Stephen Curry er bandarískur körfuboltaleikmaður sem spilar fyrir Golden State Warriors í NBA-deildinni. Hann spilar sem leikstjórnandi og er talinn vera besti 3-stiga skotmaður deildarinnar frá upphafi. Hann hefur skorað flestar 3-stiga körfur á tímabili eða 402 og á flestar 3-stiga körfur í deildinni frá upphafi, met sem hann sló árið 2021. Curry stendur í 30. sæti yfir stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi.
Curry hefur unnið fjóra NBA titla með Golden State Warriors. Hann var að leik loknum valinn mikilvægasti leikmaður, MVP, úrslitaeinvígisins 2022. Hann hefur verið valinn besti leikmaður deildarinnar, MVP, tvisvar, hefur 7 sinnum verið valinn í stjörnulið NBA og tvisvar unnið 3-stiga keppnina.
Með landsliði Bandaríkjanna hefur hann unnið tvö gull á FIBA heimsmeistaramótinu; 2010 og 2014. Hann vann Ólympíugull 2024.
Faðir hans, Dell Curry og bróðir hans Seth Curry hafa einnig spilað í NBA.