Demókrataflokkurinn

Demókrataflokkurinn
Democratic Party
Leiðtogi Joe Biden (forseti Bandaríkjanna)
Formaður Jaime Harrison
Varaformaður Keith Ellison
Ritari Jason Rae
Þingflokksformaður Hakeem Jeffries (Fulltrúadeild)
Chuck Schumer (Öldungadeild)
Stofnár 8. janúar 1828; fyrir 196 árum (1828-01-08)
Höfuðstöðvar 430 South Capitol St. SE,
Washington, D.C., 20003
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Félagsleg frjálslyndisstefna
Einkennislitur Blár
Öldungadeild
Fulltrúadeild
Vefsíða http://www.democrats.org

Demókrataflokkurinn er bandarískur stjórnmálaflokkur, annar þeirra tveggja stærstu sem skiptast á að fara með völdin þar í landi en hinn er Repúblikanaflokkurinn. Fylgismenn Demókrataflokksins er gjarnan kallaðir demókratar (orðið merkir „lýðræðissinni“). Í bandarískum stjórmálum er Demókrataflokkurinn skilgreindur sem vinstra megin við Repúblikana en stefna hans er þó ekki jafn vinstrisinnuð og stefna hefðbundinna sósíaldemókrata eða verkamannaflokka í mörgum löndum.

Eins og stendur er Demókrataflokkurinn með nauman meirihluta á öldungadeild Bandaríkjaþings en minnihluta á fulltrúadeildinni auk þess sem núverandi forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, er meðlimur í flokknum.

Saga flokksins

Uppruni Demókrataflokksins

Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hefur lengi verið við líði eins konar flokkapólitík þar sem fáir en stórir flokkar hafa nær öll völd á þingi. Flokkarnir urðu til í kringum aldamótin 1900 og risu upp frá mismunandi skoðunum um hvort ríkisafskipti skyldu vera í miklum mæli eða með minna móti. Þeir aðilar sem börðust hart gegn íhlutun ríkisins í innanríkismálum stofnuðu flokk sem hét Repúblikaflokkurinn, en með tíð og tíma breyttist það nafn í Demókrataflokkinn sem hefur haldist við hann upp frá því.

Demókrataflokkurinn, með stefnumál og málefni, eins og við könnumst við hann í dag varð ekki til fyrr en á fyrri hluta síðustu aldar þegar um það bil hundrað ár voru frá upphaflegri stofnun hans. Í upphafi var hann flokkur hinna ríku og eignamiklu sem vildu að ríkið skipti sér sem minnst af innanríkismálum og leyfðu þess í stað hinu frjálsa markaðskerfi að blómstra. Aftur á móti voru meðlimir Demókrataflokksins á því að Bandaríkin skyldu ekki hika við að beita hervaldi ef hagsmunir lands og þjóðar væru í húfi.

Fremstur í flokki í þessum efnum var maður að nafni Thomas Jefferson sem var á móti stefnu sitjandi stjórnvalda. Í kringum skoðanir hans myndaðist flokkur sem kallaðist Repúblikanaflokkurinn og var hann í andstöðu við stjórn þáverandi forseta, George Washington.

Í kosningunum 1800 var Jefferson kosinn til forseta í tvísýnum kosningum og var þetta í fyrsta skipið sem sitjandi flokkur tapaði í forsetakosningum. Í kringum kosningarnar 1828 spruttu upp deilur milli hópa innan flokksins sem lyktaði með því að klofningur varð innan flokksins og stofnaðir voru Þjóðar-repúblikaflokkurinn sem seinna varð að „Whig-flokknum“ og Demókrataflokknum.

Demókrataflokkurinn stóð uppi sem eins konar sigurvegari og eignuðist næstu forseta, þar á meðal Andrew Jackson og Martin Van Buren sem héldu gömlu einkennunum, um lítil afskipti ríkisins af innanríkismálum, á lofti fram eftir öldinni.

