Tallinn

Tallinn
Höfnin og gamli bærinn í Tallinn.
Höfnin og gamli bærinn í Tallinn.
Fáni Tallinn
Skjaldarmerki Tallinn
Tallinn er staðsett í Eistlandi
Tallinn
Tallinn
Hnit: 59°26′14″N 24°44′43″A / 59.43722°N 24.74528°A / 59.43722; 24.74528
Land Eistland
SýslaHarju-sýsla
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriJevgeni Ossinovski
Flatarmál
 • Samtals159,2 km2
Hæð yfir sjávarmáli
9 m
Mannfjöldi
 (2023)
 • Samtals453.864
 • Þéttleiki2.900/km2
TímabeltiUTC+2
 • SumartímiUTC+3
ISO 3166 kóðiEE-784
Vefsíðawww.tallinn.ee/en

Tallinn (sögulegt nafn (til 1918): Reval, á forníslensku Rafali eða Refalir) er höfuðborg og aðalhöfn Eistlands. Hún er staðsett í Harju-sýslu á norðurströnd Eistlands við Finnlandsflóa, 80 km suður af Helsinki. Íbúar Tallinn eru um það bil 454.000 manns (2023) og er flatarmál borgarinnar 159,2 km².

Stærsta vatnið í Tallinn heitir Ülemiste (9,6 km²) og er aðal drykkjarvatnsforði borgarbúa. Sögulega nafnið Reval (latína: Revalia) er sænskt og þýskt (gömul sænska: Räffle).

Nafnið Tallinn (Tana-linn) merkir Danavirki. Danski fáninn, Dannebrog, er sagður hafa fallið af himni ofan í orrustu sem Danir háðu í Lyndanisse einsog Danir nefndu þá Tallinn, en orrustan var háð 15. júní, 1219.

Íbúafjöldi

Íbúafjöldi Tallinn frá 1372 til 2014:

Ár Íbúar
1372 3.250
1772 6.954
1816 12.000
1834 15.300
1851 24.000
1881 45.900
1897 58.800
1925 119.800
1959 283.071
1989 478.974
1996 427.500
2000 400.378
2005 401.694
2006 399.108
2010 411.902
2014 429.899
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.