Vatíkanið

Vatíkanið
Status Civitatis Vaticanae
Stato della Città del Vaticano
Fáni Vatíkansins Skjaldarmerki Vatíkansins
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Inno e Marcia Pontificale
Staðsetning Vatíkansins
Höfuðborg Vatíkanið
Opinbert tungumál ítalska
Stjórnarfar Einveldi

Páfi Frans
Forsætisráðherra Pietro Parolin
Nefndarforseti Giuseppe Bertello
Sjálfstæði
 • Lateransamningarnir 11. febrúar 1929 
Flatarmál
 • Samtals
194. sæti
0,49 km²
Mannfjöldi
 • Samtals (2019)
 • Þéttleiki byggðar
240. sæti
453
924/km²
Gjaldmiðill Evra
Tímabelti UTC +1 (+2)
Þjóðarlén .va
Landsnúmer +379

Vatíkanið eða Páfagarður (latína: Status Civitatis Vaticanae, ítalska: Stato della Città del Vaticano), er landlukt land undir stjórn Hins helga stóls (latína: Sancta Sedes), æðsta yfirvalds kaþólsku kirkjunnar, sem er einráður yfir því. Landið er landlukt en eina ríkið sem það á landamæri að er Ítalía, enda er ríkið í raun inni í Rómarborg. Þar hefur páfinn aðsetur sitt og eru þar margar kirkjur og kapellur, þeirra á meðal hin fræga Sixtínska kapella.

Saga

Svæðið sem Vatikanið er á hefur lengi verið talið heilagt og þar voru fáar eða engar byggingar framan af. Þar er talið að ef til vill hafi verið rómverskur grafreitur, meðal annars vegna þess að fyrsta kirkjan þar á að hafa verið reist yfir grafhýsi heilags Péturs, árið 326. Þegar svæðið varð aðsetur biskupsins í Róm og síðar páfans þar í borg fór byggingum þar smám saman að fjölga, einkum eftir að Páfagarður fór að verða pólitísk stofnun og ekki aðeins trúarleg. Eftir fall Rómverska keisaradæmisins var Róm oftast undir stjórn páfa eða einhvers veldis sem naut stuðnings hans (svo sem hins þýska Heilaga rómverska keisaradæmis). Síðar varð það svo að páfi stýrði sjálfur löndum, sem saman voru kölluð Páfaríki. Þegar mestöll Ítalía sameinaðist í eitt ríki 1861 var Róm ekki með í hinu nýja ríki, það var ekki fyrr en 1870 að Róm, og þar með Vatikanið, var innlimuð í Ítalíu og gerð að höfuðborg. Páfagarður undi sér þó aldrei í ósjálfstæðinu, eftir að hafa lengi verið eitt mesta pólitíska afl Vesturlanda. Í langan tíma voru páfarnir ekki á því að hætta öllum diplómatískum afskiptum, sem þeir þó neyddust til að gera. Páfagarður og Ítalía deildu um þess mál allt til 1929 þegar fasistaríkisstjórnin á Ítalíu samþykkti sjálfstæði Vatikansins með Lateran-samningunum. Það var ekki fyrr en þá að Vatikanið, í þeirri mynd sem við þekkjum það nú, varð til. Á undanförnum árum, einkum í tíð Jóhannesar Páls páfa II. hefur Vatikanið svo farið að skipta sér af pólitískum málum á ný, og nýtir sér það að eiga áheyrnarsæti í flestum helstu alþjóðastofnunum nútímans.

Efnahagur

Efnahagskerfi Vatíkansins er einstakt í heiminum. Allar tekjur þess koma frá rómversk-kaþólskum kirkjum um allan heim, sölu á minjagripum og frímerkjum eða aðgöngu að söfnum Vatíkansins. Þar er enginn einkageiri og því sem næst allir vinna fyrir sömu stofnunina, Páfagarð. Þrátt fyrir þetta óvenjulega kerfi eru aðstæður íbúa mjög góðar og jafnvel betri en íbúa Rómar sjálfrar.

