21. janúar - Heilsíðuauglýsing birtist í The New York Times þar sem hópur Íslendinga bað Íraka afsökunar á því að Ísland skyldi vera á lista yfir hinar svokölluðu „viljugu þjóðir“.
7. febrúar - Ellen MacArthur setti met í einmenningssiglingu umhverfis jörðina þegar hún fór yfir markið við Ushant eftir 71 dags, 14 tíma, 18 mínútna og 33 sekúndna siglingu.
22. febrúar - Rúmlega 500 manns létu lífið og yfir 1000 slösuðust í jarðskjálfa í suðurhluta Írans. Skjálftinn mældist 6,4 á Richterkvarða.
26. febrúar - Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, fór fram á að egypska þingið breytti stjórnarskránni til að leyfa fleiri en einn frambjóðanda í forsetakosningum.
28. júní - Þrír hermenn úr sérsveit Bandaríkjaflota, 16 bandarískir sérsveitarmenn og óþekktur fjöldi Talíbana létust í misheppnaðri hernaðaraðgerð, Red Wings-aðgerðinni, í Kunarhéraði í Afganistan.
13. júlí - Fyrrverandi forstjóri WorldCom, Bernard Ebbers, var dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir þátt sinn í einu stærsta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna.
16. júlí - Skáldsagan Harry Potter og blendingsprinsinn kom út á sama tíma um allan heim. 287.564 eintök seldust að meðaltali á hverri klukkustund fyrsta sólarhringinn.
27. október - Miklar óeirðir hófust í París vegna óánægju ungs fólks af erlendum uppruna. Óeirðir héldu áfram vítt og breitt um landið næstu 3 vikurnar.
31. desember - Flugeldasala Hjálparsveitar skáta í Hveragerði brann eftir að sprenging varð í húsnæðinu um eittleytið, einnig brunnu tæki hjálparsveitarinnar, bílar og fleira. Einn fótbrotnaði en allir komust lífs af.