Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2014 var haldin í B&W Hallerne í Danmörku eftir að Emmelie de Forest vann keppnina 2013 með lagið „Only Teardrops”. Undankeppnirnar tvær voru haldnar 6. maí og 8. maí, og aðalkeppnin var haldin 10 maí. Þetta er í þriðja skiptið sem Danmörk hefur hýst keppnina, eftir að hafa hýst hana síðast árið 2001.
Leikvangurinn
Þann 2. september 2013 tilkynnti danska ríkisjónvarpið, DR, að það hefði valið Kaupmannahöfn til að hýsa keppnina árið 2014. Þeir ákváðu að keppnin yrði haldin á svæði þar sem áður var skipasmíðastöðin Refshaleøen, í B&W Hallerne. Staðurinn var endurgerður til þess að hýsa keppnina og nærliggjandi svæði var breytt í Eurovision eyju.[1]
Þáttakandur
Fyrri undankeppnin
Fyrri undankeppnin fór fram 6. maí2014. Spánn, Frakkland og Danmörk eru lönd sem komust beint áfram í aðalkeppnina en kusu í fyrri undankeppninni. [2]
Seinni undankeppnin fór fram 8. maí2014. Þýskaland, Ítalía og Bretland eru lönd sem komust beint áfram í aðalkeppnina en kusu í seinni undankeppninni. [2]
Aðalkeppnin fer fram 10. maí2014. Þýskaland, Ítalía, Bretland, Spánn og Frakkland eru lönd sem komust sjálfkrafa áfram í aðalkeppnina. Þau lönd eru stundum nefnd Hin stóru fimm eða The Big Five.[2] Danmörk komst einnig sjálfkrafa áfram í aðalkeppnina vegna þess að það vann árið áður (2013). Lönd sem sigra keppnina komast sjálfkrafa í aðalkeppnina árið eftir.