Stuðningsmannahópur Demókrataflokksins var orðinn aðeins fjölbreyttari en gamla Repúblikaflokksins, þar sem plantekrueigendur voru hvað fjölmennastir. Nú var Demókrataflokkurinn flokkur fyrir bæði landeigendur og verkamenn, þá aðalega í norðausturríkjunum. Þetta voru allt hópar sem áttu það sameiginlegt að vilja vera í friði frá ríkinu og treysta á sjálfsframlagið. Á þessu tímabili var flokkurinn mjög virkur og hélt úti miklum áróðri, jafnt nálægt kosningum og þess á milli. Það sem gerði þetta allt mögulegt var að fjármunir höfðu safnast saman og við það gátu ákveðnir einstaklingar helgað sig pólitíkinni alfarið.

Andstæðingar demókrata, „Whig-flokkurinn“, voru einnig mjög stórir á þessum tímum og héldu úti sterkri kosningabaráttu móti demókrötum, þótt þeir hafi aðeins náð forsetaembættinu tvisvar af átta skiptum milli 1828 og 1856 og hafi oftast þurft að vera í stjórnarandstöðu í þinginu.

Þrælastríðið og hnignun demókrata

Til stórtíðinda kom svo um miðja 19. öldina þegar stuðningur við flokkinn dvínaði töluvert á stuttum tíma. Ástæður fyrir hnignandi gengi flokksins voru nokkrar og má þar meðal annars nefna stefnu þeirra í þrælamálum, tollamálum, innflytjendamálum og hvernig leiðtogar flokksins, þeir Lewis Cass og Stephen Douglas vildu heldur láta ríkisstjórnum og sveitarfélögum eftir stjórn, fremur en ríkinu. Varð þetta þess valdandi að stuðningur við flokkinn efldist í suðurríkjunum en aftur á móti jókst andúð hjá mörgum öðrum hópum og gengu sumir þeirra til liðs við rísandi flokk repúblikana sem þar af leiðandi unnu komandi kosningar með Abraham Lincoln í broddi fylkingar.

Í kjölfarið hófst bandaríska borgarastyrjöldin þar sem suðurríkin börðust gegn norðurríkjunum. Margir af þeim stjórnmálamönnum sem mynduðu Suðurríkjasambandið og reyndu að kljúfa sig úr bandaríska alríkinu í stríðinu voru gamlir áhrifamenn úr Demókrataflokknum, meðal annars Jefferson Davis, forseti Suðurríkjasambandsins. Því fengu demókratar það orð á sig eftir styrjöldina að vera svikarar og átti það orðspor eftir að vera þeim dýrkeypt í bandarískum stjórnmálum í næstum heila öld. Repúblikanar voru duglegir að úthúða demókrata fyrir ótryggð með því að vilja ekki styrkja herinn og önnur þjóðfélagsmál. Þessi taktík var kölluð að „veifa blóðugu skyrtunni“ (e. waving the bloody shirt) og var hún notuð gegn þeim í kosningabaráttu út alla 19. öldina.

Norðurríkin sigruðu borgarastyrjöldina og þeirra vilji fékk fram að ganga í flestum málefnum, svo sem varðandi þræla. Á næstu árum voru demókratar í minnihluta og þó að þeir hafi alltaf haft nokkur fylki á sínu bandi, var ógnin við Repúblikana aldrei mjög alvarleg. Frá borgarastríðinu og fram að kreppunni miklu náðu þeir aldrei meirihluta nema þegar repúblikanir tvístruðust í skoðunum og demókratar náðu með því að vinna kosningar. Það var eitt sem hafði alla tíð fylgt demókrötum og hafði að vissu leyti hamlað starfsemi þeirra og uppgangi, en það var klíkuskapur sem hrakti marga kjósendur frá þeim. Á síðasta áratug 19. aldarinnar var hitinn orðinn rosalegur í flokknum og þrír hópar stóðu í innanflokksdeilum. Þetta voru aðilar sem voru hlyntir gömlu demókratastefnunni og stóðu á bakvið forsetann Grover Cleveland, hópur sem samanstóð af mönnum sem sóttu styrk sinn til innflytjenda sem þeir höfðu hjálpað að setjast að í Bandaríkjunum og hópur suðurríkjamanna sem voru á móti iðnbyltingunni og miðstýrðu efnahagskefi.

