Úkraína

Úkraína
Україна
(Úkrajína)
Fáni Úkraínu Skjaldarmerki Úkraínu
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Derzjavnyj Hímn Úkrajíny
Staðsetning Úkraínu
Höfuðborg Kænugarður
Opinbert tungumál Úkraínska
Stjórnarfar Forsetaþingræði

Forseti Volodymyr Zelenskyj
Forsætisráðherra Denys Sjmyhal
Þingforseti Rúslan Stefantsjúk
Sjálfstæði frá Sovétríkjunum
 • Yfirlýst 24. ágúst 1991 
 • Þjóðaratkvæðagreiðsla 1. desember 1991 
 • Staðfest 25. desember 1991 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
45. sæti
603.628 km²
7
Mannfjöldi
 • Samtals (2021)
 • Þéttleiki byggðar
27. sæti
41.362.393
74/km²
VLF (KMJ) áætl. 2020
 • Samtals 429,947 millj. dala (48. sæti)
 • Á mann 10.310 dalir (108. sæti)
VÞL (2019) 0.779 (74. sæti)
Gjaldmiðill hrinja, гривня (UAH)
Tímabelti UTC+2 (+3 á sumrin)
Þjóðarlén .ua
Landsnúmer +380

Úkraína (úkraínska: Україна/Úkrajína) er land í Austur-Evrópu. Úkraína er næststærsta Evrópulandið á eftir Rússlandi. Landið á landamæri að Rússlandi í austri og norðaustri, Hvíta-Rússlandi í norðri og Póllandi, Slóvakíu, Ungverjalandi, Rúmeníu og Moldóvu í vestri. Úkraína á strönd að Svartahafi og Asovshafi í suðri. Landið er rúmir 600 þúsund km² að stærð með rúmlega 40 milljón íbúa. Það er 8. fjölmennasta land Evrópu. Kænugarður er stærsta borgin og höfuðborg landsins.

Ummerki um mannabyggð þar sem Úkraína er nú eru allt að 34.000 ára gömul. Á miðöldum var landið miðstöð menningar Austur-Slava og varð hluti af Garðaríki. Garðaríki klofnaði í mörg minni furstadæmi á 13. öld, og eftir innrásir Mongóla tókust ýmsar þjóðir á um yfirráð yfir landinu, þar á meðal Pólsk-litháíska samveldið, Tyrkjaveldi og Rússneska keisaradæmið. Höfuðsmannsdæmi kósakka var stofnað þar á 17. öld, en landinu var á endanum skipt milli Póllands og Rússlands. Í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917 var Alþýðulýðveldið Úkraína stofnað. Það reyndist skammlíft og eftir síðari heimsstyrjöld varð vesturhluti þess Sovétlýðveldið Úkraína sem hluti af Sovétríkjunum. Sovétlýðveldið lýsti yfir sjálfstæði við upplausn Sovétríkjanna 1991.

Eftir að landið fékk sjálfstæði lýsti Úkraína yfir hlutleysi í alþjóðamálum,[1] en átti þátt í stofnun Samveldis sjálfstæðra ríkja auk þess að hefja hernaðarsamstarf við Atlantshafsbandalagið 1994. Árið 2013 ákvað forseti Úkraínu, Víktor Janúkovytsj sem tilheyrði rússneska minnihlutanum í landinu, að slíta samstarfssamningi við Evrópusambandið og mynda nánari tengsl við Rússland. Þetta leiddi til mótmæla og að lokum var honum steypt af stóli. Í kjölfarið innlimaði Rússland Krímskaga eftir að hafa sent þangað herlið og haldið atkvæðagreiðslu. Rússneskumælandi héruð í Donbas í austurhluta Úkraínu lýstu í kjölfar yfir sjálfstæði og hafa barist gegn úkraínskum stjórnvöldum með aðstoð Rússa síðan þá.

Árið 2016 óskaði Úkraína eftir að gera fríverslunarsamning við Evrópusambandið.[2] Landið sótti formlega um aðild að Evrópusambandinu árið 2022.[3]

Úkraína er þróunarland og er í 74. sæti vísitölu um þróun lífsgæða. Landið er það fátækasta í Evrópu, ásamt Moldóvu. Fátækt er útbreidd og alvarleg spilling einkennir stjórnmálin.[4][5] Úkraína á víðáttumikið ræktarland og er einn stærsti kornútflytjandi heims.[6][7] Úkraínuher er þriðji stærsti her Evrópu, á eftir Rússlandsher og Frakklandsher. Stjórnarfar í Úkraínu er forsetaþingræði með þrískiptingu ríkisvaldsins. Landið á aðild að Sameinuðu þjóðunum, Evrópuráðinu, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, GUAM-stofnuninni, Lublinþríhyrningnum og er einn af stofnaðilum Samveldis sjálfstæðra ríkja, þótt landið hafi aldrei gerst formlegur aðili.

