Árið 2007 (MMVII í rómverskum tölum ) var 7. ár 21. aldar og almennt ár sem byrjaði á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu .
Atburðir
Janúar
Steve Jobs kynnir iPhone til sögunnar.
Febrúar
Dick Cheney í Bagram í Afganistan 20. janúar.
Mars
Ungdomshuset í Kaupmannahöfn rifið 5. mars.
Apríl
Bronsnóttin í Tallinn.
Maí
Marija Serifovic syngur „Molitva“ í Eurovision-keppninni.
Júní
Önnur bílsprengjan í London undir bláu tjaldi.
Júlí
Biðröð eftir síðustu Harry Potter-bókinni í Sunnyvale í Kaliforníu.
1. júlí - Hólaskóli varð háskóli.
1. júlí - Ný lög um kosningarétt tóku gildi í Austurríki . Lögin veita Austurríkismönnum kosningarétt frá 16 ára aldri.
1. júlí - Reykingabann tók gildi á vinnustöðum og almannafæri í Englandi .
1. júlí - Reykingabann tók gildi á öllum veitinga- og skemmtistöðum í New South Wales og Victoria í Ástralíu .
2. júlí - Átta létust í sprengjutilræði Al-Kaída í norðurhluta Jemen .
4. júlí - Ítalski bílaframleiðandinn FIAT kynnti nýja útgáfu af smábílnum Fiat 500 .
7. júlí - Heimsmet var slegið í vatnsbyssuslag á Landsmóti UMFÍ í Kópavogi (Kópavogur ). Fyrir þessu stóðu Sparisjóður Keflavíkur og útvarpsstöðin FM957 .
7. júlí - Live Earth-tónleikar voru haldnir í 9 borgum um allan heim til að vekja athygli á umhverfismálum.
7. júlí - Svissneska félagið New Open World Corporation kynnti „Sjö nýju undur veraldar “: Kínamúrinn , Petru í Jórdan, Cristo Redentor í Brasilíu, Machu Picchu , Chichen Itza , Colosseum í Róm og Taj Mahal á Indlandi.
8. júlí - Boeing-verksmiðjurnar afhjúpuðu nýja risafarþegaþotu, Boeing 787 .
9. júlí - Það snjóaði í Buenos Aires , höfuðborg Argentínu, í fyrsta sinn í nær hundrað ár.
11. júlí - Kvikmyndin Harry Potter og Fönixreglan var frumsýnd.
17. júlí - Á alþjóðaflugvellinum Congonhas-São Paulo í Brasilíu rann farþegaþota út af flugbraut, yfir stóra umferðaræð á háannatíma og inn í vöruhús, þar sem hún sprakk. Allir um borð og nokkrir aðrir létust, samtals yfir 190 manns.
17. júlí - Öflugur jarðskjálfti í Niigata í Japan olli bruna í stærsta kjarnorkuveri heims, Kashiwazaki-Kariwa-kjarnorkuverinu .
18. júlí - Úrvalsvísitala kauphallarinnar á Íslandi náði hámarki, 9.016,48 punktum, en tók að falla hratt eftir það .
19. júlí - Prathiba Patil var kosin fyrsti kvenforseti Indlands.
19. júlí - Kauphöllin í Osló náði hámarki, 524,37 punktum.
21. júlí - Síðasta bók J.K. Rowling um Harry Potter kom út og seldist í yfir 8 milljónum eintaka á fyrsta sólarhringnum.
24. júlí - Bamir Topi varð forseti Albaníu.
24. júlí - HIV-réttarhöldin í Líbýu : Fimm búlgörskum hjúkrunarkonum var sleppt eftir 8 og hálfs árs fangelsisvist í Líbýu .
27. júlí - Simpsonskvikmyndin var frumsýnd.
Ágúst
Lendingarfari Fönix komið fyrir í geimfarinu skömmu fyrir geimskotið.
September
Mótmæli gegn stjórninni í Mjanmar.
Október
Friðarsúlan í Viðey.
Nóvember
Óeirðir í Tbilisi, höfuðborg Georgíu.
