22. nóvember - Vegalög voru staðfest og kváðu þau á um að vinstri umferð væri í gildi á Íslandi. Var sú ákvörðun tekin með tilliti til kvenna, sem riðu í söðli, en þær höfðu báða fætur á vinstri hlið hestsins og hentaði vinstri umferð því betur. Hægri umferð gekk í gildi 26. maí1968.
Ný fræðslulög voru sett á Alþingi, byggð á frumvarpi Guðmundar Finnbogasonar heimspekings. Þau kváðu meðal annars á um stofnun kennaraskóla. Einnig var ákveðið að sú regla skyldi gilda að skyldunám væri nemendum að kostnaðarlausu og ríkið greiddi kennslu og sæi um skólahúsnæði. [1]
Landsforbundet for Kvinders Valgret, dönsk samtök fyrir kosningarétt kvenna eru stofnuð. * Brot úr satýrleiknum Satýrarnir eftir Sófókles uppgötvaðist í Egyptalandi.