Þegar upp úr sauð, varð suðurríkjahópurinn ofan á og völdu þeir næsta leiðtoga, William Bryan sem gerði fremur lítið. Hann varð aldrei forseti og flokkurinn missti lítilega fylgi.

20. öldin

Á öðrum áratug 20. aldarinnar fengu demókratar Woodrow Wilson kjörinn til forseta vegna ósamstöðu innan raða repúblikana. Hann var kosinn tvisvar en skellurinn var mikill í kosningunum 1920 þar sem stórir hópar af þýsk- og írskættuðu fólki mótmælti íhlutun Bandaríkjamanna í fyrri heimsstyrjöldinni, þar sem Bandaríkjamenn studdu Breta, með því að kjósa repúblikana.

Við lok 3. áratugsins komst til valda í Demókrataflokknum maður að nafni Al Smith. Hann kom með áherslur sem miðuðu að því að gera flokkinn að þeim flokki sem við þekkjum hann í dag, þ.e. að flokk sem vill hafa töluverð ríkisafskipti af efnahags- og þjóðfélagsmálum og byggja upp velferðarkefi. Þessar áherslur hafa verið kallaðar ný gjöf (e. New Deal) og í kjölfar kreppunnar miklu fékk þessi stefna byr undir báða vængi. Með þessum áherslum fékk Franklin D. Roosevelt, frambjóðandi demókrata, forsetastólinn og varð langlífasti forseti í starfi fyrr og síðar í Bandaríkjunum. Hann sat frá 19331945 og á þeim tíma sópuðust að flokknum nýir kjósendur, sér í lagi margir minnihlutahópar eins og svart fólk.

Þetta var hápunktur Demókrataflokksins og lagði grunninn að 48 ára meirihlutastjórn í þinginu frá 1933 til 1981, að undanskildum 4 árum. Árið 1960 var svo einn vinsælasti og ástsælasti forseti Bandaríkjanna kosinn, en það var John F. Kennedy. Þegar hann var myrtur tók við varaforsetaefni hans, Lyndon B. Johnson. Á þessum tíma gekk velferðarkefið mjög vel og flokkurinn var í góðum málum. En þegar líða tók á seinni hluta 7. áratuginn fór að halla undan fæti og stefna flokksins varðandi Víetnamstríðið kom þeim í koll síðar meir. Síga fór á ógæfuhliðina og á kosningunum 1968 bað flokkurinn mikinn ósigur.

Ef ekki hefði verið fyrir Watergate-málið hefði staða flokksins væntanlega ekki væntkast töluvert fyrir kosningarnar 1976 þar sem Jimmy Carter, „Bóndinn frá suðurríkjunum“, tók forsetastólinn og ætlaði að ná til hvítra bænda í suðurríkjunum aftur eftir að þeir höfðu hrakist hægt úr flokknum síðan Roosevelt var forseti. Ætlunarverk hans tókst ekki eins og áætlað hafði verið og repúblikanar tóku næstu þrjú kjörtímabil.

Árið 1993 var forsetaefni demókrata Bill Clinton, en hann var þriðji yngsti maðurinn í sögu Bandaríkjana til að vera kosinn forseti. Hann er einnig einn af vinsælli forsetum 20. aldarinnar og er talið að hann hafi gert velferðakefinu mjög mikið, til dæmis að auka mjög menntun og menntunarmöguleika þeirra sem minna máttu sín. Hann sat tvö kjörtímabil en varaforsetaembætti hans og arftaki hjá flokknum, Al Gore, tapaði naumlega fyrir repúblikananum George W. Bush árið 2000.

21. öldin

Í kosningunum 2004 tapaði svo forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, John Kerry í nokkuð tvísýnum kosningum fyrir George W Bush.

