Ungfrú heimur er stór alþjóðleg fegurðarsamkeppni sem var stofnuð í Bretlandi af Eric Morley árið 1951. Keppnin er, ásamt keppnunum Ungfrú alheimur ein sú þekktasta í heimi og er sjónvarpað í flestum löndum heims.
Fulltrúar Íslands hafa sigrað keppnina þrisvar sinnum: Hólmfríður Karlsdóttir 1985, Linda Pétursdóttir 1988 og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir 2005. Núverandi Miss World 2021 er ungfrú Pólland, Karolina Bielawska, 24. árs gömul.