Lýðfræði

Íbúasamsetning Vatíkansins er frábrugðin flestum öðrum ríkjum heims vegna þess að allir íbúarnir búa þar vegna starfs síns. Meiripartur íbúanna er klerkar, sökum þess að þar eru höfuðstöðvar stærsta trúfélags heims, allt frá kardinálum til presta og yfir í óbreytta munka og nunnur. Flestir tala latínu starfs síns vegna, en koma frá hinum ýmsu stöðum heims og eiga því önnur móðurmál sem þeir nota dags daglega. Reyndar er stór hluti íbúanna af ítölsku bergi brotinn, en Ítalir hafa alltaf átt sterk ítök í æðstu stofnunum rómversk-kaþólsku kirkjunnar af sögulegum ástæðum. Flestir þeir sem búa í Vatíkaninu og eru ekki af klerkastétt, eru svissnesku verðirnir. Það er her hins sjálfstæða ríkis Vatíkansins, en allir sem í honum eru eru svissneskir. Af þeim sökum tala þeir þýsku sín á milli. Allir íbúar Vatíkansins eru, eðli málsins samkvæmt, rómversk-kaþólskir.

Merkilegir staðir

Séð yfir Péturstorgið, aðalaðkomu Vatíkansins.

Vatikanið var lengi vel ein helsta valdamiðstöð Evrópu og þar eru margar merkilegar stofnanir og byggingar. Þar er Basilíka heilags Péturs, sem er oft talin fallegasta kirkja heims, en óumdeilanlega sú stærsta. Kirkja sem byggð var árið 326 var fyrsta byggingin á því svæði sem í dag er Vatikanið. Sú sem stendur þar í dag var byggð á miðri 16. öld og þá voru veggir og loft skreytt með málverkum sem í dag eru mörg hver talin meðal þeirra allra fegurstu. Sixtínska kapellan var byggð á 15. öld að tilskipun Sixtusar Páfa IV og hefur sama grunnform og Musteri Salomóns. Hún er líka þakin freskum, þeirra frægust Sköpun Adams. Vatikanið rekur listasöfn, því listaverk Páfastóls eru ekki einungis þau sem á veggjunum eru, heldur líka margar styttur, málverk og fleiri stök verk. Þessi söfn eru talin eiga mörg fegurstu listaverka Evrópu sem páfar hafa í gegnum tíðina sankað að sér. Auk þess hýsa þau ýmsa muni tengda sögu kristni, kaþólsku og einkum Páfastólnum sjálfum, svo sem fyrrverandi hásæti páfa. Þar að auki er í Vatikaninu eitt merkasta skjalasafn heims, Hið leynda skjalasafn Vatikansins. Þar eru geymd flest skjöl sem Páfastóll hefur látið frá sér eða sankað að sér. 1922 var ákveðið að opna hluta þessa annars leynda skjalasafns fyrir vísindamönnum til rannsókna. Í páfatíð sinni opnaði Jóhannes Páll páfi II. fleiri hluta safnsins og meðal annars þá hluta þess sem snúa að Heimsstyrjöldinni síðari. Enn er þó mikill hluti þessa skjalasafns algjörlega leyndur óviðkomandi og eru uppi margar samsæriskenningar um hvað þar sé geymt.

Tilvísanir

Tenglar

Read other articles:

Untuk penjagalan hewan, lihat Penyembelihan hewan. JagalSampul DVDSutradaraJoshua OppenheimerProduserSigne Byrge SørensenSinematograferCarlos Arango de MontisLars SkreePenyuntingNiels Pagh AndersenJanus Billeskov JansenMariko MontpetitCharlotte Munch BengtsenAriadna Fatjó-Vilas MestrePerusahaanproduksiFinal Cut for RealDKDistributorDet Danske Filminstitut (Denmark)Dogwoof Pictures (Britania)Drafthouse Films (AS)Tanggal rilis 31 Agustus 2012 (2012-08-31) (Telluride Film Festival) 08...

 

Sir Henry Morton StanleyStanley pada tahun 1872LahirJohn Rowlands(1841-01-28)28 Januari 1841Denbigh, Wales, UKMeninggal10 Mei 1904(1904-05-10) (umur 63)London, Inggris, UKPenghargaanVega Medal (1883)Tanda tangan Henry Morton Stanley, 1890 Sir Henry Morton Stanley GCB (lahir John Rowlands; 28 Januari 1841 – 10 Mei 1904) adalah wartawan dan penjelajah Wales-Amerika[1][2] yang terkenal untuk eksplorasi Afrika tengah dan pencariannya untuk misionaris dan penjelajah David L...

