10. desember
10. desember er 344. dagur ársins (345. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 21 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
- 741 - Sakarías varð páfi.
- 1317 - Birgir Magnússon hélt gestaboðið í Nyköping, þar sem hann tók bræður sína, Eirík og Valdimar, til fanga og varpaði þeim í dýflissu þar sem þeir létust á útmánuðum 1318.
- 1508 - Heilaga bandalagið milli Maximilíans 1. keisara hins Heilaga rómverska ríkis, Júlíusar 2. páfa, Loðvíks 12. Frakkakonungs og Ferdinands 2. af Aragóníu, var myndað gegn Feneyingum.
- 1680 - Karl 11. Svíakonungur gerðist einvaldur.
- 1684 - Edmund Halley las afleiðslu lögmála Keplers út frá kenningu Newtons um þyngdaraflið upp á fundi hjá Konunglega breska vísindafélaginu.
- 1807 - James Johnston skipherra uppgötvaði Johnstoneyju í Kyrrahafinu.
- 1886 - Í Þjóðólfi birtist fyrsta íslenska auglýsingin um tannlækningar er Oscar Nickolin auglýsti „tannlækningar án þess að draga tennurnar úr“.
- 1898 - Parísarsáttmálinn 1898 var undirritaður. Þá fengu Bandaríkin yfirráð yfir Púertó Ríkó og Spánverjar viðurkenndu sjálfstæði Kúbu.
- 1901 - Nóbelsverðlaunin voru veitt í fyrsta sinn í Stokkhólmi.
- 1907 - Fyrsta bílferð norðanlands átti sér stað þegar vörubíl var ekið frá Akureyri að Grund í Eyjafirði.
- 1924 - Rauði kross Íslands var stofnaður í Reykjavík. Fyrsti formaður var Sveinn Björnsson, síðar forseti Íslands.
- 1936 - Játvarður 8. Englandskonungur undirritaði afsögn sína.
- 1939 - Rauði kross Íslands og Norræna félagið stóðu fyrir söfnun í nokkrar vikur til handa Finnum vegna innrásar Rússa í Finnland.
- 1948 - Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt.
- 1955 - Halldór Laxness veitti viðtöku Nóbelsverðlaunum sínum í Stokkhólmi.
- 1970 - Aleksandr Solzhenitsyn var neitað um fararleyfi frá Sovétríkjunum til að taka við bókmenntaverðlaunum Nóbels.
- 1972 - Minjasafnskirkjan á Akureyri, fyrrum Svalbarðskirkja, var endurvígð sem guðshús og safngripur Minjasafnsins á Akureyri.
- 1975 - Skæruliðasamtökin Polisario hófu vopnaða baráttu við hernámslið Marokkó og Máritaníu í Vestur-Sahara.
- 1982 - Ísland skrifaði undir hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna ásamt 119 öðrum þjóðum, en þessi sáttmáli hafði verið baráttumál Íslands í áratugi.
- 1983 - Raúl Alfonsín tók við embætti sem forseti Argentínu.
- 1984 - Bandaríska fyrirtækið Cisco Systems var stofnað.
- 1991 - Á fundi 12 aðildarlanda Evrópusambandsins í Maastricht var ákveðið að taka upp nánara stjórnmála- og efnahagssamband með sameiginlegri mynt.
- 1993 - Tölvuleikurinn Doom kom á markað.
- 1993 - Drammens Teater í Drammen í Noregi eyðilagðist í bruna.
- 1997 - Astana varð höfuðborg Kasakstan í stað Almaty.
Fædd
- 1394 - Jakob 1. Skotakonungur (d. 1437).
- 1610 - Adriaen van Ostade, hollenskur listmálari (d. 1685).
- 1699 - Kristján 6. Danakonungur (d. 1746).
- 1804 - Carl Gustav Jacob Jacobi, þýskur stærðfræðingur (d. 1851).
- 1815 - Ada Lovelace, enskur stærðfræðingur (d. 1852).
- 1830 - Emily Dickinson, bandarískt skáld (d. 1886).
- 1889 - Theodór Árnason, íslenskur þýðandi (d. 1952).
- 1891 - Nelly Sachs, þýskur rithöfundur (d. 1970).
- 1907 - Lucien Laurent, franskur knattspyrnumaður (d. 2005).
- 1908 - Mario Evaristo, argentínskur knattspyrnumaður (d. 1993).
- 1917 - D.R. Shackleton Bailey, enskur fornfræðingur (d. 2005).
- 1941 - Kyu Sakamoto, japanskur söngvari og leikari (d. 1985).
- 1942 - Aritatsu Ogi, japanskur knattspyrnumaður.
- 1954 - Florentin Smarandache, rúmenskur stærðfræðingur.
- 1960 - Kenneth Branagh, breskur leikari.
- 1972 - Brian Molko, söngvari og gítarleikari (Placebo).
- 1981 - Hólmar Örn Rúnarsson, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1982 - Sultan Kösen, hæsti maður heims.
- 1985 - Lê Công Vinh, víetnamskur knattspyrnumaður.
Dáin
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|