Alþjóðleg herferð til afnáms kjarnavopna |
---|
|
Skammstöfun | ICAN |
---|
Stofnun | 2007; fyrir 18 árum (2007) |
---|
Höfuðstöðvar | Genf, Sviss |
---|
Meðlimir | 468 aðildarfélög í 101 landi |
---|
Framkvæmdastjóri | Beatrice Fihn |
---|
Vefsíða | www.icanw.org |
---|
ICAN eða International Campaign to Abolish Nuclear Weapons (Alþjóðleg herferð til afnáms kjarnavopna á íslensku) eru alþjóðleg regnhlífarsamtök friðar- og afvopnunarsinna sem stofnuð voru árið 2007 til að beita sér fyrir banni við kjarnorkuvopnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Baráttan skilaði sér með samþykkt sáttmálans um bann við kjarnavopnum sumarið 2017. Fyrir þátt sinn í því máli hlutu samtökin Friðarverðlaun Nóbels sama ár.[1]
Upphafið
Árið 2006 samþykktu Alþjóðasamtök lækna gegn kjarnorkuvá, handhafar friðarverðlaunahafa Nóbels árið 1985, tillögu á þingi sínu í Helsinki, sem haldið er annað hvort ár, þess efnis að alþjóðlegu átaki gegn kjarnorkuvopnum yrði hrundið af stað. Hin nýja hreyfing hlaut heitið ICAN og voru haldir tveir stofnfundir á árinu 2007, annar í Melbourne í Ástralíu, þar sem fyrir var öflugt samfélag kjarnorkuvopnaandstæðinga en hinn í Vínarborg þar sem fram fór fundur aðildarríkja samningsins gegn dreifingu kjarnorkuvopna. Niðurstaða skipuleggjenda ICAN var sú að sá samningur muni ekki duga til að útrýma kjarnorkuvopnum, heldur þyrfti að vinna að banni á vegum Sameinuðu þjóðanna í sama anda og efnavopnasamningurinn og bann við jarðsprengjum.
Tilvísanir
- ↑ „ICAN hljóta friðarverðlaun Nóbels“. mbl.is. 6. október 2017. Sótt 18. janúar 2018.
|
---|
1901–1925 | |
---|
1926–1950 | |
---|
1951–1975 | |
---|
1976–2000 | |
---|
2001– | |
---|