Hosni Mubarak

Hosni Mubarak
حسني مبارك
Mubarak árið 2009.
Forseti Egyptalands
Í embætti
14. október 1981 – 11. febrúar 2011
Forsætisráðherra
Sjá lista
Varaforseti
ForveriAnwar Sadat
Sufi Abu Taleb (starfandi)
EftirmaðurMúhameð Hussein Tantawi (til bráðabirgða)
Múhameð Morsi
Persónulegar upplýsingar
Fæddur4. maí 1928
Kafr-El Meselha, Egyptalandi
Látinn25. febrúar 2020 (91 árs) Kaíró, Egyptalandi
StjórnmálaflokkurLýðræðisflokkur þjóðarinnar (1978–2011)
Arabíska sósíalistabandalagið (fyrir 1978)
MakiSuzanne Thabet ​(g. 1959)
Börn2
StarfHerforingi, stjórnmálamaður
Undirskrift

Múhameð Hosni Said Mubarak (arabíska : محمد حسنى سيد مبارك ) (fæddur 4. maí 1928, látinn 25. febrúar 2020), almennt þekktur undir nafninu Hosni Mubarak (arabíska: حسنى مبارك ) var fjórði forseti Egyptalands frá 14. október 1981 til 11. febrúar 2011 en hann sagði af sér í kjölfar mikilla mótmæla.

Mubarak var útnefndur varaforseti Egyptalands eftir að hafa klifrað upp metorðastigann í egypska flughernum. Hann tók við forsetastóli af Anwar Sadat eftir að sá síðarnefndi var myrtur af öfgamönnum í kjölfar friðarsamkomulags hans við Ísrael.[1]

Embætti forseta Egyptalands er almennt talin valdamesta staða í Arabaheiminum. Mubarak hélt fast um stjórnartaumana allan feril sinn í embætti en leyfði þó lýðræðislegar kosningar í landinu.

Eftir að Mubarak var steypt af stóli var hann handtekinn og ákærður fyrir ýmsa glæpi, meðal annars fyrir að hafa beitt forsetavaldi sínu til að láta myrða fólk í byltingunni 2011. Mubarak dvaldi undir ströngu eftirliti í fangelsum og hersjúkrahúsum næstu árin en var loks sýknaður og endanlega látinn laus árið 2017.[2] Mubarak lést á sjúkrahúsi í Kaíró árið 2020.[3]

Tilvísanir

  1. „Þaulsætinn þjóðarleiðtogi“. Dagblaðið Vísir. 7. febrúar 2011. bls. 22–23.
  2. „Mubarak látinn laus eftir sex ár í haldi“. Kjarninn. 24. mars 2017. Sótt 13. desember 2024.
  3. Stefán Ó. Jónsson (25. febrúar 2020). „Hosni Mubarak látinn“. Vísir. Sótt 13. desember 2024.


Fyrirrennari:
Anwar Sadat
Forseti Egyptalands
(19812011)
Eftirmaður:
Múhameð Hussein Tantawi
(til bráðabirgða)


  Þetta æviágrip sem tengist stjórnmálum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.