Evrópuráðið

Evrópuhöllin.
Evrópufáninn hefur verið tákn Evrópuráðsins síðan 1955.

Evrópuráðið er alþjóðasamtök 47 ríkja í Evrópu, með samanlagt um 800 milljónir borgara, stofnuð 5. maí 1949. Aðild er opin öllum Evrópuríkjum sem teljast réttarríki byggð á lögum og virða grundvallar mannréttindi og frelsi borgara sinna.

Helstu stofnanir Evrópuráðsins er þing Evrópuráðsins og ráðherranefnd Evrópuráðsins. Með mikilvægustu verkum ráðsins var samþykkt Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1950 og stofnun Mannréttindadómstóls Evrópu til að fylgja eftir sáttmálanum. Fyrir þau lönd sem nýlega hafa tekið upp lýðræðislega stjórnarhætti - svo sem mörg fyrrverandi Ráðstjórnarríki - var litið til viðmiðana Evrópuráðsins við samningu stjórnarskrá þeirra.

Evrópuráðið hefur höfuðstöðvar í Strassborg nálægt landamærum Frakklands og Þýskalands, höfuðstöðvarnar eru í byggingu sem nefnist Evrópuhöllin og er á jaðri miðborgarinnar.

Evrópuráðið tengist ekki Evrópusambandinu, öll aðildarríki ESB eru einnig í Evrópuráðinu en ekki eru öll aðildarríki ráðsins í Evrópusambandinu. Til að flækja málin þá eru tvær stofnanir innan ESB með keimlík nöfn, þ.e. Evrópska ráðið og Ráð Evrópusambandsins.

Aðildarríki

Markmið

Í kjölfar síðari heimsstyrjaldar var vilji leiðtoga Evrópu sá að koma í veg fyrir frekari stríðsátök í Evrópu í framtíðinni, bráðnauðsynlegt skref í þá átt væri að tryggja að í öllum Evrópulöndum væru mannréttindi allra einstaklinga virt og að stuðla ætti að gagnkvæmum skilningi og samvinnu meðal Evrópuþjóða.

Markmiðin:

Tengt efni

Tenglar