 

Hawker Siddley HS 748HS 748 seri 2A milik Bouraq IndonesiaTipePesawat turbopropTerbang perdana24 Juni 1960StatusTidak diproduksi, masih aktifPengguna utamaAngkatan Udara IndiaPengguna lainAir NorthIndian Airlines (dipensiunkan)VARIG (dipensiunkan) Bouraq Indonesia (dipensiunkan)Tahun produksi1961-1988Jumlah produksi380VarianHawker Siddeley Andover BAe ATPWest Air Sweden HS 748 Srs2/244 Hawker Siddeley HS 748 adalah pesawat turboprop yang diproduksi oleh Avro dari Britania Raya pada akhir 1950...

Artikel ini tidak memiliki referensi atau sumber tepercaya sehingga isinya tidak bisa dipastikan. Tolong bantu perbaiki artikel ini dengan menambahkan referensi yang layak. Tulisan tanpa sumber dapat dipertanyakan dan dihapus sewaktu-waktu.Cari sumber: Noisy-Rudignon – berita · surat kabar · buku · cendekiawan · JSTOR Balai kota Noisy-Rudignon. Noisy-RudignonNegaraPrancisArondisemenFontainebleauKantonLorrez-le-Bocage-PréauxAntarkomunetidak ada pada 20...

 

Questa voce o sezione sull'argomento calcio non è ancora formattata secondo gli standard. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Segui i suggerimenti del progetto di riferimento. Voce principale: Nazionale di calcio dell'Italia. Italia Universitaria Uniformi di gara Casa Trasferta Sport Calcio Federazione FIGC Soprannome Azzurri Selezionatore Carica vacante Esordio internazionale Italia 3-2 Austria 17 luglio 1927 Migliore vittoria Italia 10-0 Svizzera 29 agosto...

 

العلاقات البوتانية الغيانية بوتان غيانا   بوتان   غيانا تعديل مصدري - تعديل   العلاقات البوتانية الغيانية هي العلاقات الثنائية التي تجمع بين بوتان وغيانا.[1][2][3][4][5] مقارنة بين البلدين هذه مقارنة عامة ومرجعية للدولتين: وجه المقارنة بوتان غي...

Watermelon grown in the shape of a cube Cube watermelon redirects here. For the American cartoonist who uses the pseudonym Cube Watermelon, see Mary Cagle. Square watermelon from Japan Square or cube watermelons are watermelons grown into the shape of a cube. Cube watermelons are commonly sold in Japan, where they are essentially ornamental and are often very expensive, with prices as high as US$200. Purpose and uses Cubic Japanese watermelon in market Cube watermelons were intended to fit mo...

 

Dressage Données clés Fédération internationale FEI (fondée en 1921) Sport olympique depuis 1912 Dressage lors d'un concours officiel modifier Le dressage est une discipline olympique des sports équestres[1] issue de la tradition de l'équitation classique. Il est souvent considéré comme un art, car la recherche esthétique du mouvement y prend une place prépondérante. L'objectif de cette discipline est de développer les qualités du cheval ou du poney au moyen d'une éducation ha...

 

Military rank Vice Chief of Naval OperationsMark of the U.S. NavyFlag of the Vice Chief of Naval OperationsIncumbentAdmiral James W. Kilbysince 5 January 2024United States NavyOffice of the Chief of Naval OperationsAbbreviationVCNOReports toChief of Naval OperationsAppointerThe Presidentwith Senate advice and consentConstituting instrument10 U.S.C. § 8035Formation26 March 1942; 82 years ago (1942-03-26)First holderFrederick J. Horne The vice chief of nav...

Soviet-American economist Wassily LeontiefВасилий ЛеонтьевLeontief in 1973BornWassily Wassilyevich Leontief(1905-08-05)August 5, 1905[2]Munich, German EmpireDiedFebruary 5, 1999(1999-02-05) (aged 93)New York City, U.S.[3]CitizenshipRussian, Soviet, AmericanAlma materUniversity of Leningrad (MA)University of Berlin (PhD)Known forInput–output analysisSpouseEstelle Marks (since 1932)[4]AwardsNobel Memorial Prize in Economic Sciences (1973)S...

 

This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) This article needs to be updated. Please help update this article to reflect recent events or newly available information. (March 2020) This article relies largely or entirely on a single source. Relevant discussion may be found on the talk page. Please help improve this article by introducing citations to additional sources.Find sources:...

