24. október 2001; fyrir 23 árum (2001-10-24)[1][2]
Wayback Machine er safnvefsíða á internetinu sem stofnuð var af stafræna bókasafninuInternet Archive í San Francisco. Síðan er hönnuð til þess að gera notendum kleift að „ferðast aftur í tíma“ og sjá hvernig vefsíður litu áður út. Stofnendur vefsíðunnar, Brewster Kahle og Bruce Gilliat, þróuðu Wayback Machine til þess að tryggja „almennan aðgang að allri þekkingu“ með því að varðveita afrit af vefsíðum sem ekki eru lengur virkar.
Frá því að Wayback Machine var stofnuð árið 2001 hefur rúmlega 531 milljarði vefsíðna verið bætt í vefsafnið. Þjónustan hefur vakið deilur um það hvort það teljist brot á höfundarrétti að geyma afrit af vefsíðum án leyfis eigandans.