Saga

Úkraína var miðja fyrsta slavneska ríkisins, Garðaríkis sem stofnað var af Væringjum (sænskum víkingum) og var stærsta og öflugasta ríki Evrópu á 10. og 11. öld. Innbyrðis deilur og innrás Mongóla veiktu ríkið sem var þá innlimað í Stórhertogadæmið Litáen sem seinna varð að Pólsk-litáíska samveldinu. Menningarleg og trúarleg arfleifð Garðaríkis hélt lífinu í úkraínskri þjóðernishyggju næstu aldirnar. Nýtt ríki kósakka var stofnað í Úkraínu um miðja 17. öld eftir uppreisn gegn Pólverjum, ríkið var formlega hluti af Rússneska keisaradæminu en var í raun nánast alveg sjálfstætt í meira en 100 ár. Á seinni hluta 18. aldar lögðu Rússar undir sig megnið af landi Úkraínu.

Eftir fall Rússneska keisaradæmisins 1917 lýsti Úkraína yfir sjálfstæði sínu um skamma hríð (1917–1920) en var þá innlimað á ný, nú inn í Sovétríkin. Tvær hungursneyðir af mannavöldum riðu yfir landið (1921–1922 og 1932–1933) þegar samyrkjubúskapur var innleiddur með valdi í landinu, yfir átta milljónir manna létu lífið í þessum hörmungum. Úkraína varð að blóðugum vígvelli í Síðari heimsstyrjöld þar sem herir Þýskalands og Sovétríkjanna börðust hatrammri baráttu sem kostaði sjö til átta milljónir mannslífa. Sjálfstæði náðist á ný með falli Sovétríkjanna 1991 en mörg vandamál blasa við hinu unga lýðveldi. Völd ríkisins eru enn þá gríðarleg og spilling er mikil sem hefur tafið fyrir efnahagsumbótum, einkavæðingu og innleiðslu borgaralegra réttinda.

Frá 2014 hafa verið átök eða stríð milli Rússlands og Úkraínu. Úkraína hefur hneigst í átt að Evrópusambandinu og NATÓ sem hefur angrað Rússland. Rússland innlimaði Krímskaga árið 2014. Vopnuð átök í Donetsk og Lúhansk í austurhluta Úkraínu voru milli rússneska minnihlutans og úkraínska meirihlutans. Rússar sendi þeim fyrrnefndu vopnabúnað. Í febrúar 2022 lýsti Vladímír Pútín yfir sjálfstæði lýðvelda sem kennd eru við héruðin þar sem flestir rússnesk ættaðir voru. Skömmu síðar réðst Rússland inn í Úkraínu frá austri, suðri og norðri. Loftárásir voru gerðar um allt land á hernaðarmannvirki og á almenna borgara. Milljónir flýðu land.

Landfræði

Útsýni yfir Karpataþjóðgarðinn og Hoverla sem er hæsta fjall Úkraínu, 2.061 metrar á hæð.

Úkraína er stórt land í Austur-Evrópu og liggur að mestu leyti á Austur-Evrópusléttunni. Úkraína er annað stærsta Evrópulandið á eftir Rússlandi. Landið er 603.628 km² að stærð með 2.782 km langa strandlengju við Svartahaf og Asovshaf.[8] Úkraína er milli 44. og 53. breiddargráðu norður og 22. og 41. lengdargráðu austur.

Landslag Úkraínu einkennist af frjósömum sléttum (eða gresjum) og hásléttum, sem margar ár renna um á leið sinni til Svartahafs. Meðal þeirra eru Dnjepr, Donets, Dnjestr og Pívdennyj Búg. Í suðvestri liggja landamæri Úkraínu að Rúmeníu við Dónárósa. Einu fjöll Úkraínu eru Karpatafjöll í vestri. Hæst þeirra er Hoverla fjall, 2061 metrar á hæð, og Krímfjöll á Krímskaga, syðst við ströndina.[9] Í Úkraínu eru líka hálendissléttur, eins og Volyn-Podillia-sléttan í vestri, og Dnipro-hálendið við bakka Dnjepr. Í austri eru suðvesturásar Mið-Rússlandshásléttunni þar sem landamærin að Rússlandi liggja. Donets-hryggurinn og Asovshálendið eru við Asovshaf. Snjóbráð úr fjöllunum rennur út í árnar og fossar myndast þar sem er skarpur hæðarmunur.

