27. febrúar - Rússland sendi óeinkennisklædda hermenn til Krímskaga í Úkraínu og hélt því fram að þeir væru aðskilnaðarsinnar frá Krímskaga. Skömmu síðar var Krímskagi innlimaður í Rússland eftir umdeilda atkvæðagreiðslu íbúa.
10. apríl - Evrópuráðið svipti Rússland atkvæðisrétti sínum tímabundið vegna innlimunar Krímskaga.
14. apríl - 276 stúlkum var rænt úr skóla í Chibok í Nígeríu. Hryðjuverkasamtökin Boko Haram lýstu yfir ábyrgð á mannránunum. Skömmu síðar sluppu 53 stúlkur frá mannræningjunum en hinar voru seldar í hjónabönd með meðlimum samtakanna.
14. júní - Úkraínukreppan: 49 áhafnarmeðlimir úkraínskrar flutningavélar fórust þegar hún var skotin niður af aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins með flugskeyti.
10. ágúst - Fyrstu beinu forsetakosningarnar fóru fram í Tyrklandi samkvæmt nýrri stjórnarskrá. Recep Tayyip Erdoğan var kjörinn forseti með 52% atkvæða.
17. desember - Barack Obama forseti Bandaríkjanna og Raúl Castro forseti Kúbu tilkynntu að ríkin hygðust taka upp stjórnmálasamband á ný eftir 52 ára fjandskap.