Liechtenstein á landamæri að Sviss í vestri og suðri og Austurríki í austri og norðri. Það er fjórða minnsta land Evrópu, aðeins 160 ferkílómetrar að stærð með tæplega 40 þúsund íbúa.[2] Höfuðborg Liechtenstein heitir Vaduz, en stærsta sveitarfélagið er Schaan. Liechtenstein er minnsta landið sem á landamæri að tveimur löndum.[3]
Liechtenstein er eitt þeirra landa sem hefur hæsta landsframleiðslu á mann kaupmáttarjafnað. Fjármálageiri landsins sem er staðsettur í Vaduz er hlutfallslega stór. Landið var eitt sinn þekkt skattaskjól en er ekki lengur á svörtum listum. Liechtenstein er Alpaland og vinsæll áfangastaður í vetrarferðamennsku.
Liechtenstein merkir „ljós steinn“. Landið dregur nafn sitt af Liechtenstein-kastala í Austurríki sem var ættaróðal Liechtenstein-ættar frá 1140 til 13. aldar og síðan aftur frá 1807. Liechtenstein-ætt fékk leyfi keisarans til að kaupa herradæmið Schellenberg og greifadæmið Vaduz 1699 og 1712 af Hohenem-ætt. Löngu áður hafði Karl 1. af Liechtenstein verið gerður að fursta en án furstadæmis. Þrátt fyrir að hafa oft verið nánir ráðgjafar keisaranna og eiga miklar landareignir og lén átti Liechtenstein-ætt ekki sæti á ríkisþinginu.
Þann 23. janúar 1719 bjó Karl 6. keisari furstadæmið Liechtenstein til úr Schellenberg og Vaduz til þess að Anton Florian af Liechtenstein gæti tekið sæti á þinginu. Anton Florian varð þannig fyrsti eiginlegi furstinn af Liechtenstein, sem í dag er eina sjálfstæða aðildarríki Heilaga rómverska ríkisins sem eftir er.
Saga
Elstu minjar um menn á svæðinu sem nú er Liechtenstein eru frá miðfornsteinöld.[4] Byggðir frá nýsteinöld hafa fundist í dölunum frá um 5300 f.Kr.
Hallstatt-menningin og La Tène-menningin blómstruðu seint á járnöld, frá um 450 f.Kr., hugsanlega undir áhrifum frá verslun við Grikkland hið forna og Etrúríu. Einn þekktasti ættbálkurinn í Alpahéruðunum á þeim tíma voru Helvetar. Árið 58 f.Kr. sigraði Júlíus Caesar ættbálkana í Alpafjöllum í orrustunni við Bibracte. Árið 15 f.Kr. lagði Tíberíus Alpana alla undir Rómaveldi. Liechtenstein varð þá hluti af rómverska skattlandinu Raetíu. Rómverska setuliðið var með stórar herbúðir í Brigantíum (Austurríki), við Bodenvatn, og Magíu (Sviss). Rómverjar gerðu veginn sem lá gegnum landsvæðið. Um árið 260 lögðu Alemannar Brigantíum í rúst. Alemannar voru germanskur ættbálkur sem settist að á svæðinu í kringum árið 450.
Á ármiðöldum settust Alemannar að í Alpadölunum milli 5. og 8. aldar. Liechtenstein var við austurenda Alemanníu. Á 6. öld varð allt landið hluti af Frankaveldi eftir sigur Klóvis 1. yfir Alemönnum við Tolbiac árið 504.[5][6]
Landið sem síðar varð Liechtenstein var hluti af ríki Franka (Mervíkinga og Karlunga) fram að Verdun-samningnum þegar ríki Karlunga var skipt upp árið 843.[4] Liechtenstein varð þá hluti af Austur-Frankíu, en sameinaðist Mið-Frankíu aftur um árið 1000 þegar Heilaga rómverska ríkið varð til.[4] Þar til um 1100 var retórómanska ríkjandi tungumál á svæðinu, en síðar tók þýska að breiðast út. Árið 1300 settist annar alemannískur þjóðflokkur, Walserar upprunnir frá Valais, að á svæðinu. Í þorpinu Triesenberg má enn heyra Walser-mállýskuna.[7]
Stofnun ættarveldis
Um 1200 skiptust landareignir í Alpafjöllum milli ólíkra ættarvelda, eins og Savojaættar, Zähringer-ættar, Habsborgara og Kyburg-ættar. Önnur lönd heyrðu beint undir keisarann sem hélt völdum yfir fjallaskörðum sem voru hlutar af þjóðleiðum yfir fjöllinn. Þegar eignir Kyburg-ættar féllu í hendur Habsborgara árið 1264 náði Rúdolf 1. (sem varð keisari 1273) að auka yfirráðasvæði sitt í austurhluta Alpafjalla sem náði líka yfir Liechtenstein.[5] Þetta landsvæði var veitt Hohenem-ætt sem lén þar til það var selt Liechtenstein-ætt árið 1699.
