Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2009 var 54. Eurovisionkeppnin. Hún var haldin 12. - 16. maí 2009 í Olympic Indoor Arena í Moskvu í Rússlandi.
Sigurvegari keppninnar var norðmaðurinn Alexander Rybak og lagið hans Fairytale,sem fékk 387 en það er 95 stigum meira en nokkurt lag hefur fengið í keppninni (áður áttu hinir finnsku Lordi metið sem var 292 stig frá árinu 2006). Ísland fékk annað sætið sem er besti árangur landsins, Aserbaídsjan fékk það þriðja, Tyrkland fjórða og Bretland náði 5. sætinu en það er besti árangur Breta síðan árið 2002.
Eftir mikla gagnrýni á atkvæðagreiðslukerfinu frá árinu 2007 var aftur ákveðið að hafa starfandi dómnefnd sem starfaði með símakosningunni í undankeppnunum. 42 lönd tóku þátt að þessu sinni; Slóvakía tilkynnti um endurkomu sína í keppnina á meðan San Marínó hætti í keppninni vegna fjárhagsvandræða. Lettland og Georgía tilkynntu að þau myndu ekki taka þátt en það var seinna tilkynnt að þau myndu samt sem áður taka þátt. Samt sem áður tók Georgía ekki þátt eftir að EBU hafnaði því lagi sem þeir höfðu valið.
Leikvangurinn
Keppnin var haldin í Rússlandi eftir sigur þeirra árið 2008 í keppninni í Belgrad, Serbíu með lagi Dima Bilan, Believe. Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands, sagði að keppnin yrði haldin í Moskvu.
Stöð 1 lagði til að keppnin yrði haldin í Olypmic Indoor Arena í Moskvu og fór þessi tillaga fyrir samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og staðfesti tillöguna þann 13. september 2008. Upp kom orðrómur um að það þyrfti að breyta byggingunni mikið en þess þurfti ekki, byggingin tekur 25 þúsund manns í sæti.
Stöð 1 sem sýndi frá keppninni kynnti undir-lógó keppninnar þetta árið þann 30. janúar 2009. Það var byggt á Fantasíu-fugli, sem getur verið notaður í mörgum litum. Eins og fyrri ár var það kynnt með aðal-lógói keppninnar. 2009 var fyrst árið síðan 2001 sem keppnin hafði ekkert slagorð.
Sviðið var hannað af John Casey, hönnuði frá New York, og var byggt á þemanu um nútímalegt Rússland. Casey, sem hafði áður hannað sviðið árið 1997 í Dublin, hafði einnig tekið þátt í að hanna fyrir keppnirnar árið 1994 og 1995.
Póstkortin (stutt myndbrot á milli atriða) voru svona:
Ungfrú heimur 2008, Ksenia Sukhinova birtist;
Hópur frægra bygginga, minnisvarða og landslag frá viðkomandi landi var sýndur eins og á blaðsíðu í þrívíddarbók;
Shukhinova birtist aftur með hatt með því sem hafði komið á undan (ásamt mismunandi hárgreiðslu í hvert sinn) og í bol með litum landsins. Hægra megin birtist lógó keppninnar með nafni landsins.
Að lokum kom frasi á rússnesku og enska þýðingin var fyrir neðan (t.d. Spasibo og Takk fyrir).
Þátttakendur
Samkvæmt lista yfir þátttakenudr frá EBU, höfðu 42 lönd staðfest þátttöku sína þetta árið, m.a. Slóvakía sem sneri aftur til keppni eftir 11 ára fjarveru.
Georgía tilkynnti upphaflega þáttöku sína en hætti við vegna mótmæla í Suður-Ossetia árið 2008 gegn stefnum stjórnar Rússlands, en ákvað seinna að taka þátt, en ákvörðunin var innblásin af sigur þeirra í Junior söngvakeppni evrópskra sjónvarpssstöða 2008, og að Rússland hafi gefið þeim 12 stig í þeirri keppni. Landið hætti endanlega við þátttöku vegna þess að lagið þeirra innihélt pólitískar ádeilur.
Upp kom orðrómur um að San Marínó og Mónakó ætluðu að snúa aftur til að keppa. San Marínó ætlaði sér upphaflega ekki að taka þátt vegna slæms gengis árið áður en þurfti að lokum að draga sig úr keppni vegna fjárhagsvandræða.
Lattneska sjónvarpsstöðin sem sýnir frá keppninni þar í landi (LTV), hafði tilkynnt um það þann 17. desember 2008 að landið myndi ekki taka þátt þetta árið, þremur dögum eftir að lönd áttu að staðfesta þátttöku sína. Þetta kom upp vegna 2,8 milljóna evru skulda LTV, sem hindraði það að þeir gætu borgað þátttökugjaldið. LTV staðfesti að þeir hefðu látið EBU vita að fjarvera Letta byggðist eingöngu á fjárhagsvandræðum. LTV átti síðan umræður við EBU til að reyna að finna lausn svo að landið gæti keppt. Þann 20. desember 2008 tilkynnti LTV að Lettland tæki ekki þátt og að EBU og Stöð 1 hefðu verið sammála um að sekta landið ekki um að hafa dregið sig úr keppni of seint. LTV tilkynnti einnig um að landið myndi vera með í keppninni árið 2010. Það var hins vegar tilkynnt um að Lettland tæki þátt í keppni þessa árs, þann 12. janúar 2009.
Hvert land valdi sitt lag í gegnum sitt eigið kerfi. Sum lönd völdu sitt lag gegnum innri val, þar sem stöðin valdi bæði lögin og flytjendurna, á meðan aðrir héldu keppnir þar sem almenningur valdi lagið, flytjandann eða bæði. Árið 2009 höfðu tvö lönd valið keppanda sem hafði keppt áður. Þeir sem sneru aftur voru Chiara sem keppti fyrir Möltu árin 1998 og 2005, og Sakis Rouvas sem keppti fyrir Grikkland 2004. Friðrik Ómar, meðlimur í Eurobandinu sem keppti fyrir Íslands hönd árið 2008, söng bakraddir að þessu sinni.
Snið
Undankeppnin
Undankeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpstöðva 2009 voru tvær undankeppnir haldnar 12. og 14. maí árið 2009. 37 lönd tóku þátt í undankeppnunum tveimur. 21 lönd úr undankeppunum tveimur komust áfram á úrslitakvöld keppninnar.
Úrslitakeppnin fór fram þann 16. mars 2009 í Olympic Indoor Arena í Moskvu, Rússlandi en undankeppnirnar tvær voru haldnar 12. og 14. maí. 37 lönd tóku þátt í undankeppnunum en stóru löndin fjögur (Frakkland, Þýskaland, Spánn, Bretland) og gestgjafinn fóru í úrslitin. Til viðbótar við löndin sem komust sjálfkrafa í úrslitin, voru einnig í úrslitum tíu lönd úr hvorri undankeppni, svo alls kepptu 25 atriði á úrslitakvöldinu.