Golden State Warriors er körfuboltalið frá Kaliforníu sem spilar í NBA deildinni. Liðið var stofnað árið 1946 í borginni Philadelphia og fluttist milli fylkja árið 1962; til Kaliforníu. Fyrst til San Francisco og svo til Oakland. Liðið flutti árið 2019 aftur til San Francisco. Golden State er í 3. sæti yfir flesta unna titla í NBA ásamt 7 talsins.
Wilt Chamberlain sem talinn er einn besti körfuknattleiksmaður allra tíma spilaði með liðinu árin 1959–1965.
Frá um 2014 hefur liðið verið á sigurbraut og unnið þrjá titla og sett met yfir sigra í NBA yfir eitt tímabil (73 sigrar á móti 9 töpum.). Warriors mætti Cleveland Cavaliers fjögur ár í röð 2015-2018 en Cleveland sigraði aðeins einu sinni (2016). Liðið tapaði fyrir Toronto Raptors 2-4 í úrslitum 2019. Árið 2022 mætti Golden State svo Boston Celtics í úrslitum og vann sinn 4. titil á 7 árum.