Árið 1396 varð Vaduz (suðurhluti núverandi Liechtenstein) hluti af löndum keisarans.[8]
Ættin sem furstadæmið dregur nafn sitt af kenndi sig við Liechtenstein-kastala í Neðra-Austurríki sem hún átti að minnsta kosti frá 1140 fram á 13. öld (og aftur frá 1807). Liechtenstein-ættin safnaði aðallega landareignum í Mæri, Neðra-Austurríki, Slésíu og Styrju. Þar sem þessi lönd voru öll lén sem heyrðu undir valdameiri aðalsmenn, sérstaklega hinar ýmsu greinar Habsborgara, uppfyllti Liechtenstein-ætt ekki skilyrðin til að eignast sæti á ríkisþinginu. Nokkrir Liechtenstein-furstar voru nánir ráðgjafar keisara Habsborgara, en þar sem þeir réðu ekki yfir neinum löndum milliliðalaust höfðu þeir lítil völd.
Af þessum sökum reyndi ættin að eignast lönd sem gætu flokkast sem óseljanleg óðul eða milliliðalaus lén sem heyrðu aðeins undir keisarann. Snemma á 17. öld var Karl 1. af Liechtenstein útnefndur fursti af Matthíasi keisara eftir að hafa stutt hann í pólitískri deilu. Hans-Adam 1. af Liechtenstein fékk síðan leyfi til að kaupa herradæmið Schellenberg og greifadæmið Vaduz 1699 og 1712 af Hohenem-ætt. Þessi agnarsmáu lén voru einmitt það sem ættin þurfti því þau heyrðu ekki undir neinn æðri aðalsmann en keisarann sjálfan.
Furstadæmið
Þann 23. janúar 1719,[9] þegar ættin hafði keypt löndin, lýsti Karl 6. keisari því yfir að Vaduz og Schellenberg væru sameinuð og mynduðu nýtt furstadæmi sem nefndist „Liechtenstein“ til heiðurs „mínum trúa þjóni, Antoni Florian af Liechtenstein“. Frá þeim degi var Liechtenstein fullvalda aðildarríki Heilaga rómverska ríkisins. Þessi upphefð stafaði af pólitískri hentistefnu aðalsins í Austurríki og furstarnir heimsóttu ekki nýja furstadæmið sitt í næstum 100 ár.
Eftir Napóleonsstyrjaldirnar í upphafi 19. aldar náði Frakkland undirtökum í Heilaga rómverska ríkinu eftir ósigurinn í orrustunni við Austerlitz 1805. Árið 1806 sagði keisarinn, Frans 2., af sér og leysti Heilaga rómverska ríkið upp, eftir 960 ára lénsstjórn. Napóleon gerði stærstan hluta keisaraveldisins að Rínarsambandinu. Þessar pólitísku hræringar höfðu mikil áhrif á Liechtenstein sem nú heyrði ekki lengur formlega undir keisarann í Vín.[9]
Nútímahöfundar rekja fullveldi Liechtenstein oftast til þessara atburða. Furstinn varð sjálfstæður frá keisaranum. Eftir 25. júlí 1806 þegar Rínarsambandið var stofnað, gerðist furstinn af Liechtenstein í reynd undirmaður æðsta stjórnanda þess, keisarans Napóleons 1., þar til sambandið var leyst upp 19. október 1813. Skömmu eftir það gerðist Liechtenstein aðili að Þýska sambandinu (20. júní 1815-23. ágúst 1866) sem Austurríkiskeisari ríkti yfir.
