Bodenvatn

Bodenvatn (þýska: Bodensee) er stöðuvatn í Rínarfljóti á landamærum Þýskalands, Austurríkis og Sviss.

Landafræði

Gervihnattamynd af Bodenvatni

Bodenvatn er 536 km³ að stærð og er því þriðja stærsta stöðuvatn Mið-Evrópu á eftir Balatonvatni og Genfarvatni. Það skiptist í þrjá meginhluta. Aðalhlutinn kallast Seerhein. Fyrir norðvestan er langur rani sem heitir Überlingersee (einnig Obersee), en fyrir suðvestan er Untersee. Þar rennur Rín úr vatninu. Mesta dýpi vatnsins er 254 m.

Við aðrennslið Austurríkismegin myndar Rín gríðarmikla óshólma. Þeir heita Vorarlberger Rheindelta og eru mestu óshólmar Mið-Evrópu inni í landi. Helstu borgir Þýskalandsmegin eru Konstanz, Lindau og Friedrichshafen. Austurríkismegin er borgin Bregenz. Svissmegin eru bæirnir Arbon og Romanshorn.

Miklar samgöngur eru á vatninu. Ferjur ganga borga á milli. Vatnið er einnig mikið notað af ferðamönnum, sem gjarnan baða sig og reyna sig á seglbretti.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.