Páfi (af latínu: papa „faðir“) er titill leiðtoga nokkurra kristinna kirkna. Þekktastur er höfuð rómversk-kaþólsku kirkjunnar.
Páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar
Biskupinn í Róm, sem einnig er æðsti leiðtogi rómversk-kaþólsku kirkjunnar, er nefndur páfi. Páfinn í Róm er talinn arftaki Péturs postula og er á stundum allt frá miðöldum nefndur „staðgengill Krists“ (á latínu „vicarius Christi“). Núverandi páfi er nefndur Frans (Franciscus, Jorge Mario Bergoglio), kjörinn 13. mars 2013. Forveri hans í embættinu var Benedikt XVI sem var páfi frá 19. apríl 2005. Hann sagði af sér í lok febrúar 2013 af heilsufarsástæðum. Þá voru liðnar sex aldir síðan páfi sagði síðast af sér.
Páfa eru kosnir af kardinálum.
Listi yfir páfa kaþólsku kirkjunnar
Heimild
Tengt efni