Meðal þess sem gerðist í Liechtenstein á 19. öld var að fyrsta keramikverksmiðjan var stofnuð 1836, sparisjóður var stofnaður 1861 og fyrsta spunamyllan fyrir bómull var sett upp sama ár. Árið 1868 var her Liechtenstein leystur upp vegna fjárskorts. Árið 1872 var lögð járnbraut gegnum Liechtenstein sem tengdi Austurríki-Ungverjaland við Sviss og tvær brýr yfir Rínarfljót voru reistar árið 1886.
Árið 1929 tók Frans 1. við völdum, þá 75 ára gamall. Hann hafði nýlega gifst Elisabeth von Gutmann, auðugri konu frá Vín, en faðir hennar var gyðingur og athafnamaður frá Mæri. Enginn nasistaflokkur var stofnaður í Liechtenstein, en innan Einingarflokksins gerðust margir hallir undir nasisma og tóku að tala um Elisabeth sem „gyðingavandamál“ landsins.[10]
Rétt eftir innlimun Austurríkis í Þriðja ríkið í mars 1938 útnefndi Frans 1. frænda sinn, Frans Jósef 2., þá 31 árs, sem ríkisarfa. Frans lést í júlí sama ár og Frans Jósef tók við völdum. Hann flutti til Liechtenstein árið 1938, nokkrum dögum eftir innlimum Austurríkis.[8]
Í síðari heimsstyrjöld var Liechtenstein formlega hlutlaust ríki og fylgdi Sviss í utanríkismálum. Ættarauðurinn frá landareignum í Bæheimi, Mæri og Slésíu var fluttur til Liechtenstein til varðveislu. Þegar stríðinu lauk gerðu Tékkóslóvakía og Pólland allar eigur Liechtenstein-ættar í þessum héruðum upptækar, þar sem löndin litu á þær sem eignir Þjóðverja. Meðal þess sem gert var upptækt voru 1.600 ferkílómetrar af ræktarlandi, þar á meðal menningarlandslag í Lednice-Valtice sem er nú á heimsminjaskrá UNESCO og margar hallir og kastalar. Þetta var tíföld stærð furstadæmisins sem hóf tilraun til að endurheimta þessi lönd með máli fyrir Alþjóðadómstólnum sem hefur ekki borið árangur.
Árið 2005 kom fram að Gyðingar frá fangabúðunum í Strasshof an der Nordbahn hefðu starfað á landareignum Liechtenstein-ættar í þrælavinnu á vegum SS-sveita nasista.[11]
Eftir stríðið átti furstafjölskyldan í fjárhagslegum vandræðum og hóf sölu muna úr listasafni sínu, þar á meðal málverkið Ginevra de' Benci eftir Leonardo da Vinci sem seldist á 5 milljón dali árið 1967, sem þá var metfé fyrir eitt málverk. Seinna nýtti landið sér lága fyrirtækjaskatta til að laða að fjárfestingu og verða eitt af auðugustu löndum heims.
Árið 2019 hélt Liechtenstein upp á 300 ára afmæli ríkjastofnunar. Landið er eitt af fáum löndum Evrópu (ásamt Mónakó og San Marínó) sem er ekki með tvísköttunarsamning við Bandaríkin, þrátt fyrir tilraunir til að gera slíkan samning.[16][17] Árið 2019 var furstinn af Liechtenstein talinn vera sjötti ríkasti einvaldur heims, með eignir metnar á 3,5 milljarða dala.[18]
Landfræði
Liechtenstein er ofarlega í Rínardal í Alpafjöllum og á landamæri að austurríska héraðinu Vorarlberg í austri, svissnesku kantónunum Grisons í suðri og St. Gallen í vestri. Rínarfljót myndar austurlandamæri Liechtenstein. Frá suðri til norðurs er landið um 24 km að lengd. Hæsti tindur þess, Grauspitz, er 2.599 metrar yfir sjávarmáli. Þrátt fyrir að vera í Alpafjöllum gera ríkjandi suðlægar áttir að verkum að veðurfar er fremur milt. Fjallshlíðarnar henta vel til iðkunar vetraríþrótta.
Með nýjustu mælitækjum hefur landið verið mælt 160 km2 að stærð, með 77,9 km löng landamæri.[19] Landamærin eru 1,9 km lengri en áður var talið.[20]
Furstadæmið Liechtenstein skiptist í 11 sveitarfélög sem nefnast Gemeinden (eintala Gemeinde). Þessi sveitarfélög eru flest mynduð kringum einn bæ eða þorp. Fimm þeirra (Eschen, Gamprin, Mauren, Ruggell og Schellenberg) eru í kjördæminu Unterland („undirland“), og hin (Balzers, Planken, Schaan, Triesen, Triesenberg og Vaduz) eru í Oberland („yfirland“).
