Sveitarstjórn

Sveitarstjórn eða bæjarstjórn er stjórn sveitarfélags. Stjórnarmenn eru oftast kjörnir af íbúum sveitarfélagsins og geta síðan myndað meirihluta um stjórn þess. Talsmaður sveitarstjórnar er titlaður sveitarstjóri, stjórnarformaður eða bæjarstjóri eftir atvikum. Hann getur verið einn af sveitarstjórnarmönnum eða ráðinn sérstaklega í þetta embætti. Í sumum tilvikum er auk hans formaður eða forseti sveitar-/bæjarstjórnar. Í borgum eru sveitarstjórnir kallaðar borgarstjórnir.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.