Frambjóðandi flokksins í kosningunum 2008 var Barack Obama, mótframbjóðandi hans í Rebúblíkanaflokknum var John McCain. Kosningabaráttan var mjög tvísýn og skiptust þeir á að vera í forrystu í skoðannakönnunum. Kosið var 4. nóvember og hafði Obama betur. Obama hlaut endurkjör árið 2012 og sat í alls átta ár á forsetastól. Á forsetatíð hans voru gerðar ýmsar breytingar á velferðakerfi Bandaríkjanna, meðal annars ný Lög um vernd sjúklinga og heilbrigðisþjónustu á sanngjörnu verði, sem áttu þó eftir að reynast nokkuð umdeild. Í þingkosningum á valdatíð Obama glötuðu demókratar meirihluta á báðum þingdeildunum.

Frambjóðandi flokksins í kosningunum 2016 var Hillary Clinton og mótframbjóðandi hennar í Repúblikanaflokknum var Donald Trump. Clinton mældist lengst af með forskot á Trump í skoðanakönnunum en smám saman tók að halla á forskotið vegna hneykslismála úr stjórnmálaferli Clintons uns munurinn var orðinn ómarktækur þegar kom fram á kosningadag. Í kosningunni hlaut Clinton um þremur milljónum fleiri atkvæði en Trump en tapaði þó kjörinu þar sem Trump fékk úthlutað fleiri kjörmönnum vegna þess hvernig kjördæmakerfi Bandaríkjanna milli fylkja er háttað. Demókratar voru því í stjórnarandstöðu á öllum þremur deildum alríkisstjórnarinnar frá 2017 til byrjun ársins 2019, en í þingkosningum í nóvember árið 2018 tókst Demókrötum að vinna aftur meirihluta á fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Frambjóðandi Demókrata í forsetakosningunum 2020 á móti Trump var Joe Biden, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna frá forsetatíð Baracks Obama. Biden sigraði Trump og tók við embætti þann 20. janúar 2021. Demókratar töpuðu sætum á fulltrúadeild þingsins en viðhéldu naumum meirihluta. Þeir náðu jafnframt sléttum helmingi þingsæta á öldungadeildinni, en þar sem varaforsetinn Kamala Harris fer með oddaatkvæði á þinginu hlutu þeir í reynd nauman meirihluta.

Forsetar Bandaríkjanna úr Demókrataflokknum

Sextán af forsetum Bandaríkjanna hafa komið úr röðum demókrata:

Heimildir

Read other articles:

Greek footballer Charis Pappas Pappas with 1860 Munich in 2009Personal informationFull name Charilaos PappasDate of birth (1983-05-12) 12 May 1983 (age 40)Place of birth Kavala, GreeceHeight 1.70 m (5 ft 7 in)Position(s) Right wingerYouth career2001 Orfeas EleftheroupolisSenior career*Years Team Apps (Gls)2001–2002 Panserraikos 20 (1)2003–2005 Apollon Kalamarias 66 (17)2005–2007 Olympiacos 17 (3)2005–2006 → Apollon Kalamarias (loan) 28 (7)2007–2008 AEK Athens 8...

 

Voce principale: Seconda guerra mondiale. Una macchina crittografica tedesca Enigma del 1943. Ebbero un ruolo decisivo tecnologia e logistica nella seconda guerra mondiale, sia per lo svolgimento, sia per i suoi esiti: fu dunque guerra totale, per la prima volta, anche in questi settori. Se infatti durante la Grande Guerra erano già comparse molte innovazioni, spesso a livello di prototipo, fu solo nel secondo conflitto mondiale che esse conquistarono un'importanza enorme. Ricordiamo, tra g...

 

Voce principale: Associazione Calcio Monza Brianza 1912. Calcio MonzaStagione 1991-1992 Sport calcio Squadra Monza Allenatore Giovanni Trainini All. in seconda Giuseppe Valsecchi Presidente Valentino Giambelli Serie C12º nel girone A (in Serie B) Coppa ItaliaPrimo turno Coppa Italia Serie COttavi di finale Maggiori presenzeCampionato: Mandelli (33) Miglior marcatoreCampionato: Mandelli (8) StadioBrianteo 1990-1991 1992-1993 Si invita a seguire il modello di voce Questa voce raccoglie l...