Helstu náttúruauðlindir Úkraínu eru járngrýti, kol, mangan, jarðgas, olía, salt, brennisteinn, grafít, títan, magnesín, kaólín, nikkel, kvikasilfur, timbur og mikið ræktarland. Þrátt fyrir þessar auðlindir stendur landið frammi fyrir áskorunum í umhverfismálum, eins og skorti á drykkjarvatni, loft- og vatnsmengun og skógeyðingu, auk geislamengunar eftir Tsjernobylslysið í norðaustri. Endurvinnsla á eitruðum heimilisúrgangi er skammt á veg komin.[10]

Héraðaskipting

Úkraína skiptist í 24 héruð (úkraínska: область), 1 sjálfstjórnarlýðveldi (Sjálfstjórnarlýðveldið Krím) og 2 borgir með sérstöðu: Höfuðborgina Kænugarð (Kyjív) og Sevastopol:

Hérað Fáni Úkraínskt heiti Höfuðborg
Vínnytsjafylki Вінницька область Vínnytsja
Volynskfylki Волинська область Lútsk
Dníprópetrovskfylki Дніпропетровська область Dnípro
Donetskfylki Донецька область Donetsk
Zjytomyrfylki Житомирська область Zjytomyr
Zakarpatska-fylki Закарпатська область Úzjhorod
Zaporízjzja-fylki Запорізька область Zaporízjzja
Ívano-Frankívskfylki Івано-Франківська область Ívano-Frankívsk
Kænugarðsfylki Київська область Kænugarður
Kyrovohradfylki Кропивницька область Kropyvnytskyj
Lúhanskfylki Луганська область Lúhansk
Lvívfylki Львівська область Lvív
Mykolajívfylki Миколаївська область Mykolajív
Odesafylki Одеська область Odesa
Poltavafylki Полтавська область Poltava
Rívnefylki Рівненська область Rívne
Súmyfylki Сумська область Súmy
Ternopílfylki Тернопільська область Ternopíl
Kharkívfylki Харківська область Kharkív
Khersonfylki Херсонська область Kherson
Khmelnytskyjfylki Хмельницька область Khmelnytskyj
Tsjerkasyfylki Черкаська область Tsjerkasy
Tsjernívtsífylki Чернівецька область Tsjernívtsí
Tsjerníhívfylki Чернігівська область Tsjerníhív
Sjálfstjórnarlýðveldið Krím Автономна Республіка Крим Símferopol
Kænugarður Київ Kænugarður (Kyjív)
Sevastopol Севастополь Sevastopol

Tilvísanir

  1. „Declaration of State Sovereignty of Ukraine“. Verkhovna Rada of Ukraine. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2007. Sótt 24. desember 2007.
  2. „Ukraine - Trade - European Commission“. ec.europa.eu.
  3. „Sækir formlega um aðild að ESB“. mbl.is. 28. febrúar 2022. Sótt 15. mars 2022.
  4. „Next to Kyrgyzstan and Djibouti — Ukraine's Results in Corruption Perceptions Index 2019“. Transparency International. 23. janúar 2020. Sótt 18. febrúar 2020.
  5. Bohdan Ben (25. september 2020). „Why Is Ukraine Poor? Look To The Culture Of Poverty“. VoxUkraine. Sótt 4. mars 2021.
  6. „Ukraine becomes world's third biggest grain exporter in 2011 – minister“. Black Sea Grain. 20. janúar 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. desember 2013. Sótt 31. desember 2013.
  7. „World Trade Report 2013“. World Trade Organization. 2013. Sótt 26. janúar 2014.
  8. „Ukraine“. CIA World Factbook. 13. desember 2007. Sótt 24. desember 2007.
  9. „Ukraine – Relief“. Encyclopædia Britannica (fee required). Afrit af upprunalegu geymt þann 15. janúar 2008. Sótt 27. desember 2007.
  10. Oksana Grytsenko (9. desember 2011). „Environment suffers from lack of recycling“. Kyiv Post. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. janúar 2012.

Read other articles:

منتخب تركيا لهوكي الجليد للناشئين البلد تركيا  ألوان الفريق     رمز IIHF TUR مشاركة دولية  هولندا 32 - 1 تركيا  (ليتوانيا؛ 30 ديسمبر 1997) أكبر فوز  تركيا 28 - 3 أرمينيا  أكبر هزيمة  هولندا 37 - 0 تركيا  (نوفي ساد، يوغوسلافيا؛ 29 ديسمبر 1999) بطولة العالم لهوكي الجليد تحت...