Stjórnmál
Liechtenstein er furstadæmi og furstinn er þjóðhöfðingi landsins. Þing Liechtenstein er löggjafinn. Liechtenstein býr líka við beint lýðræði þar sem kjósendur geta komið fram breytingum á löggjöf og stjórnarskrá óháð þinginu.[22] Núverandi stjórnarskrá Liechtenstein var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2003 og tók við af eldri stjórnarskrá frá 1921 þar sem kveðið var á um þingbundið einveldi, þótt furstinn færi með mikil völd.
Furstinn er fulltrúi Liechtenstein í alþjóðasamskiptum, þótt Sviss sjái í reynd um mikið af utanríkismálum landsins. Furstinn hefur neitunarvald yfir löggjöf þingsins, getur efnt til þjóðaratkvæðagreiðslna, haft frumkvæði að löggjöf og leyst þingið upp, þótt það sé háð þjóðaratkvæðagreiðslu.[23]
Framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnar sem forsætisráðherra Liechtenstein leiðir, ásamt fjórum ráðherrum. Furstinn skipar alla ráðherrana samkvæmt tillögu þingsins. Stjórnin á að endurspegla valdajafnvægi í þinginu. Stjórnarskráin kveður á um að minnst tveir ráðherrar komi frá sitt hvoru kjördæmi.[24] Stjórnin ber ábyrgð gagnvart þinginu og þingið getur óskað þess að furstinn setji tiltekinn ráðherra eða alla stjórnina af.
Þing Liechtenstein nefnist Landtag. Þar sitja 25 þingmenn kosnir með hlutfallskosningu til 4 ára í senn. Fimmtán þeirra koma frá Oberland og tíu frá Unterland.[25] Flokkar verða að fá minnst 8% atkvæða til að fá sæti á þinginu (það er tvö þingsæti). Þingið stingur upp á stjórn sem furstinn skipar svo formlega. Þingið getur líka samþykkt vantraust á alla stjórnina eða einstaka ráðherra.
Þingið kýs þjóðarráð (Landesausschuss) sem er skipað þingforseta og fjórum öðrum. Þjóðarráðið hefur yfirumsjón með þinginu. Þingið getur efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um lagafrumvörp. Þingið deilir löggjafarvaldinu með furstanum og almennum borgurum sem geta með tilteknum fjölda undirskrifta krafist þjóðaratkvæðagreiðslu.[26]
Dómsvaldið skiptist milli héraðsdómstólsins í Vaduz, áfrýjunarréttar í Vaduz, hæstaréttar, stjórnsýsluréttar og ríkisréttar. Ríkisrétturinn sker úr um hvort löggjöf samræmist stjórnarskrá og er skipaður fimm dómurum sem þingið velur.
Þann 1. júlí 1984 varð Liechtenstein síðasta landið í Evrópu sem samþykkti lög um kosningarétt kvenna, eftir þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem aðeins karlar máttu kjósa.[27]
Sveitarfélög
Í Liechtenstein eru níu sveitarfélög sem skiptast milli tveggja kjördæma, Oberland og Unterland. Flest sveitarfélögin ná aðeins yfir einn bæ. Þrátt fyrir að vera mjög lítil eru umfang þeirra oft flókið, því borgaraleg samvinnufélög sem eru til í um helmingi þeirra, fara með ýmis hefðbundin réttindi við hagnýtingu skóga og beitarlanda.
Þrátt fyrir takmarkaðar náttúruauðlindir er Liechtenstein eitt af fáum löndum heims með fleiri skráð fyrirtæki en íbúa. Þetta stafar af því að landið var til skamms tíma vinsælt skattaskjól.[30] Landið býr við frjálsan markaðsbúskap með þróaðan iðnað og fjármálageira. Lífsgæði íbúa eru sambærileg við það sem best gerist hjá stærri nágrönnum í Evrópu.