US government agency Administration on AgingAgency overviewJurisdictionFederal government of the United StatesHeadquartersMary E. Switzer Memorial BuildingWashington, DCAgency executivesAlison Barkoff, Acting Assistant Secretary for AgingEdwin Walker, Deputy Assistant Secretary for AgingParent departmentUnited States Department of Health and Human ServicesParent AgencyAdministration for Community LivingKey documentOlder Americans ActWebsiteacl.gov/about-acl/administration-aging The Administra...

 

Questa voce o sezione sull'argomento centri abitati della Spagna non cita le fonti necessarie o quelle presenti sono insufficienti. Puoi migliorare questa voce aggiungendo citazioni da fonti attendibili secondo le linee guida sull'uso delle fonti. Segui i suggerimenti del progetto di riferimento. Pedrafita do Cebreirocomune Pedrafita do Cebreiro – Veduta LocalizzazioneStato Spagna Comunità autonoma Galizia Provincia Lugo TerritorioCoordinate42°44′N 7°01′W /...

 

Gabriella WildeWilde pada pemutaran perdana premiere The Three Musketeers tanggal Westfield, London, 4 October 2011LahirGabriella Zanna Vanessa Anstruther-Gough-Calthorpe8 April 1989 (umur 35)Basingstoke, Hampshire, EnglandKebangsaanBritisPekerjaanActress, modelTahun aktif2009–presenTinggi5' 9 (175 cm)Suami/istriAlan PownallAnakSasha Blue Pownall Gabriella Wilde (lahir Gabriella Zanna Vanessa Anstruther-Gough-Calthorpe; 8 April 1989),[1][2] juga dikenal sebagai Ga...

artikel ini perlu dirapikan agar memenuhi standar Wikipedia. Tidak ada alasan yang diberikan. Silakan kembangkan artikel ini semampu Anda. Merapikan artikel dapat dilakukan dengan wikifikasi atau membagi artikel ke paragraf-paragraf. Jika sudah dirapikan, silakan hapus templat ini. (Pelajari cara dan kapan saatnya untuk menghapus pesan templat ini) Artikel ini tidak memiliki referensi atau sumber tepercaya sehingga isinya tidak bisa dipastikan. Tolong bantu perbaiki artikel ini dengan menamba...

 

Сотрудники корпуса строят дорогу, 1933. Лагеря корпуса в Мичигане. Вместо палаток для сотрудников корпуса военные вскоре соорудили бараки. Наволочка от подушки. Музей корпуса в Мичигане. Гражданский корпус охраны окружающей среды[1], или Гражданский корпус охраны прир�...

 

  「俄亥俄」重定向至此。关于其他用法,请见「俄亥俄 (消歧义)」。 俄亥俄州 美國联邦州State of Ohio 州旗州徽綽號:七葉果之州地图中高亮部分为俄亥俄州坐标:38°27'N-41°58'N, 80°32'W-84°49'W国家 美國加入聯邦1803年3月1日,在1953年8月7日追溯頒定(第17个加入联邦)首府哥倫布(及最大城市)政府 • 州长(英语:List of Governors of {{{Name}}}]]) •&...

此條目可能包含不适用或被曲解的引用资料,部分内容的准确性无法被证實。 (2023年1月5日)请协助校核其中的错误以改善这篇条目。详情请参见条目的讨论页。 各国相关 主題列表 索引 国内生产总值 石油储量 国防预算 武装部队(军事) 官方语言 人口統計 人口密度 生育率 出生率 死亡率 自杀率 谋杀率 失业率 储蓄率 识字率 出口额 进口额 煤产量 发电量 监禁率 死刑 国债 ...

 

2020年夏季奥林匹克运动会波兰代表團波兰国旗IOC編碼POLNOC波蘭奧林匹克委員會網站olimpijski.pl(英文)(波兰文)2020年夏季奥林匹克运动会(東京)2021年7月23日至8月8日(受2019冠状病毒病疫情影响推迟,但仍保留原定名称)運動員206參賽項目24个大项旗手开幕式:帕维尔·科热尼奥夫斯基(游泳)和马娅·沃什乔夫斯卡(自行车)[1]闭幕式:卡罗利娜·纳亚(皮划艇)&#...

