Bodenvatn er 536 km³ að stærð og er því þriðja stærsta stöðuvatnMið-Evrópu á eftir Balatonvatni og Genfarvatni. Það skiptist í þrjá meginhluta. Aðalhlutinn kallast Seerhein. Fyrir norðvestan er langur rani sem heitir Überlingersee (einnig Obersee), en fyrir suðvestan er Untersee. Þar rennur Rín úr vatninu. Mesta dýpi vatnsins er 254 m.