Al Gore

Al Gore
Varaforseti Bandaríkjanna
Í embætti
20. janúar 1993 – 20. janúar 2001
ForsetiBill Clinton
ForveriDan Quayle
EftirmaðurDick Cheney
Öldungadeildarþingmaður fyrir Tennessee
Í embætti
3. janúar 1985 – 2. janúar 1993
ForveriHoward Baker
EftirmaðurHarlan Mathews
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir Tennessee
Í embætti
3. janúar 1977 – 3. janúar 1985
ForveriJoe L. Evins
EftirmaðurBart Gordon
Persónulegar upplýsingar
Fæddur31. mars 1948 (1948-03-31) (76 ára)
Washington, D.C., Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiTipper Aitcheson ​(g. 1970; sk. 2010)
Börn4
HáskóliHarvard-háskóli
Vanderbilt-háskóli
StarfStjórnmálamaður, lögfræðingur, athafnamaður, blaðamaður
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (2007)
Undirskrift

Albert „Al“ Arnold Gore (f. 31. mars 1948) er bandarískur stjórnmálamaður sem var varaforseti Bandaríkjanna frá 1993 til 2001 í forsetatíð Bills Clinton. Gore var forsetaefni Demókrata í forsetakosningunum árið 2000 sem voru einar umdeildustu kosningar í sögu Bandaríkjanna. Hann fékk hálfri milljón fleiri atkvæði en keppinautur hans, George W. Bush, en einungis fimm færri kjörmenn í kjörmannaráðinu. Til þess að vinna kosningarnar þurfti Gore einungis 537 fleiri atkvæði í Flórída. Bandaríska kosningakerfið er flókið, en eftir að niðurstöðurnar höfðu velkst um í dómskerfinu stoppaði hæstiréttur endurtalningu í fylki og gerði Bush að sigurvegara og varð hann því forseti Bandaríkjanna. Hann tilkynnti árið 2002 að hann myndi ekki keppa við Bush um forsetaembættið árið 2004 og gagnrýndi Bush fyrir stríðið í Írak.

Árið 1965 innritaðist Gore til náms í ensku í Harvard-háskóla. Honum leiddist í því námi og eftir tvö ár skipti hann um námsbraut og hóf nám í stjórnmálafræði og lauk BA prófi með sóma í júní 1969. Eftir herþjónustu í nokkra mánuði í Víetnamstríðinu stundaði hann nám í trúfræðum við Vanderbilt-háskóla og hóf síðar lögfræðinám þar, en hvarf frá því án prófs vegna framboðs síns í kosningum til fylkisþings Tennessee árið 1976.

Gore hefur lengi verið þekktur fyrir áhuga sinn á umhverfismálum. Hann var einn þeirra sem kom Kýótósáttmálán á og þrátt fyrir andstöðu Bandaríkjaþings skrifaði hann undir samninginn árið 1998, en Bandaríkin neituðu að skrifa undir samninginn árinu áður. Eftir að stjórnmálaferill Gore lauk gerðist hann alfarið að umhverfisaðgerðasinna og hefur barist ítrekað gegn loftlagsbreytingum. Hann vann friðarverðlaun Nóbels árið 2007 fyrir framlög sín til umhverfisbaráttu. Joe Biden sæmdi Gore frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2024.

Gore gegndi stöðu forseta bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar Current TV sem vann Emmy-verðlaunin árið 2007 fyrir framúrskarandi þróun á gagnvirku sjónvarpi. Hann var einnig stjórnarformaður í Generation Investment Management, í stjórn Apple tölvufyrirtækisins, auk þess að vera óopinber ráðgjafi yfirstjórnenda Google og stjórnarformaður umhverfissamtakanna Alliance for Climate Protection. Verðlaunafé friðarverðlauna Nóbels sem kom í hlut Gore rann að öllu leyti til samtakanna.


Fyrirrennari:
Dan Quayle
Varaforseti Bandaríkjanna
(1993 – 2001)
Eftirmaður:
Dick Cheney