 

GerobatrachusRentang fosil: Early Permian PreЄ Є O S D C P T J K Pg N Restorasi Klasifikasi ilmiah Kerajaan: Animalia Filum: Chordata Subfilum: Craniata Superkelas: Tetrapoda Kelas: Amfibi Subkelas: Labyrinthodontia Ordo: Temnospondyli Superfamili: Dissorophoidea Famili: Amphibamidae Genus: GerobatrachusAnderson et al., 2008 Spesies G. hottoni Anderson et al., 2008 Gerobatrachus, disebut juga frogamander, adalah genus yang telah punah dari kelompok temnospondyl amphibamid yang hidup pada p...

Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada November 2022. Milu of Deer King 麋鹿王Poster teatrikalSutradaraGuo WeijiaoDitulis olehZhang Zhi YiWang WeiPenata musikYisa YuPerusahaanproduksiCITV New Media GroupTanggal rilis 29 September 2009 (2009-09-29) [1]NegaraChinaBahasaTionghoa Milu o...

 

American politician (1942–2023) This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Sam Slom – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (May 2023) (Learn how and when to remove this message) Sam SlomMinority Leader of the Hawaii SenateIn officeNovember 6, 2010 – November 8, 2016Preceded byFred He...

 

Semitic title often used in reference to deities For other uses, see Baal (disambiguation). BaʿalGod of fertility, weather, rain, wind, lightning, seasons, war, sailorsSolid cast bronze of a votive figurine representing the god Baal discovered at Tel Megiddo, dating to the mid-2nd millennium BC.SymbolBull, ram, thunderboltRegion Ancient Syria, especially Halab Near, around and at Ugarit Canaan North Africa Middle Kingdom of Egypt Personal informationParents Dagan and Shalash (in Syria) El an...

مجمع باكتريا - مارجيانا الأثريمعلومات عامةالبداية 2200 ق.م النهاية 1700 ق.م المنطقة صحراء قره قوم — تركمانستان — أفغانستان التأثيراتفرع من العصر البرونزي تعديل - تعديل مصدري - تعديل ويكي بيانات Bactria–Margiana Archaeological Complexمدى المجمع (وفقًا لـ موسوعة الثقافة الهندو أوروبية )إلهة جال�...

 

This article's lead section may be too short to adequately summarize the key points. Please consider expanding the lead to provide an accessible overview of all important aspects of the article. (December 2015) Lord mayor of CopenhagenKøbenhavns OverborgmesterIncumbentSophie Hæstorp Andersensince 1 January 2022Member ofCopenhagen City CouncilSeatCopenhagen City HallAppointerDirect electionTerm length4 yearsrenewablePrecursorCopenhagen Upper Presidium [da]Formation1938Firs...

 

Turkish-Bulgarian singer This biography of a living person needs additional citations for verification. Please help by adding reliable sources. Contentious material about living persons that is unsourced or poorly sourced must be removed immediately from the article and its talk page, especially if potentially libelous.Find sources: Fiki – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (December 2017) (Learn how and when to remove this message) In this Bu...

11th century Javanese kingdom Kahuripan1019–1045Kehuripan was the predecessor of Janggala and Panjalu (Kadiri)CapitalKahuripan (estuarine of Brantas river somewhere around modern Surabaya and Pasuruan)Common languagesOld Javanese, SanskritReligion Kejawen, Hinduism, BuddhismGovernmentMonarchyRaja • 1019–1045 Airlangga History • Airlangga reunite the former kingdom of Mataram after fell under King Wurawari attack from Lwaram 1019• Airlangga divided his k...

 

Barriers used to delay pollution from decomposing trash The examples and perspective in this article deal primarily with the United States and do not represent a worldwide view of the subject. You may improve this article, discuss the issue on the talk page, or create a new article, as appropriate. (June 2024) (Learn how and when to remove this message) A landfill in México with visible geomembrane in one of the slopes A landfill cell showing a rubberized liner in place (left) A landfill lin...