 

Questa voce o sezione sull'argomento funzionari non cita le fonti necessarie o quelle presenti sono insufficienti. Commento: Praticamente nessuna fonte da 10 anni Puoi migliorare questa voce aggiungendo citazioni da fonti attendibili secondo le linee guida sull'uso delle fonti. Leka ZoguLeka Zogu nel 2012Pretendente al trono d'AlbaniaStemma In carica30 novembre 2011 –in carica PredecessoreLeka Zogu Nome completoLeka Anwar Zog Reza Baudouin Msiziwe Zogu NascitaClinica Sandto...

 

Babi kecapBabi kecap khas Tionghoa IndonesiaNama lainBabi ketjap (dialek Belanda)SajianHidangan utamaTempat asalIndonesiaDibuat olehTionghoa IndonesiaSuhu penyajianHangatBahan utamaBabi dan sayur disiram dengan kecap manis dibumbui dengan bawang merah dan bawang putihVariasiSemurSunting kotak info • L • BBantuan penggunaan templat ini  Media: Babi kecap Babi kecap adalah semur daging babi khas Indonesia dengan kecap manis.[1][2] Ini adalah salah satu mas...

American music magazine Rap-UpThe summer 2008 issue of Rap-Up—which featured Teyana Taylor, Keri Hilson and Solange Knowles on the cover—was redesigned to cater for the aging demographic.Editor-in-ChiefDevin LazerineCategoriesMusicFrequencyQuarterlyPublisherDevin LazerineFirst issueJuly 2001CountryUnited StatesLanguageEnglishWebsitewww.rap-up.com ISSN1943-4006 Rap-Up is a magazine launched in 2001 by founder Devin Lazerine. The publication was originally a website devoted to hip hop, unti...

 

This is the list of cathedrals in the Dominican Republic sorted by denomination. Anglican Catedral de la Epifania/Union Church, Santo Domingo (The Episcopal Church) Catedral Primada de América, Ciudad Colonial, Santo Domingo Roman Catholic Cathedrals of the Roman Catholic Church in the Dominican Republic:[1] Basilica Cathedral of Santa María la Menor (Catedral Primada de América) (Spanish: Basílica Menor de Santa María de la Encarnación), Ciudad Colonial, Santo Domingo Basílic...

 

State historic site of North Dakota, United States United States historic placeFort Clark Archeological DistrictU.S. National Register of Historic PlacesU.S. Historic district A typical Mandan village — possibly what the early settlement may have looked likeShow map of North DakotaShow map of the United StatesLocationMercer County, North Dakota, USANearest cityStanton, North DakotaCoordinates47°15′07″N 101°16′31″W / 47.25194°N 101.27528°W / 47.25194; -101...

2012 United States gubernatorial elections ← 2011 November 6, 2012June 5 (Wisconsin recall) 2013 → 14 governorships12 states; 2 territories[a]   Majority party Minority party   Party Republican Democratic Seats before 29 20 Seats after 30 19 Seat change 1 1 Popular vote 8,305,687[1] 7,992,567 Percentage 49.7% 47.9% Seats up 4 8 Seats won 5 7 Map of the results     Democratic hold   ...

 

Danish-born Norwegian worker, newspaper editor and politician Carl JeppesenBorn(1858-03-16)16 March 1858Copenhagen, DenmarkDied26 January 1930(1930-01-26) (aged 71)Oslo, NorwayNationalityNorwegianOccupation(s)Brushmaker, newspaper editor and politician Jeppesen in 1908 with a copy of Social-Demokraten Carl Jeppesen (16 March 1858 – 26 January 1930) was a Danish-born Norwegian worker, newspaper editor and politician. He edited the newspaper Social-Demokraten from 1887 to 1892, and f...

 

Державний комітет телебачення і радіомовлення України (Держкомтелерадіо) Приміщення комітетуЗагальна інформаціяКраїна  УкраїнаДата створення 2003Керівне відомство Кабінет Міністрів УкраїниРічний бюджет 1 964 898 500 ₴[1]Голова Олег НаливайкоПідвідомчі ор...

此條目需要补充更多来源。 (2021年7月4日)请协助補充多方面可靠来源以改善这篇条目,无法查证的内容可能會因為异议提出而被移除。致使用者:请搜索一下条目的标题(来源搜索:美国众议院 — 网页、新闻、书籍、学术、图像),以检查网络上是否存在该主题的更多可靠来源(判定指引)。 美國眾議院 United States House of Representatives第118届美国国会众议院徽章 众议院旗...