1. nóvember - Meredith Kercher var myrt í Perugia á Ítalíu. Bandarísk sambýliskona hennar, Amanda Knox, og unnusti hennar, Raffaele Sollecito, voru handtekin í kjölfarið.
3. nóvember - Pervez Musharraf , forseti Pakistan , lýsti yfir neyðarástandi í landinu í kjölfar umdeildra forsetakosninga. Musharraf var í kjölfarið sakaður um valdarán.
6. nóvember - 50 létust í sjálfsmorðssprengjuárás í Mazar-i-Sharif í Afganistan, þar á meðal 6 þingmenn.
7. nóvember - Ungur námsmaður gerði skotárás í skóla í bænum Jokela í Finnlandi . Hann varð 8 manns að bana, særði 12 og framdi síðan sjálfsmorð.
7. nóvember - Mikheil Saakashvili , forseti Georgíu , lýsti yfir neyðarástandi í höfuðborg landsins í kjölfar mikilla mótmæla gegn stjórn hans.
11. nóvember - Andie Sophia Fontaine , bandarískur innflytjandi, tók sæti á Alþingi sem varaþingmaður Vinstri-grænna . Hún er fyrsti útlendingurinn til þess að sitja á Alþingi.
11. nóvember - Rússneskt olíuskip brotnaði í tvennt í miklum stormi í Svartahafi og olli miklu tjóni.
12. nóvember - The Hope , fjórða breiðskífa íslensku rokksveitarinnar Sign , kom út.
14. nóvember - Jarðskjálfti upp á 7,7 á Richter skók Chile .
14. nóvember - Háhraðalest frá London að Ermarsundsgöngunum , High Speed 1 , var opnuð.
16. nóvember - Þúsundir létust og milljónir misstu heimili sín í gífurlegum fellibyl sem gekk yfir Bangladess .
18. nóvember - 101 námuverkamaður lét lífið í námuslysi í Úkraínu .
18. nóvember - Silvio Berlusconi tilkynnti að flokkur hans Forza Italia yrði lagður niður og Popolo della Libertà stofnaður í staðinn.
19. nóvember - Íslenska torrentvefnum Torrent.is var lokað.
19. nóvember - Norski netbankinn Bank Norwegian hóf starfsemi.
19. nóvember - C Sharp 3.0 kom út.
20. nóvember - Elísabet 2. Bretadrottning og Filippus prins héldu demantsbrúðkaup sitt hátíðlegt.
30. nóvember - Kárahnjúkavirkjun var gangsett.
Desember
Skemmdir eftir jarðskjálftann í Gisborne.
2. desember - Íbúar Venesúela höfnuðu stjórnarskrárbreytingum sem hefðu gefið forseta meiri völd.
3. desember - Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst á Balí.
11. desember - Mænuskaðastofnun Íslands var stofnuð.
11. desember - Tvær bílsprengjur urðu 31 manni að bana í Algeirsborg í Alsír .
18. desember - Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti stöðvun dauðarefsinga með 104 atkvæðum gegn 54. 29 sátu hjá.
20. desember - Jarðskjálfti upp á 6,6 á Richter skók Nýja Sjáland og olli miklum skemmdum í borginni Gisborne . Einn lét lífið.
21. desember - Schengensvæðið stækkaði. Aðildarlönd sem bættust við voru Eistland , Lettland , Litáen , Malta , Pólland , Slóvakía , Slóvenía , Tékkland og Ungverjaland .
24. desember - Stjórn Nepal tilkynnti að 240 ára einræði verði lagt niður árið 2008 og lýðræði tekið upp.
26. desember - Íslenska kvikmyndin Duggholufólkið var frumsýnd.
27. desember - Benazir Bhutto , fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans og forsetaframbjóðandi, var ráðin af dögum á kosningafundi í Rawalpindi .
27. desember - Forseta- og þingkosningar voru haldnar í Kenýa .
27. desember - Þrír menn rændu Danske Bank í Brabrand og komust undan með 26,7 milljón krónur.
28. desember - Í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá í Nepal var samþykkt að leggja konungsvaldið niður.
