Kalifornía er um 424.000 ferkílómetrar að stærð — þriðja stærsta fylki Bandaríkjanna á eftir Alaska og Texas. Landslag fylkisins er afar fjölbreytt.
Á 19. öld skall á gullæðið í Kaliforníu. Fólk flykktist að og efnahagur fylkisins batnaði til muna. Snemma á 20. öld varð Los Angeles miðstöð skemmtanaiðnaðar í heiminum og stórt aðdráttarafl ferðamanna. Ef Kalifornía væri land myndi það vera á meðal tíu stærstu hagkerfa heims (á stærð við Ítalíu) og 35. fjölmennasta.
Iðnaður
Þessi greinarhluti þarfnast hreingerningar svo hann hæfi betur hér á Wikipedia. Eftir að greinin hefur verið löguð má fjarlægja þessi skilaboð.
Árið 2005 var Kalifornía talið 5. stærsta hagkerfi í veröldinni og ábyrgt fyrir allt að 13% af heildar framleiðslu Bandaríkjanna. Aðaliðnaður Kaliforníu er landbúnaður og hefur fylkið verið kallað brauðkarfa Bandaríkjanna. Á hæla þess kemur kemur hátækni, bæði flug og geimiðnaður auk þess sem fylkið er þekkt fyrir tölvutækni og Silicon Valley sem er staðsettur í San Jose er talin ein helsta miðstöð tölvuvæðingarinnar, bæði hugbúnaðarframleiðslu og einnig framleiðslu á tölvum og íhlutum. Í Kaliforníu er afþreyingariðnaður einnig mjög mikilvægur, bæði framleiðsla kvikmynda og tölvuleikja en þó fyrst og fremst framleiðsla sjónvarpsefnis.
Lýðfræði
Þennan greinarhluta þarf að uppfæra. Ástæða gefin: úreltar tölur. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar.
Kalifornía er fjölmennasta fylki Bandaríkjanna, með um 39.53 milljónir íbúa.[2] Samkvæmt U.S. Census Bureau 2000 þá er hlutfall kynþátta í ríkinu sem hér segir:
Hvítir - 59,5%
Svertingjar - 6,7%
Frumbyggjar (Indjánar) - 1%
Asíufólk - 10,9%
Hawaiian og aðrar eyjaþjóðir - 0.3%
Aðrir - 16.8%
Blanda af tveimur kynþáttum - 4,7%
Auk þess má geta að 32,4% flokka sig sem latinos eða upprunna frá Mið- og Suður-Ameríku.
Tungumál
Árið 2005 höfðu um 58% íbúa Kaliforníu ensku að móðurmáli (sem fyrsta mál), en um 28% töluðu spænsku, einkum er spænska útbreidd í suðurhluta fylkisins. Um 14% íbúanna tala ýmis tungumál (sem fyrsta mál), og eru ýmis Asíumál áberandi í hverfum innflytjenda. Alls eru töluð um 70 tungumál á svæðinu.
Í suðaustur-Kaliforníu má finna eyðimerkur eins og Dauðadal sem er lægsti og heitasti staður Bandaríkjanna. Þar eru vaxa kaktusar og annar eyðimerkurgróður. Death Valley-þjóðgarðurinn er þjóðgarður sem nær yfir svæðið.