13. desember
13. desember er 347. dagur ársins (348. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 18 dagar eru eftir af árinu.
Atburðir
- 2001 - Fimm hryðjuverkamenn réðust á indverska þinghúsið og skutu þar níu til bana.
- 2002 - Stækkun Evrópusambandsins var samþykkt í Kaupmannahöfn. Tíu ný aðildarlönd, Pólland, Slóvenía, Ungverjaland, Malta, Kýpur, Lettland, Eistland, Litháen, Tékkland og Slóvakía, voru samþykkt frá 1. maí 2004.
- 2003 - Saddam Hussein fannst falinn í byrgi nálægt Tikrit í Írak og var tekinn höndum af Bandaríkjaher.
- 2006 - Þrír ítalskir verkamenn slösuðust þegar tvær járnbrautarlestir skullu saman við gerð Kárahnjúkavirkjunar.
- 2011 - Tveir senegalskir götusalar létust og margir slösuðust í skothríð á tveimur mörkuðum í Flórens á Ítalíu. Árásarmaðurinn var hægriöfgamaður sem framdi sjálfsmorð í kjölfarið.
- 2021 - Danski fyrrum ráðherrann Inger Støjberg var dæmd í 60 daga fangelsi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð.
Fædd
- 1533 - Eiríkur 14. Svíakonungur (d. 1577).
- 1553 - Hinrik 4. Frakkakonungur (d. 1610).
- 1640 - Robert Plot, enskur náttúrufræðingur (d. 1696).
- 1662 - Francesco Bianchini, ítalskur heimspekingur (d. 1729).
- 1678 - Yongzheng, keisari í Kína (d. 1735).
- 1744 - Séra Jón Þorláksson á Bægisá, íslenskur þýðandi (d. 1819).
- 1797 - Heinrich Heine, þýskt skáld (d. 1856).
- 1818 - Mary Todd Lincoln, forsetafrú Bandaríkjanna (d. 1882).
- 1846 - Henri-Paul Motte, franskur listamaður (d. 1922).
- 1867 - Ingibjörg Skaptadóttir, íslenskur ritstjóri (d. 1945).
- 1887 - George Pólya, ungverskur stærðfræðingur (d. 1985).
- 1902 - Talcott Parsons, bandarískur félagsfræðingur (d. 1979).
- 1923 - Antoni Tàpies, katalónskur myndlistarmaður (d. 2012).
- 1929 - Christopher Plummer, kanadískur leikari.
- 1935 - Ragnar Lár, íslenskur myndlistarmaður (d. 2007).
- 1938 - Heino, þýskur söngvari.
- 1942 - Arne Treholt, norskur embættismaður og njósnari.
- 1954 - Lárus Halldór Grímsson, íslenskur tónlistarmaður.
- 1957 - Steve Buscemi, bandarískur leikari.
- 1961 - Guðmundur Torfason, íslenskur knattspyrnumaður.
- 1961 - Toru Yoshikawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1967 - Jamie Foxx, bandarískur leikari.
- 1975 - Tom DeLonge, bandarískur tónlistarmaður.
- 1975 - Janus á Húsagarði, færeyskur listamaður.
- 1980 - Agnieszka Włodarczyk, pólsk leikkona.
- 1984 - Santi Cazorla, spænskur knattspyrnumaður.
- 1989 - Taylor Swift, bandarísk söngkona.
Dáin
- 1124 - Kallixtus 2. páfi.
- 1250 - Friðrik 2. keisari (f. 1194).
- 1466 - Donatello, ítalskur listamaður (f. 1386).
- 1521 - Manúel 1. Portúgalskonungur (f. 1469).
- 1593 - Þórunn Jónsdóttir á Grund, dóttir Jóns Arasonar (f. um 1510)
- 1641 - Jóhanna af Chantal, frönsk barónessa og stofnandi Salesreglunnar (f. 1572).
- 1711 - Skúli Magnússon, afi Skúla fógeta. Hann var prestur í Goðdölum í 66 ár (f. 1623).
- 1922 - Hannes Hafstein, íslenskur ráðherra (f. 1861).
- 1945 - Hallgrímur Hallgrímsson, íslenskur sagnfræðingur (f. 1888).
- 1992 - Aleksandar Tirnanić, júgóslavneskur knattspyrnumaður og -þjálfari (f. 1910).
- 2004 - Jón frá Pálmholti, íslenskur rithöfundur (f. 1930).
- 2007 - Ragnar Lár, íslenskur myndlistarmaður (f. 1935).
- 2009 - Egill Egilsson, íslenskur eðlisfræðingur og rithöfundur (f. 1942).
- 2015 - Benedict Anderson, bandarískur stjórnmálafræðingur (f. 1936).
- 2016 - Thomas Schelling, bandarískur hagfræðingur (f. 1921).
Hátíðis- og tyllidagar
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|