Stjórn Liechtenstein vinnur að því að samræma efnahagsstefnu sína stefnu Evrópusambandsins. Árið 2008 var atvinnuleysi í Liechtenstein 1,5%. Aðeins eitt sjúkrahús er í Liechtenstein, Liechtensteinisches Landesspital í Vaduz. Árið 2014 áætlaði CIA World Factbook að kaupmáttarjöfnuð verg landsframleiðsla væri 4,97 milljarðar dala. Árið 2009 var landsframleiðsla á mann áætluð 139.100 dalir, sú hæsta í heimi.[21]
Iðnfyrirtæki í Liechtenstein framleiða meðal annars rafeindatæki, textíl, mælitæki, málmtækni, aflvélar, festiskrúfur, reiknivélar, lyf og matvæli. Þekktasta alþjóðlega fyrirtækið og stærsti vinnuveitandi Liechtenstein er tækjaframleiðandinn Hilti sem framleiðir bora, naglabyssur og fleira. Landbúnaður er stundaður víða í bæði Oberland og Unterland og Liechtenstein framleiðir hveiti, bygg, maís, kartöflur, mjólkurvörur, kjöt og vín.
Íbúar
Íbúar Liechtenstein voru 39.315 31. desember 2021[31] svo landið er fjórða fámennasta land Evrópu, á eftir Vatíkaninu, San Marínó og Mónakó. Íbúar tala aðallega þýsku, þótt einn þriðji sé aðfluttur, aðallega frá Þýskalandi, Austurríki og þýskumælandi kantónum Sviss. Hluti íbúa er frá öðrum kantónum Sviss, Ítalíu og Tyrklandi. Erlent vinnuafl er 2/3 af mannafla í landinu.[32]
Lífslíkur í Liechtenstein eru 82 ár (84,8 hjá konum og 79,8 hjá körlum). Ungbarnadauði er 4,2 andlát á 1.000 fæðingar miðað við árið 2018.
Menning
Vegna smæðar sinnar hefur Liechtenstein orðið fyrir menningaráhrifum frá nágrannalöndunum, einkum öðrum þýskumælandi héruðum eins og Austurríki, Baden-Würtemberg, Bæjaralandi, Sviss og sérstaklega Týról og Voralberg. Sögufélag furstadæmisins Liechtenstein leikur stórt hlutverk við varðveislu sögu og menningar landsins.[33]
Listasafnið Kunstmuseum Liechtenstein er stærsta safn landsins. Það er alþjóðlegt safn með nútímalist og samtímalist sem á nokkuð safn þekktra verka. Byggingin er eftir svissnesku arkitekana Morger, Degelo og Kerez og er ein þekktasta byggingin í Vaduz. Hún var vígð í nóvember 2000 og myndar svartan kassa úr litaðri steypu og svörtu basalti. Safnið er jafnframt þjóðlistasafn Liechtenstein. Helstu verkin úr einkalistasafni furstans af Liechtenstein, sem er eitt af merkustu listasöfnum heims, eru til sýnis í Liechtenstein-safni í Vínarborg.[34]
Önnur mikilvæg söfn eru Þjóðminjasafn Liechtenstein (Liechtensteinisches Landesmuseum) með fasta sýningu sem fjallar um sögu landsins, auk sérsýninga. Í landinu eru líka frímerkjasafn, skíðasafn og safn sem sýnir sveitalíf fyrir 500 árum.
Frægustu sögulegu byggingar landsins eru Vaduz-kastali, Gutenberg-kastali, Rauða húsið og rústir Schellenberg. Á þjóðhátíðardegi Liechtenstein er öllum borgurum landsins boðið í kastala þjóðhöfðingjans. Stór hluti íbúa tekur þátt í hátíðarhöldunum þar sem ræður eru fluttar og boðið upp á bjór.[35]
↑ 21,021,1„Liechtenstein“. The World Factbook. Central Intelligence Agency. Sótt 3. ágúst 2017.
↑Marxer, Wilfried; Pállinger, Zoltán Tibor (2007). „System contexts and system effects of direct democracy-direct democracy in Liechtenstein and Switzerland compared“. Direct Democracy in Europe. VS Verlag für Sozialwissenschaften. bls. 12–29. doi:10.1007/978-3-531-90579-2_1. ISBN978-3-531-90579-2. Sótt 31. október 2020.