 

This article is about the Greek political party. For political parties in Russia, see Political parties in Russia. Political party in Greece Napist Party κόμμα των ΝαπαίωνHistorical leadersAugustinos KapodistriasAndreas MetaxasKitsos TzavelasTheodoros KolokotronisKonstantinos KanarisNikitaras StamatelopoulosAlexandros KoumoundourosFounded1827 (1827)Dissolved1865 (1865)Merged intoNationalist PartyHeadquartersAthensIdeologyPopulism[1]Centralization[...

Parliamentary democracy Politics of Nova ScotiaCoat of arms of Nova ScotiaPolity typeProvince within a federal parliamentary constitutional monarchyConstitutionConstitution of CanadaLegislative branchNameGeneral Assembly House of AssemblyTypeUnicameralMeeting placeProvince House, HalifaxPresiding officerSpeaker of the House of AssemblyExecutive branchHead of StateCurrentlyKing Charles IIIrepresented by Arthur LeBlanc, Lieutenant GovernorHead of GovernmentCurrentlyPremierTim HoustonAppointerLi...

 

Liatongus militaris Klasifikasi ilmiah Kerajaan: Animalia Filum: Arthropoda Kelas: Insecta Ordo: Coleoptera Famili: Scarabaeidae Genus: Liatongus Spesies: Liatongus militaris Liatongus militaris adalah spesies kumbang yang berasal dari genus Liatongus dan famili Scarabaeidae. Kumbang ini juga merupakan bagian dari ordo Coleoptera, kelas Insecta, filum Arthropoda, dan kingdom Animalia. Kumbang ini memiliki antena yang terdiri dari plat yang disebut lamela. Referensi Bisby F.A., Roskov Y.R., O...

 

Tzipi HotovelyHotovely pada 2024Lahir2 Desember 1978 (umur 45)Tempat lahirRehovot, IsraelKnesset18, 19, 20, 21, 22, 23Faksi yang diwakili di Knesset2009–Likud Tzipi Hotovely (Ibrani: צִיפִי חוֹטוֹבֵלִי, lahir 2 Desember 1978) adalah seorang politikus Israel, yang sekarang menjabat sebagai anggota Knesset untuk Likud, dan sebagai Wakil Menteri Urusan Luar Negeri dari 2015 sampai 2020. Hotovely adalah seorang murid doktoranda di Fakultas Hukum di Universitas Tel Aviv. Ho...

Spanish and Portuguese sailing ship from the 13th century Profile and plan view of Santiago, largest zabra in the Spanish Armada A zabra (zah-brə) was a small or midsized sailing vessel used off the coasts of Spain and Portugal to carry goods by sea from the 13th century until the mid-16th century; they were well-armed to defend themselves against pirates and corsairs. Early Iberian documentary sources, such as the Estoria de España,[1] refer to their use by the Moors and from about...

 

「Pay-easy」あるいはラクーンホールディングスが提供するBtoB掛売り・請求書決済代行サービスの「Paid」とは異なります。 PayPal Holdings Inc. > Paidy この記事の主題はウィキペディアにおける組織の特筆性の基準を満たしていないおそれがあります。 基準に適合することを証明するために、記事の主題についての信頼できる二次資料を求めています。なお、適合するこ...

 

Empire in France from 1804 to 1815 This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: First French Empire – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (April 2024) (Learn how and when to remove this message) Not to be confused with First French colonial empire, the overseas colonies of France before 1830. Fren...

Cet article est une ébauche concernant les paquebots. Vous pouvez partager vos connaissances en l’améliorant (comment ?) selon les recommandations des projets correspondants. Si ce bandeau n'est plus pertinent, retirez-le. Cliquez ici pour en savoir plus. Cet article sur les transports doit être recyclé (juillet 2010). Une réorganisation et une clarification du contenu paraissent nécessaires. Améliorez-le, discutez des points à améliorer ou précisez les sections à recycler ...

 

Old English fortification or fortified settlement A map of burhs named in the 10th-century Burghal Hidage. A burh (Old English pronunciation: [burˠx]) or burg was an Anglo-Saxon fortification or fortified settlement. In the 9th century, raids and invasions by Vikings prompted Alfred the Great to develop a network of burhs and roads to use against such attackers. Some were new constructions; others were situated at the site of Iron Age hillforts or Roman forts and employed materials f...