rússneska olíu og Evrópusambandið samþykkti að draga úr notkun gass frá Rússlandi um tvo þriðju.
Will Smith löðrungaði kynninn á Óskarsverðlaunaafhendingunni í Los Angeles, Chris Rock, vegna móðgandi ummæla hans um eiginkonu Smith, Jada Pinkett Smith.
Apríl
Ursula von der Leyen, forseti Evrópusambandsins, heimsækir Bútsja ásamt fleiri embættismönnum þann 8. apríl.
1. apríl - Forseti Srí Lanka, Gotabaya Rajapaksa, lýsti yfir neyðarástandi eftir víðtæk mótmæli vegna bágs efnahagsástands.
Þingkosningar voru haldnar í Ungverjalandi. Viktor Orbán vann fjórða kjörtímabil sitt sem forsætisráðherra þar sem flokkur hans, Fidesz, vann tvo þriðju hluta þingsæta.
4. apríl - Milliríkjanefnd um loftslagsbreytingar gaf út þriðja hluta sjöttu matsskýrslu sinnar um loftslagsbreytingar þar sem kom fram að aukning útblásturs gróðurhúsalofttegunda yrði að stöðvast árið 2025 ef takast ætti að halda hnattrænni hlýnun undir 1,5°.
15. apríl - Danski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan úr flokknum Stram Kurs hóf ferð um bæi í Svíþjóð þar sem hann brenndi Kóraninn, sem olli víða uppþotum.
25. júlí - Armand Duplantis setti heimsmet í hástökki, þegar hann stökk yfir 6,21 metra á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Eugene í Bandaríkjunum.
27. júlí - Ellefu létust þegar jarðskjálfti að stærð 7,0 gekk yfir Luzon á Filippseyjum.
12. ágúst - Rithöfundurinn Salman Rushdie var stunginn mörgum sinnum af ungum Bandaríkjamanni af líbönskum ættum í Chautauqua í New York. Hann lifði árásina af.
Miðflokkurinn í Færeyjum dró stuðning sinn við ríkisstjórnina til baka eftir að ráðherra flokksins, Jenis av Rana, hafði verið vikið úr ráðherraembætti.
7. desember – Pedro Castillo, forseti Perú, var leystur úr embætti af þingi landsins og handtekinn eftir misheppnaða tilraun til að leysa upp þingið. Dina Boluarte tók við sem forseti. Í kjölfarið brutust út óeirðir þar sem stuðningsmenn og andstæðingar forsetans fyrrverandi tókust á.
14. desember - Fimm simpansar flúðu frá sænska dýragarðinum Furuviksparken. Fjórir þeirra voru skotnir til bana og einn særður lífshættulega.