American writer Susan CainBornSusan Horowitz Cain1968[1] (1968-03-20) March 20, 1968 (age 56)[better source needed]OccupationWriter, former lawyer and negotiations consultant[2]LanguageEnglishNationalityAmericanCitizenshipAmericanAlma materPrinceton University (A.B.)[3][4] Harvard Law School (J.D.)[5][6]GenreSuccess, Management, Education, Psychology, Self-Help, Interpersonal RelationsNotable worksQuiet: The Power of ...
Shelter MPU BungurasihBagian dari Terminal PurabayaTampak beberapa angkutan umum terparkir di Shelter MPU BungurasihLokasiKompleks Terminal Purabaya, Desa Bungurasih, Kecamatan Waru, Kabupaten Sidoarjo, Provinsi Jawa Timur, Kodepos 61256 IndonesiaKoordinat7°21′2″S 112°43′24″E / 7.35056°S 112.72333°E / -7.35056; 112.72333Koordinat: 7°21′2″S 112°43′24″E / 7.35056°S 112.72333°E / -7.35056; 112.72333LayananMPU AntarkotaL...
Alexius III Angelus Alexius III Angelus (bahasa Yunani: Ἀλέξιος Ἄγγελος; ± 1153 - Nicea, 1211) ialah Kaisar Bizantium yang memerintah antara tahun 1195 hingga tahun 1203. Alexius adalah anak dari Andronikus Angelus. Andronikus sendiri adalah cucu Kaisar Aleksius I Komnenus. Aleksius III sendiri adalah kakanda dari Isaakios II Angelos. Pada tahun 1195, ketika Isaakus II sedang berburu di Trakia, Alexius dinyatakan sebagai kaisar oleh pasukan dengan membiarkan isteri Alexius Eu...
Relief Gandaberunda di Istana Mysuru. Gandaberunda (Dewanagari: गण्डभेरुण्ड; ,IAST: Gaṇḍabheruṇḍa,; arti: berleher hebat) atau Berunda (Dewanagari: भेरुण्ड; ,IAST: Bheruṇḍa,; arti: dahsyat) adalah burung berleher dua dalam mitologi Hindu, yang merupakan salah satu penjelmaan Wisnu. Menurut mitologi Hindu, ia memiliki kekuatan gaib yang sangat besar.[1] Menurut aliran Waisnawa, ia dihormati sebagai salah satu...
Sikh community kitchen where a free meal is served to anyone without distinction For the Sufi practice, see Langar (Sufism). This article is missing information about meal content, types of food. Please expand the article to include this information. Further details may exist on the talk page. (September 2023) A community meal in progress at a Sikh langar Part of a series onSikh practices and discipline Foundations of Practice Simran Sewa Three pillars Naam Japo Kirat Karo Vand Chhako Discipl...
Defunct Czechoslovak newspaper Not to be confused with Právo. Rudé právoProletáři všech zemí, spojte se!First edition of Rudé právo from 21 September 1920TypeDaily newspaperFormatBroadsheetOwner(s)Communist Party of CzechoslovakiaFoundedSeptember 21, 1920 (1920-09-21)Political alignmentCommunistLanguageCzechCeased publicationSeptember 1995HeadquartersPrague, CzechoslovakiaCountryCzechoslovakiaISSN0032-6569 Rudé právo (Czech for Red Justice or The Red Right) was ...
Professional wrestling tag team Professional wrestling tag team Wild SamoansAfa (front) and Sika (behind) in 1983Tag teamMembersAfaSikaName(s)The Samoans The Samoan Warriors The Wild SamoansThe IslandersBilled heights6 ft 2 in (1.88 m) eachCombinedbilled weight645 lb (293 kg)[1]Billed fromThe Isle of SamoaDebut1973Disbanded1997TrainerPeter Maivia[1] The Wild Samoans was the professional wrestling tag team of Afa Anoaʻi and Sika Anoaʻi in the National...
GER Class T77LNER Class J19Down (westbound) freight on the North London line at Finchley Road & Frognal. The train was probably from Temple Mills Yard (Leyton), heading for the SR with a Gresley rebuild of ex-GE J19 No. 64657. 7 May 1955Type and originPower typeSteamDesignerA. J. HillBuilderStratford WorksBuild date1916–1920Total produced25SpecificationsConfiguration: • Whyte0-6-0 • UICC h2Gauge4 ft 8+1⁄2 in (1,435 mm)Driver dia...