 

Tangkapan layar adegan sisipan prarender dari Warzone 2100, sebuah permainan video gratis dan bersumber terbuka Adegan sisipan (Bahasa Inggris : cutscene) merupakan bagian dalam permainan video (biasanya video sinematik atau film yang ada di dalam gim), yang tidak interaktif dan menyela permainan secara keseluruhan. Adegan tersebut biasanya digunakan untuk menampilkan percakapan antartokoh, membangun suasana, mengenalkan elemen baru dalam gim, menunjukkan efek dari keputusan yang diambil...

 

African-American civil rights activist (born 1939) Claudette ColvinColvin in 1952BornClaudette Austin (1939-09-05) September 5, 1939 (age 84)Montgomery, Alabama, U.S.Occupation(s)Civil rights activist, nurse aideYears active1969–2004 (as nurse aide)EraCivil rights movement (1954–1968)Known forArrested at the age of 15 in Montgomery, Alabama, for refusing to give up her seat to a white woman on a segregated bus, nine months before the similar Rosa Parks incident.Children2 Cl...

County in West Virginia, United States For other uses, see Wayne County. This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) Some of this article's listed sources may not be reliable. Please help improve this article by looking for better, more reliable sources. Unreliable citations may be challenged and removed. (June 2020) (Learn how and when to remove this message) This article needs addit...

 

Bilateral relationsHungarian–Indonesian relations Hungary Indonesia Hungary–Indonesia relations refer to bilateral relations between Hungary and Indonesia. The two countries established diplomatic relations in 1955. A Hungarian embassy was opened in Jakarta in 1957.[1] In line to Hungarian Eastern Opening policy,[2] and due to Indonesian political weight and market potentials, Hungary considered Indonesia as one of the most influential states in the ASEAN. While Indonesia ...

 

Cafe-type business serving tea Tearoom redirects here. For other uses, see Tearoom (disambiguation). For the Chinese play, see Teahouse (play). For the help space for new Wikipedia editors, see Wikipedia:Teahouse. This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Teahouse – news · newspapers · books · scholar �...

This page is an archive of past discussions. Do not edit the contents of this page. If you wish to start a new discussion or revive an old one, please do so on the current talk page. Administrators' newsletter – July 2017 News and updates for administrators from the past month (June 2017). Administrator changes Happyme22 • Dragons flight Zad68 Guideline and policy news The RFC discussion regarding WP:OUTING and WMF essay about paid editing and outing (see more at the ArbCom noticeboard ar...

 

Range of beliefs regarding earthly supernatural phenomena Stonehenge is considered an important location by some believers in Earth mysteries.[1][2] Earth mysteries are a wide range of spiritual, religious ideas focusing on cultural and religious beliefs about the Earth, generally with a regard for specific geographic locations of historic importance.[3] Similar to modern druidry, prehistoric monuments are of particular spiritual importance to believers in Earth myster...

 

Funazushi adalah jenis sushi dari Jepang yang bukan menggunakan daging mentah, namun hasil fermentasi ikan funa (ikan emas Carassius auratus) dengan cara dibaluri garam selama satu tahun dan kemudian diganti dengan beras yang terfermentasi selama empat tahun. Ikan yang sudah terfermentasi ini bisa diiris tipis atau digunakan sebagai bahan dari hidangan lain. Secara umum, funazushi termasuk dalam narezushi.[1] Rasa Meskipun dianggap olahan ikan paling menjijikkan di seluruh dunia, seb...

American music magazine New Noise MagazineThe cover of New Noise Magazine's 26th issue (July 2016), illustrated by Chris Shary.Editor-in-ChiefLisa RootManaging EditorAddison Herron-WheelerStaff writersCheetah ChromeCategoriesMusicFrequencyBimonthlyFormatA4Circulation8,000[1]PublisherLisa RootFounderLisa RootFoundedFebruary 2013First issueApril 2013; 11 years ago (2013-04)CompanyNew Noise Magazine, Inc.CountryUnited StatesBased inBerkeley, CaliforniaLanguageEngli...

 

この記事は更新が必要とされています。この記事には古い情報が掲載されています。編集の際に新しい情報を記事に反映させてください。反映後、このタグは除去してください。(2017年11月) いずみ もとや和泉 元彌本名 山脇 元彌(やまわき もとひさ)生年月日 (1974-06-04) 1974年6月4日(50歳)出生地 岐阜県[1]出身地 東京都国籍 日本血液型 A型職業 狂言師、俳優�...