30. desember - Íslenska sjónvarpsþáttaröðin Pressa hóf göngu sína á Stöð 2.
31. desember - Yfir tvö hundruð manns létu lífið í átökum sem brutust út vegna úrslita forsetakosninganna í Kenýa .
Ódagsettir atburðir
Víetnamska lággjaldaflugfélagið VietJet Air var stofnað.
Forritunarmálið Go leit dagsins ljós.
Bandaríska fyrirtækið Dropbox var stofnað.
Íslenska fjárfestingafélagið Gift var stofnað.
Íslenska hljómsveitin No Class var stofnuð.
Íslenska fyrirtækið ValaMed var stofnað.
Streymisveitan Viaplay var stofnuð.
Fædd
Dáin
7. janúar - Magnús Magnússon , breskur sjónvarpsmaður (f. 1929 ).
29. janúar - Edward Robert Harrison , breskur heimsfræðingur (f. 1919 ).
30. janúar - Sidney Sheldon , bandarískur rithöfundur (f. 1917 ).
1. febrúar - Hallgerður Gísladóttir , íslenskur sagnfræðingur og þjóðfræðingur (f. 1952 ).
8. febrúar - Anna Nicole Smith , bandarísk fyrirsæta og leikkona, fannst meðvitundarlaus inni á hótelherbergi sínu og lést skömmu síðar af völdum of stórs lyfjaskammts (f. 1967 ).
5. mars - Yvan Delporte , belgískur myndasöguhöfundur (f. 1928 ).
8. mars - Bergþóra Árnadóttir , íslensk vísnasöngkona (f. 1948 ).
17. mars - John Backus , bandarískur tölvunarfræðingur (f. 1924 ).
11. apríl - Kurt Vonnegut , bandarískur rithöfundur (f. 1922 ).
16. apríl - Seung-Hui Cho , bandarískur fjöldamorðingi (f. 1984 ).
23. apríl - Boris Jeltsín , forseti Rússlands (f. 1931 ).
23. maí - Elías Mar , íslenskur rithöfundur (f. 1924 ).
8. júní - Richard Rorty , bandarískur heimspekingur (f. 1931 ).
14. júlí - Einar Oddur Kristjánsson , íslenskur stjórnmálamaður (f. 1942 ).
20. júlí - Tammy Faye Bakker , bandarískur sjónvarpsprédikari (f. 1942 ).
23. júlí - Múhameð Zahir Sja , síðasti konungur Afganistans (f. 1914 ).
30. júlí - Ingmar Bergman , sænskur kvikmyndaleikstjóri (f. 1918 ).
30. júlí - Michelangelo Antonioni , ítalskur leikstjóri (f. 1912 ).
4. ágúst - Lee Hazlewood , bandarískur kántrísöngvari (f. 1929 ).
25. ágúst - Björn Th. Björnsson , íslenskur listfræðingur og rithöfundur (f. 1922 ).
6. september - Luciano Pavarotti , ítalskur tenórsöngvari (f. 1935 ).
9. september - Ásgeir Elíasson , íslenskur íþróttamaður og knattpsyrnuþjálfari (f. 1949 ).
10. september - Jane Wyman , bandarísk leikkona (f. 1914 ).
15. september - Colin McRae , skoskur fyrrverandi heimsmeistari í rallý, lést í flugslysi á Skotlandi (f. 1968 ).
6. nóvember - Guðmundur Jónsson , íslenskur óperusöngvari (f. 1920 ).
10. nóvember - Norman Mailer , bandarískur rithöfundur (f. 1923 ).
20. nóvember - Ian Smith , forsætisráðherra Ródesíu (f. 1919 ).
29. nóvember - Eyjólfur Jónsson , sundkappi og lögregluþjónn (f. 1925 ).
30. nóvember - J.L. Ackrill , enskur fornfræðingur (f. 1921 ).
27. desember - Benazir Bhutto , fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans var myrt á kosningafundi. (f. 1953 ).
31. desember - Ragnar Lár , íslenskur myndlistarmaður (f. 1935 ).