APL Ltd.JenisAnak perusahaanIndustriPengapalanDidirikan1848 di New York City, Amerika SerikatKantorpusatRockville, Maryland, Amerika SerikatSingapuraTokohkunciNicolas Doe - Pejabat Eksekutif TertinggiJasaPengapalan Terminal peti kemasPendapatanUS$4.6 miliar (FY 2016)Karyawan5.000 (2017)IndukCMA CGMSitus webwww.apl.com American President Lines Ltd. (sekarang hanya disebut sebagai APL), bersama dengan perusahaan induknya CMA CGM, adalah perusahaan transportasi peti kemas ketiga terbesar d...
Cet article est une ébauche concernant un compositeur tchèque. Vous pouvez partager vos connaissances en l’améliorant (comment ?). Pour plus d’informations, voyez le projet musique classique. Jan Václav Hugo VoříšekBiographieNaissance 11 mai 1791VamberkDécès 19 novembre 1825 (à 34 ans)VienneNationalités autrichiennebohémienneActivités Compositeur, organiste, avocat, pédagogue, chef d'orchestre, pianisteAutres informationsInstruments Orgue (en), pianoMaîtres Václ...
Historic land company in Arizona Aztec Land and Cattle CompanyTraded asOTC Pink: AZLCZFounded1884FounderEdward KinsleyHeadquartersPhoenix, Arizona, USWebsitewww.azteclandco.com Aztec Land and Cattle Company, Limited (Aztec) is a land company with a historic presence in Arizona. It was formed in 1884 and incorporated in early 1885 as a cattle ranching operation that purchased 1,000,000 acres in northern Arizona from the Atlantic & Pacific Railroad. It then imported approximately 32,000 hea...
Winter sport of skiing and rifle shooting Not to be confused with Duathlon or Biathle. BiathlonBiathletes in the shooting area of a competitionHighest governing bodyInternational Biathlon UnionCharacteristicsTeam membersSingle competitors or relay teamsMixed-sexYesEquipmentSkis, poles, riflePresenceOlympic1924 (military patrol) 1960 (officially) The biathlon is a winter sport that combines cross-country skiing and rifle shooting. It is treated as a race, with contestants skiing through a...
Thai professional golfer Ariya Jutanugarnเอรียา จุฑานุกาลODJutanugarn at the LPGA Kingsmill 2016Personal informationNicknameMayBorn (1995-11-23) 23 November 1995 (age 28)Bangkok, ThailandHeight5 ft 7 in (1.70 m)Sporting nationality ThailandResidenceBangkok, ThailandCareerTurned professional2012Current tour(s)Ladies European Tour(joined 2013)LPGA Tour (joined 2015)Professional wins13Number of wins by tourLPGA Tour12Ladies European Tour3Bes...
Closed United States Air Force General Surveillance Radar station This article includes a list of references, related reading, or external links, but its sources remain unclear because it lacks inline citations. Please help improve this article by introducing more precise citations. (December 2012) (Learn how and when to remove this message) Houma Air Force Station Part of Air Defense Command (ADC)Houma AFSLocation of Houma AFS, LouisianaCoordinates29°33′45″N 090°40′30″W / &...
German anti tank gun tactic This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Pakfront – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (April 2007) (Learn how and when to remove this message) The Pakfront was a defensive military tactic developed by the German forces on the Eastern Front during the Second World ...
Provincial capital and city in Tshuapa, DR CongoBoendeProvincial capital and cityVille de BoendeBoendeLocation in Democratic Republic of the CongoCoordinates: 0°16′52″S 20°52′34″E / 0.281°S 20.876°E / -0.281; 20.876Country DR CongoProvinceTshuapaCommunesBoende, TshuapaGovernment[1] • MayorMustafa BosengePopulation (2009) • Total36,158Time zoneUTC+1 (West Africa Time)ClimateAf Boende is a city and capital of Tshuapa Prov...
لمعانٍ أخرى، طالع وزارة المالية (توضيح). هذه المقالة يتيمة إذ تصل إليها مقالات أخرى قليلة جدًا. فضلًا، ساعد بإضافة وصلة إليها في مقالات متعلقة بها. (أبريل 2024) وزارة المالية (بنغلاديش) تفاصيل الوكالة الحكومية البلد بنغلاديش تأسست 14 أبريل 1971 الإدارة موقع الويب الم...